Vilja vekja vorhug og gleði gestanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2015 13:30 Hamrahlíðarkórinn er góður fulltrúi Íslands hvar sem hann kemur. „Við viljum hressa fólk með góðri blöndu af vorvítamíni eftir langan og strangan vetur,“ segir Vigdís Hafliðadóttir hress um skemmtun Hamrahlíðarkóranna sem fagna sumri með söng í hátíðasal Menntaskólans í Hamrahlíð í dag, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fyrst klukkan 14 og aftur klukkan 16. Efnisskráin á að vekja með öllum vorhug og gleði, að sögn Vigdísar. Hún segir þar blöndu gamalla gersema og nýrra, til dæmis sumar- og ættjarðarlög sem allir ættu að geta tekið undir. Auk söngs og hljóðfæraleiks verður gestum boðið í dans við fjörugan leik salsabands og svo verður markaður í suðrænum stíl. Einnig verður bangsa- og dúkkuspítali, vísinda- og tilraunastofa, skátahorn og ljósmyndastofa. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er nýkominn úr tónleikaferð um Suður- og Suðausturland og Hamrahlíðarkórinn, kór eldri nemenda, býr sig undir þátttöku í Europa Cantat, stærstu og viðamestu kórahátíð Evrópu í Ungverjalandi. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar og ágóðinn rennur í ferðasjóð kóranna. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við viljum hressa fólk með góðri blöndu af vorvítamíni eftir langan og strangan vetur,“ segir Vigdís Hafliðadóttir hress um skemmtun Hamrahlíðarkóranna sem fagna sumri með söng í hátíðasal Menntaskólans í Hamrahlíð í dag, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fyrst klukkan 14 og aftur klukkan 16. Efnisskráin á að vekja með öllum vorhug og gleði, að sögn Vigdísar. Hún segir þar blöndu gamalla gersema og nýrra, til dæmis sumar- og ættjarðarlög sem allir ættu að geta tekið undir. Auk söngs og hljóðfæraleiks verður gestum boðið í dans við fjörugan leik salsabands og svo verður markaður í suðrænum stíl. Einnig verður bangsa- og dúkkuspítali, vísinda- og tilraunastofa, skátahorn og ljósmyndastofa. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er nýkominn úr tónleikaferð um Suður- og Suðausturland og Hamrahlíðarkórinn, kór eldri nemenda, býr sig undir þátttöku í Europa Cantat, stærstu og viðamestu kórahátíð Evrópu í Ungverjalandi. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar og ágóðinn rennur í ferðasjóð kóranna.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira