Í fyrsta sæti keppninnar og þarf stuðning þjóðarinnar til að halda sér þar Guðrún Ansnes skrifar 14. apríl 2015 10:00 Stefán Atli er sigurstranglegur en þarf að hafa sig allan við til að halda sér í fyrsta sæti. Vísir/Daníel Örn „Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp