Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Smábátaútgerðir verða kvótasettar í nýju frumvarpi og 7.500 tonnum dreift eftir ákveðnum leikreglum til báta sem stundað hafa makrílveiðar. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira