Skilaboð að handan Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. apríl 2015 09:30 Í gegnum tíðina hef ég reglulega freistað þess að komast í samband við aðra heima með því að borga miðlum fyrir upplýsingar að handan. Ég hef auðvitað alltaf trúað því að það sé líf eftir dauðann enda er það vægast sagt ömurleg tilhugsun að deyja ef ekkert betra bíður manns. Í seinni tíð hef ég þó iðulega spáð í hvort þetta sé nú ekki bara tómt kjaftæði en hitt hljómar betur. Það verður nú að segjast að upplýsingarnar, sem miðlað hefur verið til mín, eru misgáfulegar. Það hefur gerst að miðlarnir hitta á eitthvað sem ég hef talið engan geta vitað nema mig sjálfa. Kannski fáránleg tilviljun, eða látnir ættingjar í beinni að handan. Hver veit. Það var síðast í síðustu viku sem átti ég stefnumót að handan. Við vinkonurnar fengum í heimsókn miðil sem hafði ýmislegt að segja okkur. Sumt gat alveg passað, eins og að ég væri alveg að fara verða rík (vona svo sannarlega að manneskjan sjái meira en við hin), ég væri að fara skrá mig í gönguklúbb og að ég talaði mikið í símann (ég er blaðamaður, þannig að það á nokkuð vel við). Ég var nokkurn veginn að kaupa þetta þegar hún lokaði þessu með því að verndari minn væri indíáni. Af hverju ætti indíáni að fylgja mér? Hvað gerði þessi vesalings indíáni eiginlega í lifanda lífi til þess að eiga þau örlög skilið að þurfa að fylgja einhverri íslenskri konu og vernda hana? Ég næ þessu ekki. Ég hef líkt oft velt fyrir mér þeim skilaboðum sem eiga að vera berast mér frá látnum ættingjum mínum á þessum fundum. Skilaboðin eru svo hversdagsleg og hafa yfirleitt engan tilgang. Hvar eru alvöru upplýsingarnar? Ef ég gerist svo fræg að komast á miðilsfundi eftir að ég er farin úr þessari jarðvist þá mun ég pottþétt koma mikilvægari skilaboðum á framfæri til ættingja minna eins og vinningstölum í næsta lottóútdrætti, óleystum mannshvarfsmálum eða hver muni vinna Eurovision. Af hverju fær maður aldrei þessi skilaboð að handan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í gegnum tíðina hef ég reglulega freistað þess að komast í samband við aðra heima með því að borga miðlum fyrir upplýsingar að handan. Ég hef auðvitað alltaf trúað því að það sé líf eftir dauðann enda er það vægast sagt ömurleg tilhugsun að deyja ef ekkert betra bíður manns. Í seinni tíð hef ég þó iðulega spáð í hvort þetta sé nú ekki bara tómt kjaftæði en hitt hljómar betur. Það verður nú að segjast að upplýsingarnar, sem miðlað hefur verið til mín, eru misgáfulegar. Það hefur gerst að miðlarnir hitta á eitthvað sem ég hef talið engan geta vitað nema mig sjálfa. Kannski fáránleg tilviljun, eða látnir ættingjar í beinni að handan. Hver veit. Það var síðast í síðustu viku sem átti ég stefnumót að handan. Við vinkonurnar fengum í heimsókn miðil sem hafði ýmislegt að segja okkur. Sumt gat alveg passað, eins og að ég væri alveg að fara verða rík (vona svo sannarlega að manneskjan sjái meira en við hin), ég væri að fara skrá mig í gönguklúbb og að ég talaði mikið í símann (ég er blaðamaður, þannig að það á nokkuð vel við). Ég var nokkurn veginn að kaupa þetta þegar hún lokaði þessu með því að verndari minn væri indíáni. Af hverju ætti indíáni að fylgja mér? Hvað gerði þessi vesalings indíáni eiginlega í lifanda lífi til þess að eiga þau örlög skilið að þurfa að fylgja einhverri íslenskri konu og vernda hana? Ég næ þessu ekki. Ég hef líkt oft velt fyrir mér þeim skilaboðum sem eiga að vera berast mér frá látnum ættingjum mínum á þessum fundum. Skilaboðin eru svo hversdagsleg og hafa yfirleitt engan tilgang. Hvar eru alvöru upplýsingarnar? Ef ég gerist svo fræg að komast á miðilsfundi eftir að ég er farin úr þessari jarðvist þá mun ég pottþétt koma mikilvægari skilaboðum á framfæri til ættingja minna eins og vinningstölum í næsta lottóútdrætti, óleystum mannshvarfsmálum eða hver muni vinna Eurovision. Af hverju fær maður aldrei þessi skilaboð að handan?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun