Menning

Kórfélagar völdu rómantísk lög

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Við erum með sýnishorn af vordagskránni,“ segir Símon H. Ívarsson, stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar.
„Við erum með sýnishorn af vordagskránni,“ segir Símon H. Ívarsson, stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar.
„Við erum með sýnishorn af vordagskránni okkar,“ segir Símon H. Ívarsson, kórstjóri Kammerkórs Mosfellsbæjar, spurður út í lagavalið á tónleikum kvöldsins í Kjarnanum.

„Ég leyfði kórfélögum að velja lög úr eldri dagskrá kórsins og útkoman varð sú að ástardrama er í hávegum hjá okkur, ljúfir söngvar og mildir, þannig að óhætt er að segja að við séum á rómantískum nótum. Ásdís Arnalds syngur einsöng og Þórhildur Magnúsdóttir leikur með á fiðlu.“

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld í Kjarnanum, Þverholti 2. Tveir aðrir kórar koma þar fram, Álafosskórinn undir stjórn Ástvalds Traustasonar og Barnakór Mosfellsbæjar, sem Guðmundur Ómar Óskarsson stjórnar.

Flutt verður fjölbreytt kórtónlist frá ýmsum tímum og í lokin syngja kórarnir saman.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur, en 1.000 krónur fyrir aldraða og ókeypis fyrir börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×