Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:30 Lögreglan leggur hald á lítið af amfetamíni. Líklegt er að eftirspurn sé annað með framleiðslu hér á landi. Nordicphotos/Getty Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent