Að vera maður sjálfur Jón Gnarr skrifar 25. apríl 2015 08:00 Síðustu vikur hef ég unnið hörðum höndum við að ljúka þriðju og síðustu bókinni í æskuminninga-ritröð minni. Fyrsta bókin var Indjáninn, önnur Sjóræninginn. Bókin sem ég skrifa núna heitir Útlaginn. Verkefnið hefur heltekið huga minn. Ég get ekki hugsað um annað. Ég ýti öllu til hliðar til að geta skrifað og þessi bók er orðin einsog fíkn. Ég byrjaði rólega, það byrjaði einsog hálfgert fikt. Smátt og smátt varð hún fyrirferðarmeiri. Nú er svo komið að hún tekur umþaðbil 85% af allri heilastarfsemi minni. Ég er orðinn þræll þessarar bókar. Mér þykir það leitt en þannig er það. Ég ræð ekki ferðinni, það er ekki einhver “‘Ég” sem er að skrifa, heldur er bókin einungis að nota mig til að skrifa sig. Ég er ekki að skrifa mér til ánægju heldur til að slá á þá vanlíðan sem byggist upp innra með mér þegar ég er ekki að skrifa, soldið einsog alkohólisti sem drekkur, ekki sér til ánægju heldur til að deyfa vanlíðan. Þegar ég var lítill átti ég mér fyrirmyndir í rithöfundum. Ég leit upp til manna einsog Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness og langaði til að verða einsog þeir þegar ég yrði stór. Ég fann til meiri tengingar við Þórberg því hann skrifaði um sjálfan sig og eigin ævintýri en skáldaði lítið. Ég gat ekki skrifað, en ég átti auðvelt með að tala. Ég hafði ljóta rithönd. Ég var lélegur í stafsetningu og vissi ekki hvernig stafirnir áttu að snúa. Ég gat ekki einu sinni munað hvernig minn eiginn stafur, Joð, átti að snúa, þannig að ég snéri honum bara til skiptis, rétt og öfugt. Ég skammaðist mín fyrir það sem ég skrifaði og henti því. Það átti greinilega ekki fyrir mér að liggja að verða rithöfundur.Ég skrifaði í skýin Standöppið varð minn bjargvættur. Þar þvældist þetta ekki fyrir mér. Þegar ég talaði var ég frjáls frá öllum þessum flóknu stafsetningar- og málfræðireglum. Ég gat talað þessa góðu og skemmtilegu íslensku sem mér var fyrirmunað að skrifa. Ég skrifaði í skýin. Ég var fyndinn, ég vissi það. Mér fannst gaman að fara á flug og blaðra á sviði. Ég naut mín. Og aðrir höfðu gaman af því. Ég hafði vald á þessu formi. Ég þurfti ekki að hafa fyrir gríninu, það var hluti af mér sjálfum einsog meðfæddur hæfileiki. Grínið leiddi mig útí leiklistina. Það gerðist óvart. Mér datt margt sniðugt í hug. Besta leiðin til að framkvæma það var að gera það sjálfur. Það var líka ódýrara. Ég lék í sjónvarpsþáttum, bíómyndum og auglýsingum. Ég lék á sviði. Ég framfleytti mér með leiklist. En ég var ekki alvöru leikari. Ég hafði aldrei lært leiklist og var hálfgerður utangarðsmaður meðal leikara. En með því að leika öðlaðist ég smám saman starfsréttindi og viðurkenningu. Á endanum var ég tekinn inní Félag íslenskra leikara og hef fulla starfsviðurkenningu sem slíkur. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég fékk atvinnuleyfi í Bandaríkjunum er vegna þeirra fjölda Edduverðlauna sem ég hef unnið til á mínum ferli. Ég er viðurkenndur af Bandaríska leikarafélaginu. Ég er samt ekki alvöru leikari, meira einsog boðflenna sem neitaði að fara.Enn eitt hlutverkið Úr leiklistinni hélt ég í stjórnmálin. Ég fékk hugmynd og hrinti henni í framkvæmd. Besti flokkurinn hafði engan stofnkostnað, fékk engin framlög og byggðist á sjálfboðavinnu. Enn og aftur var ég að reyna að gera eitthvað sjálfum mér og öðrum til ánægju. Hugmyndin vatt uppá sig og fyrren varði var ég orðinn borgarstjóri í Reykjavík og hafði tekið fullt af fólki með mér. Ég var allt í einu orðinn einn áhrifamesti stjórnmálamaður á Íslandi. Ég hef aldrei séð mig sem stjórnmálamann. Mér finnst ég ekki vera stjórnmálamaður. Ég var bara boðflenna. Ég hefði getað haldið áfram í stjórnmálum og átt farsælan frama en mig langaði ekki til þess. Og nú er ég kominn í enn eitt hlutverkið. Ég er orðinn rithöfundur, það sem ég óskaði mér að verða fyrir 40 árum. Nú ferðast ég um heiminn og kynni og árita bækur sem ég er alltíeinu búinn að skrifa. En mér finnst ég ekki vera alvöru rithöfundur. Þeir eru öðruvísi en ég. Ég er ekki rithöfundur frekar en ég var leikari eða stjórnmálamaður. Kannski er það með þetta einsog svo margt annað, um leið og eitthvað er ekki til þá verður það raunverulegt einsog eilífðin sem er ekki endalaus tími heldur ástand án tíma. Og myrkrið verður til þar sem ekki er ljós. Ég hlakka óskaplega mikið til að koma heim til Íslands í birtuna og ilinn frá fólkinu mínu sem talar þetta sama tungumál og ég. Það skiptir kannski engu máli hvort ég er leikari, stjórnmálaspekingur eða rithöfundur ef ég er áfram ég sjálfur. Og ef maður er með það á hreinu þá getur maður verið hvað sem er. Ég óska öllum gleðilegs sumars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Síðustu vikur hef ég unnið hörðum höndum við að ljúka þriðju og síðustu bókinni í æskuminninga-ritröð minni. Fyrsta bókin var Indjáninn, önnur Sjóræninginn. Bókin sem ég skrifa núna heitir Útlaginn. Verkefnið hefur heltekið huga minn. Ég get ekki hugsað um annað. Ég ýti öllu til hliðar til að geta skrifað og þessi bók er orðin einsog fíkn. Ég byrjaði rólega, það byrjaði einsog hálfgert fikt. Smátt og smátt varð hún fyrirferðarmeiri. Nú er svo komið að hún tekur umþaðbil 85% af allri heilastarfsemi minni. Ég er orðinn þræll þessarar bókar. Mér þykir það leitt en þannig er það. Ég ræð ekki ferðinni, það er ekki einhver “‘Ég” sem er að skrifa, heldur er bókin einungis að nota mig til að skrifa sig. Ég er ekki að skrifa mér til ánægju heldur til að slá á þá vanlíðan sem byggist upp innra með mér þegar ég er ekki að skrifa, soldið einsog alkohólisti sem drekkur, ekki sér til ánægju heldur til að deyfa vanlíðan. Þegar ég var lítill átti ég mér fyrirmyndir í rithöfundum. Ég leit upp til manna einsog Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness og langaði til að verða einsog þeir þegar ég yrði stór. Ég fann til meiri tengingar við Þórberg því hann skrifaði um sjálfan sig og eigin ævintýri en skáldaði lítið. Ég gat ekki skrifað, en ég átti auðvelt með að tala. Ég hafði ljóta rithönd. Ég var lélegur í stafsetningu og vissi ekki hvernig stafirnir áttu að snúa. Ég gat ekki einu sinni munað hvernig minn eiginn stafur, Joð, átti að snúa, þannig að ég snéri honum bara til skiptis, rétt og öfugt. Ég skammaðist mín fyrir það sem ég skrifaði og henti því. Það átti greinilega ekki fyrir mér að liggja að verða rithöfundur.Ég skrifaði í skýin Standöppið varð minn bjargvættur. Þar þvældist þetta ekki fyrir mér. Þegar ég talaði var ég frjáls frá öllum þessum flóknu stafsetningar- og málfræðireglum. Ég gat talað þessa góðu og skemmtilegu íslensku sem mér var fyrirmunað að skrifa. Ég skrifaði í skýin. Ég var fyndinn, ég vissi það. Mér fannst gaman að fara á flug og blaðra á sviði. Ég naut mín. Og aðrir höfðu gaman af því. Ég hafði vald á þessu formi. Ég þurfti ekki að hafa fyrir gríninu, það var hluti af mér sjálfum einsog meðfæddur hæfileiki. Grínið leiddi mig útí leiklistina. Það gerðist óvart. Mér datt margt sniðugt í hug. Besta leiðin til að framkvæma það var að gera það sjálfur. Það var líka ódýrara. Ég lék í sjónvarpsþáttum, bíómyndum og auglýsingum. Ég lék á sviði. Ég framfleytti mér með leiklist. En ég var ekki alvöru leikari. Ég hafði aldrei lært leiklist og var hálfgerður utangarðsmaður meðal leikara. En með því að leika öðlaðist ég smám saman starfsréttindi og viðurkenningu. Á endanum var ég tekinn inní Félag íslenskra leikara og hef fulla starfsviðurkenningu sem slíkur. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég fékk atvinnuleyfi í Bandaríkjunum er vegna þeirra fjölda Edduverðlauna sem ég hef unnið til á mínum ferli. Ég er viðurkenndur af Bandaríska leikarafélaginu. Ég er samt ekki alvöru leikari, meira einsog boðflenna sem neitaði að fara.Enn eitt hlutverkið Úr leiklistinni hélt ég í stjórnmálin. Ég fékk hugmynd og hrinti henni í framkvæmd. Besti flokkurinn hafði engan stofnkostnað, fékk engin framlög og byggðist á sjálfboðavinnu. Enn og aftur var ég að reyna að gera eitthvað sjálfum mér og öðrum til ánægju. Hugmyndin vatt uppá sig og fyrren varði var ég orðinn borgarstjóri í Reykjavík og hafði tekið fullt af fólki með mér. Ég var allt í einu orðinn einn áhrifamesti stjórnmálamaður á Íslandi. Ég hef aldrei séð mig sem stjórnmálamann. Mér finnst ég ekki vera stjórnmálamaður. Ég var bara boðflenna. Ég hefði getað haldið áfram í stjórnmálum og átt farsælan frama en mig langaði ekki til þess. Og nú er ég kominn í enn eitt hlutverkið. Ég er orðinn rithöfundur, það sem ég óskaði mér að verða fyrir 40 árum. Nú ferðast ég um heiminn og kynni og árita bækur sem ég er alltíeinu búinn að skrifa. En mér finnst ég ekki vera alvöru rithöfundur. Þeir eru öðruvísi en ég. Ég er ekki rithöfundur frekar en ég var leikari eða stjórnmálamaður. Kannski er það með þetta einsog svo margt annað, um leið og eitthvað er ekki til þá verður það raunverulegt einsog eilífðin sem er ekki endalaus tími heldur ástand án tíma. Og myrkrið verður til þar sem ekki er ljós. Ég hlakka óskaplega mikið til að koma heim til Íslands í birtuna og ilinn frá fólkinu mínu sem talar þetta sama tungumál og ég. Það skiptir kannski engu máli hvort ég er leikari, stjórnmálaspekingur eða rithöfundur ef ég er áfram ég sjálfur. Og ef maður er með það á hreinu þá getur maður verið hvað sem er. Ég óska öllum gleðilegs sumars.