Menning

Martha aftur á svið á Íslandi eftir hálfrar aldar hlé

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Óperan gerir miklar kröfur til flytjenda og hér er sungið með tilþrifum.
Óperan gerir miklar kröfur til flytjenda og hér er sungið með tilþrifum. Vísir/Valli
Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz setur upp óperuna Martha eftir Friedrich von Flotow á tveimur sýningum í vikunni.

Leikstjóri er Randver Þorláksson og Aladár Rácz hefur líka séð um að leiðbeina söngvurunum við undirbúning sýningarinnar en óperan Martha gerir miklar kröfur til flytjenda.

Þess ber og að geta að óperudeildin er undir stjórn Kristjáns Jóhannssonar stórsöngvara.

Aladár Rácz sér um meðleik á sýningunum sem verða í Iðnó í kvöld 20. apríl klukkan 20 og í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ á sama tíma miðvikudagskvöldið 22. apríl.

Óperan var síðast flutt á Íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 1967.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.