Helgir staðir þriggja landa Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 12:00 Helgistaður í Póllandi. Ljósmynd Adam Szukala Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgrímsson er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmtilega verkefni á síðustu árum.„Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru fremur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fallegar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubyggingarlist speglar evrópskar hugsjónir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki.Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verkefninu Helgir staðir.Ljósmynd Jónatan Grétarsson„Þegar ég spái í það þá er tvímælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslenskar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgistaðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auðvitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmyndunar byggir sýningin á margmiðlun. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóðupptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóðminjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgrímsson er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmtilega verkefni á síðustu árum.„Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru fremur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fallegar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubyggingarlist speglar evrópskar hugsjónir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki.Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verkefninu Helgir staðir.Ljósmynd Jónatan Grétarsson„Þegar ég spái í það þá er tvímælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslenskar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgistaðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auðvitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmyndunar byggir sýningin á margmiðlun. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóðupptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóðminjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira