Tók langan tíma að stíga á svið Elín Albertsdóttir skrifar 25. apríl 2015 11:00 Soffía Björg er ung og hæfileikarík. Hún er bæði laga- og textahöfundur og fyrsta platan á leiðinni. Birta Rán Soffía Björg Óðinsdóttir, söngkona, laga- og textahöfundur, nýtur sín best heima í sveitinni þegar hún semur lögin sín. Fyrsta platan er væntanleg í byrjun sumars en Soffía Björg hefur undirbúið hana í heilt ár. Soffía Björg er ein átta systkina frá bænum Einarsnesi, rétt utan við Borgarnes. Tónlistin hefur ávallt verið ríkur þáttur á heimilinu og þessi stóri hópur kemur gjarnan saman, syngur og leikur tónlist. Móðir hennar er Björg Karitas Jónsdóttir sópransöngkona og amma er Soffía Karlsdóttir, leik- og söngkona. Faðir hennar, Óðinn Sigþórsson, grípur gjarnan í nikkuna, píanó og gítar. Þá er systir Soffíu, Kristín Birna, einnig söngkona. Það er því óhætt að segja að þetta sé tónelsk stórfjölskylda í Borgarfirðinum. „Ég held að það sé tónlist í okkur öllum systkinunum. Það er tónelskt fólk í báðum ættum,“ segir Soffía. „Það hefur alltaf verið líf og fjör á þessum bæ.“Soffía á sviði. Það tók hana langan tíma að þora að stíga á svið vegna feimni.Kristín JónsdóttirPlata í vinnsluSoffía er 29 ára og býr heima um þessar mundir eftir tíu ára búsetu í höfuðborginni. „Ég saknaði kyrrðarinnar í sveitinni á meðan ég bjó í borginni. Núna sakna ég stundum erilsins í Reykjavík,“ segir Soffía og bætir við að þægilega stutt sé að skjótast í bæinn, enda þarf hún oft að vera á ferðinni á milli. „Ég útskrifaðist í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Platan sem ég er að vinna er partur af lokaverkefni mínu þar,“ segir hún. „Mér fannst sóun að setja upp tónleika fyrir útskriftina og nýta þá ekkert frekar. Þess vegna ákvað ég að vinna efnið frekar með plötu í huga. Önnur lög á plötunni hef ég verið að flytja með hljómsveit minni.“ Þegar Soffía er beðin að útskýra eigin lög, svarar hún: „Þetta er þjóðlagapopptónlist en svolítil sveitatónlist líka. Með annarri hljómsveit, Brother Grass, hef ég leikið gömul Suðurríkjalög en sá stíll hentar mér mjög vel. Ég er svo melankólísk, lögin mín og textar eru lituð af því. Ég á annars erfitt með að skilgreina þessa tónlist en frá unga aldri hef ég alltaf litið upp til Erics Clapton. Ég var hugfangin að hljómfallinu og textunum í lögum hans. Ég held að fyrstu áhrifin séu frá honum komin. Með aldrinum hef ég farið um víðan völl í tónlistinni. Ég lærði á gítar fyrir fimm árum og hef þjálfast í gegnum lögin sem ég er að semja,“ útskýrir Soffía Björg. Tónelsk, feimin sveitastúlka Soffía Björg er alin upp í Borgarfirði og segist vera mikil sveitastúlka. „Mér líður einstaklega vel í sveitinni. Ég var orðin mjög þreytt á leigumarkaðnum í Reykjavík, mig langaði að skipta um umhverfi. Það var því dásamlegt að flytja aftur heim,“ segir hún. „Ég er mikil hestakona og nýt þess að vera í kringum hrossin. Fjölskyldan fór alltaf í árlega hestaferð og þá var gjarnan mikið sungið og leikið á hljóðfæri. Alltaf mikil gleði í slíkum ferðum. Ég segi oft að ég hafi alist upp á hestbaki,“ segir hún. Soffía Björg stundaði nám í fjölbrautaskólanum á Akranesi. Flutti síðan til Reykjavíkur til að vinna og kláraði skólann í fjarnámi.Úgáfutónleikar í New York á síðasta ári.DAVID BURLACU„Þá hóf ég nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Dagrúnu Hjaltadóttur óperusöngkonu. Þarna fetaði ég fyrstu sporin í tónlistarnámi og var alveg skíthrædd vegna feimni. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég færi þessa leið. Mamma hvatti mig hins vegar til að fara í söngnám til að ná úr mér feimninni. Þetta var eitthvað það erfiðasta sem ég hef gert. Ég titraði svo mikið á fyrstu prufunni að lappirnar gáfu sig bókstaflega,“ segir Soffía sem sótti síðan um inngöngu hjá FÍH og lærði þar djass- og blússöng. „Ég heillaðist mjög af blús,“ segir hún. Margt að gerast „Síðan komst ég inn á tónsmíðabraut í Listaháskólanum haustið 2011 undir handleiðslu Tryggva M. Baldvinssonar tónskálds. Eftir námið hef ég verið að spila og syngja með Brother Grass og við höfum haft heilmikið að gera. Ég hef meira og minna unnið við tónlist undanfarin ár og hef nýtt þekkingu mína til að útsetja lögin á væntanlegri plötu minni. Einnig samdi ég kórverk fyrir Dómkórinn í Reykjavík síðasta haust sem var einstaklega skemmtilegt. Það var flutt á tónlistardögum Dómkirkjunnar,“ segir Soffía. Síðasta sumar fór hún til New York og söng á útgáfutónleikum fyrir söngleikinn Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter sem var settur upp „off Broadway“. Þá lék hún sömuleiðis á Reykjavík Folk-festival. „Í fyrra kom ég fram á Aldrei fór ég suður og aftur núna sem bakraddarsöngkona með Boogie Trouble. Það var alveg gífurlega gaman, mikið dansað,“ útskýrir hún. „Núna 2. maí verð ég með tónleika í Mengi á Óðinsgötu en systir mín, Sigríður Þóra, sem er listakona verður með vídeóverk sem verður varpað á vegg staðarins. Síðar í maí kem ég fram á hátíðinni Saga-Fest á Stokkseyri.“Soffíu líður best í sveitinni heima. Hún er alin upp í Borgarfirði og stendur hér fyrir utan bæinn.Spennandi dagar Soffía kom fram á barnamenningarhátíðinni í Hörpu í vikunni. Þar söng hún lög í Upptaktinum, tónsmíðakeppni krakka. „Ég fékk í hendur dásamleg lög frá börnum og þetta var svo skemmtilegt. Um helgina ætla ég að spila fyrir hóp í Borgarfirði. Mæti með gítarinn og syng skemmtilega blöndu fyrir fólkið,“ segir hún. Soffía hefur sungið heilmikið í heimabyggð. Brother Grass hefur til dæmis oft verið með tónleika í Landnámssetrinu. Einnig hefur hún haldið tónleika með systur sinni, Kristínu Birnu. Þá hafa þær komið fram á þorrablótum við góðar undirtektir. Systurnar voru sömuleiðis með tónleika á Rósenberg um síðustu jól svo þær hafa unnið talsvert saman. „Tónlistin er svo fjölbreytt að maður getur gert alls konar,“ segir Soffía. „Það er allt að gerast í tónlistinni hjá mér. Þetta er ótrúlega spennandi og ég fæ fiðring fyrir hvert einasta gigg. Ég gæti ekki hugsað mér að vinna við neitt nema tónlist þrátt fyrir að þetta sé hark og óvissa.“ Soffía Björg segir að hún sé að mestu búin að ná úr sér feimninni. „Það tók alveg nokkur ár að sættast við að standa á sviði, láta mér líða vel og njóta. Núna hlakka ég til að koma fram.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki sungið í grunn- og framhaldsskóla, svarar hún: „Nei, Guð minn góður. Ég hefði aldrei getað gert það. Það verður allt að hafa sinn tíma. Mann langaði auðvitað alltaf að verða eins og þessar flottu söngdívur en mér fannst það óraunhæfur draumur.“Náttúrubarn „Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa alist upp í sveit og sæki margt í náttúruna. Lögin mín verða til í sólskála móður minnar. Það er svo fallegt útsýni frá honum sem gefur mér innblástur. Svo er ég með vinnuaðstöðu í Borgarnesi, í nýsköpunar- og frumkvöðlasetri sem heitir Hugheimar og þangað fer ég oft. Ég lifi í núinu og læt hlutina hafa sinn gang. Mér finnst óþarfi að stressa sig,“ segir þessa unga söngkona. Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Soffía Björg Óðinsdóttir, söngkona, laga- og textahöfundur, nýtur sín best heima í sveitinni þegar hún semur lögin sín. Fyrsta platan er væntanleg í byrjun sumars en Soffía Björg hefur undirbúið hana í heilt ár. Soffía Björg er ein átta systkina frá bænum Einarsnesi, rétt utan við Borgarnes. Tónlistin hefur ávallt verið ríkur þáttur á heimilinu og þessi stóri hópur kemur gjarnan saman, syngur og leikur tónlist. Móðir hennar er Björg Karitas Jónsdóttir sópransöngkona og amma er Soffía Karlsdóttir, leik- og söngkona. Faðir hennar, Óðinn Sigþórsson, grípur gjarnan í nikkuna, píanó og gítar. Þá er systir Soffíu, Kristín Birna, einnig söngkona. Það er því óhætt að segja að þetta sé tónelsk stórfjölskylda í Borgarfirðinum. „Ég held að það sé tónlist í okkur öllum systkinunum. Það er tónelskt fólk í báðum ættum,“ segir Soffía. „Það hefur alltaf verið líf og fjör á þessum bæ.“Soffía á sviði. Það tók hana langan tíma að þora að stíga á svið vegna feimni.Kristín JónsdóttirPlata í vinnsluSoffía er 29 ára og býr heima um þessar mundir eftir tíu ára búsetu í höfuðborginni. „Ég saknaði kyrrðarinnar í sveitinni á meðan ég bjó í borginni. Núna sakna ég stundum erilsins í Reykjavík,“ segir Soffía og bætir við að þægilega stutt sé að skjótast í bæinn, enda þarf hún oft að vera á ferðinni á milli. „Ég útskrifaðist í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Platan sem ég er að vinna er partur af lokaverkefni mínu þar,“ segir hún. „Mér fannst sóun að setja upp tónleika fyrir útskriftina og nýta þá ekkert frekar. Þess vegna ákvað ég að vinna efnið frekar með plötu í huga. Önnur lög á plötunni hef ég verið að flytja með hljómsveit minni.“ Þegar Soffía er beðin að útskýra eigin lög, svarar hún: „Þetta er þjóðlagapopptónlist en svolítil sveitatónlist líka. Með annarri hljómsveit, Brother Grass, hef ég leikið gömul Suðurríkjalög en sá stíll hentar mér mjög vel. Ég er svo melankólísk, lögin mín og textar eru lituð af því. Ég á annars erfitt með að skilgreina þessa tónlist en frá unga aldri hef ég alltaf litið upp til Erics Clapton. Ég var hugfangin að hljómfallinu og textunum í lögum hans. Ég held að fyrstu áhrifin séu frá honum komin. Með aldrinum hef ég farið um víðan völl í tónlistinni. Ég lærði á gítar fyrir fimm árum og hef þjálfast í gegnum lögin sem ég er að semja,“ útskýrir Soffía Björg. Tónelsk, feimin sveitastúlka Soffía Björg er alin upp í Borgarfirði og segist vera mikil sveitastúlka. „Mér líður einstaklega vel í sveitinni. Ég var orðin mjög þreytt á leigumarkaðnum í Reykjavík, mig langaði að skipta um umhverfi. Það var því dásamlegt að flytja aftur heim,“ segir hún. „Ég er mikil hestakona og nýt þess að vera í kringum hrossin. Fjölskyldan fór alltaf í árlega hestaferð og þá var gjarnan mikið sungið og leikið á hljóðfæri. Alltaf mikil gleði í slíkum ferðum. Ég segi oft að ég hafi alist upp á hestbaki,“ segir hún. Soffía Björg stundaði nám í fjölbrautaskólanum á Akranesi. Flutti síðan til Reykjavíkur til að vinna og kláraði skólann í fjarnámi.Úgáfutónleikar í New York á síðasta ári.DAVID BURLACU„Þá hóf ég nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Dagrúnu Hjaltadóttur óperusöngkonu. Þarna fetaði ég fyrstu sporin í tónlistarnámi og var alveg skíthrædd vegna feimni. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég færi þessa leið. Mamma hvatti mig hins vegar til að fara í söngnám til að ná úr mér feimninni. Þetta var eitthvað það erfiðasta sem ég hef gert. Ég titraði svo mikið á fyrstu prufunni að lappirnar gáfu sig bókstaflega,“ segir Soffía sem sótti síðan um inngöngu hjá FÍH og lærði þar djass- og blússöng. „Ég heillaðist mjög af blús,“ segir hún. Margt að gerast „Síðan komst ég inn á tónsmíðabraut í Listaháskólanum haustið 2011 undir handleiðslu Tryggva M. Baldvinssonar tónskálds. Eftir námið hef ég verið að spila og syngja með Brother Grass og við höfum haft heilmikið að gera. Ég hef meira og minna unnið við tónlist undanfarin ár og hef nýtt þekkingu mína til að útsetja lögin á væntanlegri plötu minni. Einnig samdi ég kórverk fyrir Dómkórinn í Reykjavík síðasta haust sem var einstaklega skemmtilegt. Það var flutt á tónlistardögum Dómkirkjunnar,“ segir Soffía. Síðasta sumar fór hún til New York og söng á útgáfutónleikum fyrir söngleikinn Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter sem var settur upp „off Broadway“. Þá lék hún sömuleiðis á Reykjavík Folk-festival. „Í fyrra kom ég fram á Aldrei fór ég suður og aftur núna sem bakraddarsöngkona með Boogie Trouble. Það var alveg gífurlega gaman, mikið dansað,“ útskýrir hún. „Núna 2. maí verð ég með tónleika í Mengi á Óðinsgötu en systir mín, Sigríður Þóra, sem er listakona verður með vídeóverk sem verður varpað á vegg staðarins. Síðar í maí kem ég fram á hátíðinni Saga-Fest á Stokkseyri.“Soffíu líður best í sveitinni heima. Hún er alin upp í Borgarfirði og stendur hér fyrir utan bæinn.Spennandi dagar Soffía kom fram á barnamenningarhátíðinni í Hörpu í vikunni. Þar söng hún lög í Upptaktinum, tónsmíðakeppni krakka. „Ég fékk í hendur dásamleg lög frá börnum og þetta var svo skemmtilegt. Um helgina ætla ég að spila fyrir hóp í Borgarfirði. Mæti með gítarinn og syng skemmtilega blöndu fyrir fólkið,“ segir hún. Soffía hefur sungið heilmikið í heimabyggð. Brother Grass hefur til dæmis oft verið með tónleika í Landnámssetrinu. Einnig hefur hún haldið tónleika með systur sinni, Kristínu Birnu. Þá hafa þær komið fram á þorrablótum við góðar undirtektir. Systurnar voru sömuleiðis með tónleika á Rósenberg um síðustu jól svo þær hafa unnið talsvert saman. „Tónlistin er svo fjölbreytt að maður getur gert alls konar,“ segir Soffía. „Það er allt að gerast í tónlistinni hjá mér. Þetta er ótrúlega spennandi og ég fæ fiðring fyrir hvert einasta gigg. Ég gæti ekki hugsað mér að vinna við neitt nema tónlist þrátt fyrir að þetta sé hark og óvissa.“ Soffía Björg segir að hún sé að mestu búin að ná úr sér feimninni. „Það tók alveg nokkur ár að sættast við að standa á sviði, láta mér líða vel og njóta. Núna hlakka ég til að koma fram.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki sungið í grunn- og framhaldsskóla, svarar hún: „Nei, Guð minn góður. Ég hefði aldrei getað gert það. Það verður allt að hafa sinn tíma. Mann langaði auðvitað alltaf að verða eins og þessar flottu söngdívur en mér fannst það óraunhæfur draumur.“Náttúrubarn „Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa alist upp í sveit og sæki margt í náttúruna. Lögin mín verða til í sólskála móður minnar. Það er svo fallegt útsýni frá honum sem gefur mér innblástur. Svo er ég með vinnuaðstöðu í Borgarnesi, í nýsköpunar- og frumkvöðlasetri sem heitir Hugheimar og þangað fer ég oft. Ég lifi í núinu og læt hlutina hafa sinn gang. Mér finnst óþarfi að stressa sig,“ segir þessa unga söngkona.
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira