Menning

Samspil og sóló

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gunnlaugur og Hafdís spila sum verkin við undirleik raftónlistar.
Gunnlaugur og Hafdís spila sum verkin við undirleik raftónlistar.
Gunnlaugur Björnsson gítarleikari og Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari spila í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, sunnudag, klukkan 20.

Verkin eru eftir Barlow, Halldór Smárason, Rautavaara og japanska tónskáldið Takemitsu.

Verk þess síðastnefnda, Towards the sea, er byggt á sögunni Moby Dick eftir Melville og samið fyrir Greenpeace. Það er eitt stærsta tónverk sem samið hefur verið fyrir gítar og flautu. Á tónleikunum skiptir Gunnlaugur á milli þriggja gítara og Hafdís leikur á þrjár flautur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.