Slagurinn er öllum kostnaðarsamur Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Allt bendir til þess að í hönd fari einhverjar hörðustu kjaradeilur sem plagað hafa landsmenn í háa herrans tíð. Í dag er allt útlit fyrir að hefjist verkföll hjá fjölda aðildarfélaga Bandalags íslenskra háskólamanna. Á komandi vikum stefnir svo í verkföll fleiri stétta, til dæmis þegar endurteknar hafa verið kosningar um þær hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Einhver furðulegur sofandaháttur virðist í gangi hjá viðsemjendum þessara stéttarfélaga í upphafi samninga. Engu líkara er en að menn hafi sætt sig við tilhugsunina um að til verkfalla þurfi að koma. Sá slagur verður kostnaðarsamur fyrir alla. Þannig má taka undir með Páli Halldórssyni, formanni BHM, sem sagði í fréttum í gær „fádæma ábyrgðarleysi“ að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana. Viðsemjendur BHM hafi fremur kosið að verja dögunum fyrir páskahelgina í dómsal en að reyna að afstýra neyðarástandi. Aðgerðir fimm félaga sem ríkið kærði voru hins vegar um helgina sagðar lögmætar. Ljóst er að áhrif á starfsemi Landspítalans af verkfallinu nú verða ámóta og af læknaverkfallinu og að enn mun bætast við þann hala verka sem illa hefur gengið að vinna upp eftir þær aðgerðir. Þar á bæ fara nú um fimm hundruð manns í verkfall, geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar. Hér hefur verið haldið þannig á málum á vinnumarkaði og í stjórn efnahagsmála að algjört vantraust virðist ríkja. Krafan sem uppi er, um að fólk fái með sómasamlegum hætti dregið fram lífið á lágmarkslaunum, er hvorki fráleit né óréttmæt. Landsmenn allir eiga hins vegar kröfu til þess að róið sé að því öllum árum að forða verkfallsaðgerðum og að við samningaborðið einhendi sér allir í að ná lendingu. Það sem á undan er gengið boðar samt ekki gott. Þá er náttúrlega galið að vitandi vits sé gengið að því sem vísu að um „verðbólgusamninga“ verði að ræða. Að hækkanir launa verði yfir línuna mun meiri en íslenskt efnahagslíf fái staðið undir og að stundarávinningur verði einu sinni sem oftar hrifsaður frá fólki á bæði verðbólgubáli og með aukinni vaxtapíningu. Í verðbólgusamningum tapa allir (og þeir náttúrlega mestu sem sætta sig við minnst, því verðbólgan og vextirnir berja ekkert síður á þeim). Um leið dugar ekki að ætla byggja hér upp efnahagslíf á baki fólks sem ætlað er að búa við hraksmánarleg kjör. Skýr og trúverðug svör skortir um hvernig hér eigi að tryggja stöðugleika og efla atvinnulíf með þeim hætti að fólk fái dregið hér fram lífið með sómasamlegum hætti. Ofan á óvissu vegna kjaradeilna bætist nefnilega, og flækir stöðuna, óvissa vegna afnáms gjaldeyrishafta. Seint verður sátt um nýjan forsendubrest sem hætt er við að óstöðugleiki krónunnar verði enn og aftur valdur að. Er nokkuð til of mikils mælst að menn svari því hvernig fara á að? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Allt bendir til þess að í hönd fari einhverjar hörðustu kjaradeilur sem plagað hafa landsmenn í háa herrans tíð. Í dag er allt útlit fyrir að hefjist verkföll hjá fjölda aðildarfélaga Bandalags íslenskra háskólamanna. Á komandi vikum stefnir svo í verkföll fleiri stétta, til dæmis þegar endurteknar hafa verið kosningar um þær hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Einhver furðulegur sofandaháttur virðist í gangi hjá viðsemjendum þessara stéttarfélaga í upphafi samninga. Engu líkara er en að menn hafi sætt sig við tilhugsunina um að til verkfalla þurfi að koma. Sá slagur verður kostnaðarsamur fyrir alla. Þannig má taka undir með Páli Halldórssyni, formanni BHM, sem sagði í fréttum í gær „fádæma ábyrgðarleysi“ að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana. Viðsemjendur BHM hafi fremur kosið að verja dögunum fyrir páskahelgina í dómsal en að reyna að afstýra neyðarástandi. Aðgerðir fimm félaga sem ríkið kærði voru hins vegar um helgina sagðar lögmætar. Ljóst er að áhrif á starfsemi Landspítalans af verkfallinu nú verða ámóta og af læknaverkfallinu og að enn mun bætast við þann hala verka sem illa hefur gengið að vinna upp eftir þær aðgerðir. Þar á bæ fara nú um fimm hundruð manns í verkfall, geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar. Hér hefur verið haldið þannig á málum á vinnumarkaði og í stjórn efnahagsmála að algjört vantraust virðist ríkja. Krafan sem uppi er, um að fólk fái með sómasamlegum hætti dregið fram lífið á lágmarkslaunum, er hvorki fráleit né óréttmæt. Landsmenn allir eiga hins vegar kröfu til þess að róið sé að því öllum árum að forða verkfallsaðgerðum og að við samningaborðið einhendi sér allir í að ná lendingu. Það sem á undan er gengið boðar samt ekki gott. Þá er náttúrlega galið að vitandi vits sé gengið að því sem vísu að um „verðbólgusamninga“ verði að ræða. Að hækkanir launa verði yfir línuna mun meiri en íslenskt efnahagslíf fái staðið undir og að stundarávinningur verði einu sinni sem oftar hrifsaður frá fólki á bæði verðbólgubáli og með aukinni vaxtapíningu. Í verðbólgusamningum tapa allir (og þeir náttúrlega mestu sem sætta sig við minnst, því verðbólgan og vextirnir berja ekkert síður á þeim). Um leið dugar ekki að ætla byggja hér upp efnahagslíf á baki fólks sem ætlað er að búa við hraksmánarleg kjör. Skýr og trúverðug svör skortir um hvernig hér eigi að tryggja stöðugleika og efla atvinnulíf með þeim hætti að fólk fái dregið hér fram lífið með sómasamlegum hætti. Ofan á óvissu vegna kjaradeilna bætist nefnilega, og flækir stöðuna, óvissa vegna afnáms gjaldeyrishafta. Seint verður sátt um nýjan forsendubrest sem hætt er við að óstöðugleiki krónunnar verði enn og aftur valdur að. Er nokkuð til of mikils mælst að menn svari því hvernig fara á að?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun