Framtíðin er hér Sara McMahon skrifar 31. mars 2015 07:00 Á unglingsárunum stundaði ég nám á ferðabraut Menntaskólans í Kópavogi. Brautin, ekki ólíkt iðngreininni sjálfri, var þá tiltölulega ný og hugnaðist mér vel, enda sameinaði hún tvö áhugasvið mín: tungumál og ferðalög. Námið átti að búa nemendur undir störf innan ferðabransans og á þessum tíma var sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir flugfreyjustarfið, hótelrekstur og störf á ferðaskrifstofum. Einn áfangi var svo helgaður kennslu á flugbókunarkerfi þar sem textinn birtist grænn og titrandi á svörtum tölvuskjá – þessu fylgdi svo heljarinnar doðrantur, líklega á við þrjár símaskrár að gildleika, sem innihélt nöfn og tengiflug á alla flugvelli heims. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég og samnemendur mínir vorum látin gera úttekt á viðmóti starfsfólks ferðaskrifstofa til viðskiptavina. Ég var látin bregða mér í hlutverk fordekraðar stúlku sem mætti uppáklædd niður á ferðaskrifstofu og heimtaði hótelherbergi með viðargólfi, í fjögurra stjörnu hóteli nálægt Oxford-stræti í London (ég átti nefnilega að vera með svæsið rykofnæmi). Viku síðar mætti ég aftur, þá í rifnum gallabuxum og hettupeysu, og heimtaði sams konar hótelherbergi. Þess þarf varla að geta að klæðnaður minn hafði engin áhrif á framkomu kvennanna sem afgreiddu mig – þær voru jafn faglegar. Kannski er þetta atvik mér svona minnisstætt af því að þetta var í eitt af síðustu skiptunum sem ég heimsótti ferðaskrifstofu. Í dag skipuleggur maður ferðalögin heiman úr stofunni, með fartölvuna í fanginu. Maður reiknar út vegalengdir með aðstoð Google maps og „röltir“ um götur borga og þorpa með aðstoð sömu vefsíðu, kynnir sér matseðla bestu veitingastaðanna og uppgötvar skemmtilegar verslanir og söfn. Ferðasíður á borð við Tripadvisor einfalda allt enn frekar og þar fá ferðalangar tækifæri til þess að mæla með, eða vara við, hinu og þessu. Tækninnihefur fleygt fram síðustu ár og við erum orðin svo fljót að tileinka okkur hana að í dag skilur maður varla hvernig fólk fór að því að ferðast fyrir tíð internetsins. Ferðalögin hljóta að hafa verið full af alls kyns óvæntum uppákomum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Á unglingsárunum stundaði ég nám á ferðabraut Menntaskólans í Kópavogi. Brautin, ekki ólíkt iðngreininni sjálfri, var þá tiltölulega ný og hugnaðist mér vel, enda sameinaði hún tvö áhugasvið mín: tungumál og ferðalög. Námið átti að búa nemendur undir störf innan ferðabransans og á þessum tíma var sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir flugfreyjustarfið, hótelrekstur og störf á ferðaskrifstofum. Einn áfangi var svo helgaður kennslu á flugbókunarkerfi þar sem textinn birtist grænn og titrandi á svörtum tölvuskjá – þessu fylgdi svo heljarinnar doðrantur, líklega á við þrjár símaskrár að gildleika, sem innihélt nöfn og tengiflug á alla flugvelli heims. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég og samnemendur mínir vorum látin gera úttekt á viðmóti starfsfólks ferðaskrifstofa til viðskiptavina. Ég var látin bregða mér í hlutverk fordekraðar stúlku sem mætti uppáklædd niður á ferðaskrifstofu og heimtaði hótelherbergi með viðargólfi, í fjögurra stjörnu hóteli nálægt Oxford-stræti í London (ég átti nefnilega að vera með svæsið rykofnæmi). Viku síðar mætti ég aftur, þá í rifnum gallabuxum og hettupeysu, og heimtaði sams konar hótelherbergi. Þess þarf varla að geta að klæðnaður minn hafði engin áhrif á framkomu kvennanna sem afgreiddu mig – þær voru jafn faglegar. Kannski er þetta atvik mér svona minnisstætt af því að þetta var í eitt af síðustu skiptunum sem ég heimsótti ferðaskrifstofu. Í dag skipuleggur maður ferðalögin heiman úr stofunni, með fartölvuna í fanginu. Maður reiknar út vegalengdir með aðstoð Google maps og „röltir“ um götur borga og þorpa með aðstoð sömu vefsíðu, kynnir sér matseðla bestu veitingastaðanna og uppgötvar skemmtilegar verslanir og söfn. Ferðasíður á borð við Tripadvisor einfalda allt enn frekar og þar fá ferðalangar tækifæri til þess að mæla með, eða vara við, hinu og þessu. Tækninnihefur fleygt fram síðustu ár og við erum orðin svo fljót að tileinka okkur hana að í dag skilur maður varla hvernig fólk fór að því að ferðast fyrir tíð internetsins. Ferðalögin hljóta að hafa verið full af alls kyns óvæntum uppákomum.