Edik til allra nota Rikka skrifar 7. apríl 2015 14:00 Edik er bæði hægt að nota sem snyrtivöru og í heimilisþrifin. Vísir/Getty Það er löngum vitað að edik er til margra hluta nýtilegt og ekki einungis í eldhúsinu. Edik er til dæmis upplagt að nota við heimilisþrifin en einnig til að mýkja húðina, auka endingu naglalakksins og eyða táfýlu. Við á Lífinu erum búin að taka saman nokkur frábær ráð til að nota edikið enn frekar.Mýkir húðina Settu 200 ml af ediki í baðið og njóttu í 15 mínútur, þetta mýkir húðina og heldur sýrustiginu í jafnvægi.Andlitsvatn Edik er alveg prýðilegt andlitsvatn. Það hefur kannski ekki besta ilminn en áhrifin eru góð því edikið hjálpar til við að hreinsa burt dauðar húðfrumur og minnka svitaholur.Glansandi lokkar Blandaðu tveimur matskeiðum af ediki við 200 millilítra af vatni og skolaðu hárið upp úr því eftir að þú hefur þvegið það með sjampói. Skolaðu ediksblönduna úr og settu í hárið létta næringu. Hárið verður glansandi fínt og fallegt.Flösuna frá Blandaðu teskeið af ediki í sjampóið þitt og notaðu reglulega ef þú ert að berjast við flösu. Edikið jafnar sýrustig húðarinnar og kemur jafnvægi á hársvörðinn. Einnig er hægt að blanda saman jöfnu hlutfalli af ediki og vatni og nudda blöndunni í hársvörðinn áður en að þú þværð á þér hárið. Hvort tveggja ætti að fæla flösuna frá.Auktu endingu naglalakksins Vættu bómull með ediki og renndu yfir neglurnar, láttu þær þorna og naglalakkaðu þig eins og þú ert vön að gera. Edikið tekur burt alla yfirborðsfitu af nöglunum og gerir það að verkum að lakkið helst lengur.Burt með táfýluna Settu 200 ml á móti hverjum lítra af vatni í fótabaðið til að losna við óæskilega táfýlu. Njóttu baðsins í 15 mínútur og gættu þess að þerra tærnar vel áður en þú ferð aftur í sokkana. Heilsa Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er löngum vitað að edik er til margra hluta nýtilegt og ekki einungis í eldhúsinu. Edik er til dæmis upplagt að nota við heimilisþrifin en einnig til að mýkja húðina, auka endingu naglalakksins og eyða táfýlu. Við á Lífinu erum búin að taka saman nokkur frábær ráð til að nota edikið enn frekar.Mýkir húðina Settu 200 ml af ediki í baðið og njóttu í 15 mínútur, þetta mýkir húðina og heldur sýrustiginu í jafnvægi.Andlitsvatn Edik er alveg prýðilegt andlitsvatn. Það hefur kannski ekki besta ilminn en áhrifin eru góð því edikið hjálpar til við að hreinsa burt dauðar húðfrumur og minnka svitaholur.Glansandi lokkar Blandaðu tveimur matskeiðum af ediki við 200 millilítra af vatni og skolaðu hárið upp úr því eftir að þú hefur þvegið það með sjampói. Skolaðu ediksblönduna úr og settu í hárið létta næringu. Hárið verður glansandi fínt og fallegt.Flösuna frá Blandaðu teskeið af ediki í sjampóið þitt og notaðu reglulega ef þú ert að berjast við flösu. Edikið jafnar sýrustig húðarinnar og kemur jafnvægi á hársvörðinn. Einnig er hægt að blanda saman jöfnu hlutfalli af ediki og vatni og nudda blöndunni í hársvörðinn áður en að þú þværð á þér hárið. Hvort tveggja ætti að fæla flösuna frá.Auktu endingu naglalakksins Vættu bómull með ediki og renndu yfir neglurnar, láttu þær þorna og naglalakkaðu þig eins og þú ert vön að gera. Edikið tekur burt alla yfirborðsfitu af nöglunum og gerir það að verkum að lakkið helst lengur.Burt með táfýluna Settu 200 ml á móti hverjum lítra af vatni í fótabaðið til að losna við óæskilega táfýlu. Njóttu baðsins í 15 mínútur og gættu þess að þerra tærnar vel áður en þú ferð aftur í sokkana.
Heilsa Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira