Menning

Afsprengi aukins jafnréttis

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Curver og Hrafnkell Tími Thoroddsen sinna þvottinum. Stilla úr vídeóverki sem sýnt er í Hafnarborg.
Curver og Hrafnkell Tími Thoroddsen sinna þvottinum. Stilla úr vídeóverki sem sýnt er í Hafnarborg.
Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni eru verk eftir þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristin G. Harðarson.

Í verkunum takast þeir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu, hugmyndir um þátttöku þeirra í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna.

Málþing í tengslum við sýninguna verður í dag, laugardag, og hefst klukkan 14.

Framsögumenn eru Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matthíasson og auk þeirra taka listamennirnir sem eiga verk á sýningunni þátt í umræðum sem Haukur Ingvarsson rithöfundur stýrir. Eins og að framan greinir er Curver Thoroddsen einn þeirra.

„?Þeir eldri munu eflaust velta fyrir sér breyttri stöðu kynjanna eftir að jafnrétti á heimilinu óx fiskur um hrygg en ég er yngstur og eiginlega afsprengi þeirra aðstæðna," segir Curver. „Mitt innlegg í umræðuna verður því bara lýsing á lífi ungra fjölskyldumanna nútímans.?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×