Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 7. apríl 2015 07:00 Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum á föstudaginn langa. Aðsend mynd/Landhelgisgæslan Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi. Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi.
Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira