Verða í auglýsingu fyrir The Kooples Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 24. mars 2015 08:00 María Birta og Elli Vísir Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira