Segir ekki nei við gamla kennarann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:15 Þau Tina og Helgi Hrafn ætla að flytja létta tónlist, bæði frumsamda og eftir aðra, á tónleikunum í dag. Mynd/Jónatan Grétarsson „Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistarkennarinn minn, hann Kári Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evrópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bókasafnið á Seltjarnarnesi er í uppáhaldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleikastaðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verðlaunaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistarskólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heimaslóð, nú með þekkta danska söngkonu sér við hlið, sem meðal annars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tónlistarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nelson. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmislegt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ Um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2015 Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal þeirra sem Helgi Hrafn hefur starfað með eru hljómsveitin Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson. Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistarkennarinn minn, hann Kári Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evrópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bókasafnið á Seltjarnarnesi er í uppáhaldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleikastaðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verðlaunaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistarskólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heimaslóð, nú með þekkta danska söngkonu sér við hlið, sem meðal annars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tónlistarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nelson. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmislegt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ Um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2015 Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal þeirra sem Helgi Hrafn hefur starfað með eru hljómsveitin Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson.
Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira