Hátíðleiki Berglind Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Ég elska hátíðir. Ég hef verið viðloðandi hátíðir um langt skeið. Ég seldi fólki með þykkar gleraugnaumgjarðir miða á djasshátíð mörg ár í röð, sit í stjórn danshátíðar, bý með manni sem skipuleggur hátíðir að atvinnu og er tíður hátíðargestur. Enda ekki kölluð Hátíðar-Berglind að ástæðulausu. Í vaxandi mæli eru haldnar hátíðir á Íslandi, litlar og stórar. Danshátíðir, tónlistarhátíðir, tölvuleikjahátíðir, barnamenningarhátíðir, myndlistarhátíðir, veiðikvikmyndahátíðir, venjulegar kvikmyndahátíðir og hvaðeina. Fólk flykkist á hátíðir daginn út og inn, velur sér einfaldlega hátíð eftir áhugasviði, kaupir hátíðarpassa og er svo á upplifunarfylleríi nokkra daga í röð. Þetta er stórkostlegt fyrirbæri, að anda svona djúpt að sér, fylla á skilningarvitin á nokkrum dögum og blása svo rólega frá meðan maður bíður spenntur eftir næstu hátíð. Hátíðir eru auðvitað frábær vettvangur fyrir fólk á sama áhugasviði að koma saman og ræða málin en geta að sama skapi vakið upp snobbpúka í þeim sem telja sig sérfræðinga í viðfangsefninu hverju sinni. Ég kynni að öllum líkindum ekki deili á neinum listamönnum á sjónlistahátíð sem nú stendur yfir, en hef engu að síður mikinn áhuga á að mæta og njóta og vera í stuði. Þess vegna er svo leiðinlegt að lenda í gæjanum sem segir ehh, veistu ekki hver þetta er? Þetta er sko frægasti gúmmískúlptúrgerðarmaður í heimi, auli. Takk, bless og fyrirgefðu, svara ég um hæl og hrökklast heim að skammast mín fyrir að hafa ekki lesið stubb á Wikipediu áður en ég lagði af stað. Fólk er hrætt við dans. Fólk er hrætt við djass. Guð veit að ég er hrædd við veiðikvikmyndagerð. Af því að ég veit ekkert um hana. Það besta er að vera með opið hjarta og kynna sér málin. Kýla bara á það og kaupa sér miða á veiðikvikmyndahátíð eða gúmmígerðarhátíð og tjékka á hlutunum. Og þá er svo gott að þeir sem taka á móti manni séu ekki með súrrealískan skúlptúr uppi í rassgatinu og taki vel á móti, fræði og séu mjúkir. Gleðilegar alls konar hátíðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Ég elska hátíðir. Ég hef verið viðloðandi hátíðir um langt skeið. Ég seldi fólki með þykkar gleraugnaumgjarðir miða á djasshátíð mörg ár í röð, sit í stjórn danshátíðar, bý með manni sem skipuleggur hátíðir að atvinnu og er tíður hátíðargestur. Enda ekki kölluð Hátíðar-Berglind að ástæðulausu. Í vaxandi mæli eru haldnar hátíðir á Íslandi, litlar og stórar. Danshátíðir, tónlistarhátíðir, tölvuleikjahátíðir, barnamenningarhátíðir, myndlistarhátíðir, veiðikvikmyndahátíðir, venjulegar kvikmyndahátíðir og hvaðeina. Fólk flykkist á hátíðir daginn út og inn, velur sér einfaldlega hátíð eftir áhugasviði, kaupir hátíðarpassa og er svo á upplifunarfylleríi nokkra daga í röð. Þetta er stórkostlegt fyrirbæri, að anda svona djúpt að sér, fylla á skilningarvitin á nokkrum dögum og blása svo rólega frá meðan maður bíður spenntur eftir næstu hátíð. Hátíðir eru auðvitað frábær vettvangur fyrir fólk á sama áhugasviði að koma saman og ræða málin en geta að sama skapi vakið upp snobbpúka í þeim sem telja sig sérfræðinga í viðfangsefninu hverju sinni. Ég kynni að öllum líkindum ekki deili á neinum listamönnum á sjónlistahátíð sem nú stendur yfir, en hef engu að síður mikinn áhuga á að mæta og njóta og vera í stuði. Þess vegna er svo leiðinlegt að lenda í gæjanum sem segir ehh, veistu ekki hver þetta er? Þetta er sko frægasti gúmmískúlptúrgerðarmaður í heimi, auli. Takk, bless og fyrirgefðu, svara ég um hæl og hrökklast heim að skammast mín fyrir að hafa ekki lesið stubb á Wikipediu áður en ég lagði af stað. Fólk er hrætt við dans. Fólk er hrætt við djass. Guð veit að ég er hrædd við veiðikvikmyndagerð. Af því að ég veit ekkert um hana. Það besta er að vera með opið hjarta og kynna sér málin. Kýla bara á það og kaupa sér miða á veiðikvikmyndahátíð eða gúmmígerðarhátíð og tjékka á hlutunum. Og þá er svo gott að þeir sem taka á móti manni séu ekki með súrrealískan skúlptúr uppi í rassgatinu og taki vel á móti, fræði og séu mjúkir. Gleðilegar alls konar hátíðir.