Rokka í stað þess að golfa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. apríl 2015 11:30 Hér er sveitin fyrir framan Landspítalann, en plata hennar heitir einmitt Óskalög sjúklinga. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Heiðar Ingi Svansson, Karl Örvarsson og Magnús Magnússon. vísir/vilhelm Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem fékk hugmyndina að því að stofna rokksveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngvarann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnússon til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafnið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stundum af jafnmikilli ástríðu og trúboðar sem boða trú sína. Meðlimirnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við.Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhugasamir fundið þá í gegnum vefsíðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem fékk hugmyndina að því að stofna rokksveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngvarann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnússon til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafnið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stundum af jafnmikilli ástríðu og trúboðar sem boða trú sína. Meðlimirnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við.Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhugasamir fundið þá í gegnum vefsíðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira