Fleiri ferðamenn – öflugri löggæsla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttaskýringu Kristjönu Guðbrandsdóttur um fíkniefnainnflutning á Íslandi. Þar kemur fram að haldlagning lögreglu á hörðum efnum hefur dregist umtalsvert saman undanfarin ár á meðan neyslan heilt yfir er sú sama. Svo virðist sem algjört hrun hafi orðið í haldlagningu á amfetamíni en grunur er um umfangsmikla framleiðslu í landinu. Aðeins náðust 4.784 grömm á síðasta ári en árið áður voru þau 34.235 og í áraraðir hefur ekki verið lagt hald á minna en 10 þúsund grömm. Árið 2009 kom upp stærsta amfetamínmál síðustu ára þegar lögregla náði rúmum 55 kílóum. Mestu breytingarnar eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem lítið hefur náðst af fíkniefnum síðustu þrjú ár. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á skipulagi þar, þegar fíkniefnadeildin var flutt í Leifsstöð og breytt í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi. Í dag er greint frá því að aðeins fjórir tollverðir starfi á Austurlandi, en umdæmið spannar allar hafnir frá Vopnafirði og suður fyrir Höfn í Hornafirði. Hafnirnar eru tólf talsins. Heimildarmenn blaðsins segja að vegna mannfæðarinnar séu smyglleiðir inn og út úr landinu opnar og engin leið að anna eftirlitinu. Á sama tíma og niðurskurður hefur átt sér stað í lög- og tollgæslu hafa aldrei fleiri sótt land okkar heim. Í fyrra tók Ísland á móti tæplega einni milljón ferðamanna með flugvélum, skemmtiferðaskipum og Norrænu, auk þess sem útflutningur á makríl hefur aukið skipaumferð umtalsvert. Á dögunum var greint frá því að búast megi við um tuttugu þúsund ferðamönnum í Reykjavík á hverjum einasta degi í sumar. Það jafngildi því að allri íbúar Akureyrar færi sig í höfuðborgina á sama tíma. Ef ferðamönnum sem hingað koma með skemmtiferðaskipum er bætt við jafngildir það því að allir Selfyssingar mæti einnig til veislunnar. Auknum fjölda fylgja aukin vandræði sem mæta þarf með efldri löggæslu. Hægt er að rökræða út í hið óendanlega um hlutverk ríkisins og rétta forgangsröðun. Sitt sýnist hverjum um ríkisrekstur á áfengisverslunum, fjölmiðli og Sinfóníuhljómsveit. Það er meira að segja hægt að deila um með hvaða hætti ríkið eigi að koma að rekstri menntastofnana og heilbrigðisþjónustu. Líklegast er ekkert eitt rétt svar í þeim efnum. En um eitt grunnhlutverk ríkir líkast til breið samstaða. Það er að halda uppi löggæslu. Á meðan neysla, hald og sala á fíkniefnum er ólögleg ber stjórnvöldum að stemma stigu við innflutningi þessara efna til landsins. Skeytingarleysi gagnvart slíkum innflutningi grefur undan réttarvörslukerfinu og sendir slæm skilaboð út í þjóðfélagið. Á sama hátt ber stjórnvöldum að auka löggæslu til að bregðast við auknum málafjölda vegna þeirrar miklu fólksfjölgunar sem hefur orðið í landinu með ferðamannastraumnum. Allt annað væri óábyrgt og aðeins þannig geta stjórnvöld sinnt því grunnhlutverki sínu að halda uppi lögum og reglum og vernda borgara landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttaskýringu Kristjönu Guðbrandsdóttur um fíkniefnainnflutning á Íslandi. Þar kemur fram að haldlagning lögreglu á hörðum efnum hefur dregist umtalsvert saman undanfarin ár á meðan neyslan heilt yfir er sú sama. Svo virðist sem algjört hrun hafi orðið í haldlagningu á amfetamíni en grunur er um umfangsmikla framleiðslu í landinu. Aðeins náðust 4.784 grömm á síðasta ári en árið áður voru þau 34.235 og í áraraðir hefur ekki verið lagt hald á minna en 10 þúsund grömm. Árið 2009 kom upp stærsta amfetamínmál síðustu ára þegar lögregla náði rúmum 55 kílóum. Mestu breytingarnar eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem lítið hefur náðst af fíkniefnum síðustu þrjú ár. Umtalsverðar breytingar voru gerðar á skipulagi þar, þegar fíkniefnadeildin var flutt í Leifsstöð og breytt í Rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi. Í dag er greint frá því að aðeins fjórir tollverðir starfi á Austurlandi, en umdæmið spannar allar hafnir frá Vopnafirði og suður fyrir Höfn í Hornafirði. Hafnirnar eru tólf talsins. Heimildarmenn blaðsins segja að vegna mannfæðarinnar séu smyglleiðir inn og út úr landinu opnar og engin leið að anna eftirlitinu. Á sama tíma og niðurskurður hefur átt sér stað í lög- og tollgæslu hafa aldrei fleiri sótt land okkar heim. Í fyrra tók Ísland á móti tæplega einni milljón ferðamanna með flugvélum, skemmtiferðaskipum og Norrænu, auk þess sem útflutningur á makríl hefur aukið skipaumferð umtalsvert. Á dögunum var greint frá því að búast megi við um tuttugu þúsund ferðamönnum í Reykjavík á hverjum einasta degi í sumar. Það jafngildi því að allri íbúar Akureyrar færi sig í höfuðborgina á sama tíma. Ef ferðamönnum sem hingað koma með skemmtiferðaskipum er bætt við jafngildir það því að allir Selfyssingar mæti einnig til veislunnar. Auknum fjölda fylgja aukin vandræði sem mæta þarf með efldri löggæslu. Hægt er að rökræða út í hið óendanlega um hlutverk ríkisins og rétta forgangsröðun. Sitt sýnist hverjum um ríkisrekstur á áfengisverslunum, fjölmiðli og Sinfóníuhljómsveit. Það er meira að segja hægt að deila um með hvaða hætti ríkið eigi að koma að rekstri menntastofnana og heilbrigðisþjónustu. Líklegast er ekkert eitt rétt svar í þeim efnum. En um eitt grunnhlutverk ríkir líkast til breið samstaða. Það er að halda uppi löggæslu. Á meðan neysla, hald og sala á fíkniefnum er ólögleg ber stjórnvöldum að stemma stigu við innflutningi þessara efna til landsins. Skeytingarleysi gagnvart slíkum innflutningi grefur undan réttarvörslukerfinu og sendir slæm skilaboð út í þjóðfélagið. Á sama hátt ber stjórnvöldum að auka löggæslu til að bregðast við auknum málafjölda vegna þeirrar miklu fólksfjölgunar sem hefur orðið í landinu með ferðamannastraumnum. Allt annað væri óábyrgt og aðeins þannig geta stjórnvöld sinnt því grunnhlutverki sínu að halda uppi lögum og reglum og vernda borgara landsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun