Varð hræddust á ævinni í IKEA Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2015 11:30 "Ég reyni að læra af öllu sem ég lendi í og upplifi en ég er kannski ekki nógu mikill nörd,“ segir Sigríður Ingibjörg. Vísir/Ernir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur langar að gera landið og líf fólks betra. Hún hefur farið höndum um forna skinnskó, perlur og mannabein. Vildi gjarnan vera útivistartýpa í raun, ekki bara í dagdraumum, og dans hennar er fegurri en nokkur tangó. Hvað finnst þér best við embætti alþingismannsins? Ég held að flestir sem setjast á Alþingi geri það af góðum ásetningi. Við viljum hafa góð áhrif á samfélagið, gera gagn, byggja upp og bæta. Þetta er kannski skrítið að segja þegar svona léleg ríkisstjórn hefur komist til valda en þetta er samt í meginatriðum satt. Mig langar til að gera landið betra og líf fólks betra og það besta við starfið er að fá tækifæri til þess. Og svo kannski hitt, að Alþingi er góður skóli, maður lærir hvernig hlutirnir hanga saman og samfélagið virkar. En verst? Mér finnst verst að við erum ekki að gera hlutina nógu vel.Er eitthvað sérstakt úr reynslubankanum sem nýtist þér vel í starfinu? Ég reyni að læra af öllu sem ég lendi í og upplifi en ég er kannski ekki nógu mikill nörd. Ég er þakklát fyrir að hafa verið í sagnfræði og hagfræði, það hjálpar þegar maður þarf að reyna að skilja flókna hluti. Ég reyni að læra af alls konar rugli í lífinu líka og veit að maður er ótrúlega ófullkominn. Í pólitík lærði ég mikið af Kvennalistanum og öllum þessum snillingum sem ég hef starfað með í alls konar aðstæðum. Reynsla er alveg einstaklega teygjanlegt hugtak. Hvernig nærir þú þig helst andlega? Mér finnst gott að vera með öðru fólki. Að vera jafnaðarmanneskja er ekki síst fólgið í því að virða skoðanir og sjónarmið annarra í fúlustu alvöru – og hafa gaman af því.Ertu göngukona? Nei. Ég fer í sund og einstöku sinnum út með Lubba og Birgi. Mér finnst gott að vera úti og ég vildi að ég væri útivistartýpa í raun en ekki bara í dagdraumum. Finnst þér gaman að dansa? Já. Ég dansa það sem ungt fólk með takmarkaða dansreynslu kallar „miðaldra dans“, set stút á munninn, sletti í góm og sveifla höndum frjálslega, ásamt lostafullu mjaðmadilli. Dans minn er fegurri en nokkur tangó.Rómó Með Birgi í New York haustið 2013.Hefurðu komið í torfbæ? Já já, og klaustur og göng, ofan í sýruker og grafir frá söguöld. Ég gróf eftir fornleifum á sumrin þegar ég var í sagnfræðinni, þannig að ég hef skafið innan ótal torfbæi. Í Viðey gróf ég það sem er líklega sjálft Viðeyjarklaustur, undir stjórn Margrétar Hallgrímsdóttur, og baksaði jöfnum höndum við forna skinnskó, perlur, kamba og mannabein. Svo er auðvitað Glaumbær í Skagafirði í uppáhaldi. Hvert er leiðinlegasta húsverkið að þínu mati? Ég skammast mín fyrir það, en mér leiðast öll húsverk. Þetta bitnar talsvert á manninum mínum en minna á börnunum, því börn hafa svo mikla aðlögunarhæfni. Ég geri þetta, og við hjálpumst að, en það er af skyldurækni og fórnfýsi fremur en áhuga. Ryksugur eru háværar, skúringafötur blautar og hárugar, uppvaskið er alltaf leiðinlegra en máltíðin. Börnin eru hrein og nærð og það er í forgangi. Hvert vildir þú helst ferðast? Við fjölskyldan erum að leggja drög að hringferð í sumar og ég get ekki beðið eftir að renna úr hlaði. Ég hef ferðast víða en á þó ansi marga heimshluta eftir. Efst á óskalistanum núna eru Istanbúl og Japan. Helst vildi ég geta heimsótt Stokkhólm og New York á hverju ári.Í kosningabaráttu vorið 2013. Sigríður Ingibjörg með Jakob, Davíð og Hönnu Sigþrúði á ferðalagi í Kaupmannahöfn sumarið 2008. Með Birgi í New York haustið 2013. Sigríður Ingibjörg og Hanna Sigþrúður í Flatey sumarið 2014.Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Ó, það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi. En verði ég að velja einn þá vel ég Kirkjubæjarklaustur og svæðið í kring. Veit ekki af hverju, bara svo fullkomið. Þingvellir eru líka í uppáhaldi og það þarf ég örugglega ekki að útskýra fyrir neinum. Svo er náttúrulega enginn staður fegurri en góður leikskóli. Hefurðu lent í lífsháska eða annarri dramatískri reynslu? Ég hef í rauninni aldrei lent í meiri lífsháska en þeim sem fylgir lífinu: að eignast og eiga börn og ala þau upp, reyna að ráða við sjálfa mig, eignast fólk og missa. Það eru allir í lífsháska meira og minna. Hræddust varð ég á ævinni í IKEA í Uppsala, þegar byssumenn stormuðu með látum inn í rúmadeildina þar sem ég var að spá í uppfærslu á 10 sentimetra dýnubleðli. Ég fraus, og mátti þakka fyrir að hafa ekki einu sinni getað leitað skjóls undir tvíbreiðu rúmi á sanngjörnu verði, því þetta voru bara einhver strákapör. Alþingi Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur langar að gera landið og líf fólks betra. Hún hefur farið höndum um forna skinnskó, perlur og mannabein. Vildi gjarnan vera útivistartýpa í raun, ekki bara í dagdraumum, og dans hennar er fegurri en nokkur tangó. Hvað finnst þér best við embætti alþingismannsins? Ég held að flestir sem setjast á Alþingi geri það af góðum ásetningi. Við viljum hafa góð áhrif á samfélagið, gera gagn, byggja upp og bæta. Þetta er kannski skrítið að segja þegar svona léleg ríkisstjórn hefur komist til valda en þetta er samt í meginatriðum satt. Mig langar til að gera landið betra og líf fólks betra og það besta við starfið er að fá tækifæri til þess. Og svo kannski hitt, að Alþingi er góður skóli, maður lærir hvernig hlutirnir hanga saman og samfélagið virkar. En verst? Mér finnst verst að við erum ekki að gera hlutina nógu vel.Er eitthvað sérstakt úr reynslubankanum sem nýtist þér vel í starfinu? Ég reyni að læra af öllu sem ég lendi í og upplifi en ég er kannski ekki nógu mikill nörd. Ég er þakklát fyrir að hafa verið í sagnfræði og hagfræði, það hjálpar þegar maður þarf að reyna að skilja flókna hluti. Ég reyni að læra af alls konar rugli í lífinu líka og veit að maður er ótrúlega ófullkominn. Í pólitík lærði ég mikið af Kvennalistanum og öllum þessum snillingum sem ég hef starfað með í alls konar aðstæðum. Reynsla er alveg einstaklega teygjanlegt hugtak. Hvernig nærir þú þig helst andlega? Mér finnst gott að vera með öðru fólki. Að vera jafnaðarmanneskja er ekki síst fólgið í því að virða skoðanir og sjónarmið annarra í fúlustu alvöru – og hafa gaman af því.Ertu göngukona? Nei. Ég fer í sund og einstöku sinnum út með Lubba og Birgi. Mér finnst gott að vera úti og ég vildi að ég væri útivistartýpa í raun en ekki bara í dagdraumum. Finnst þér gaman að dansa? Já. Ég dansa það sem ungt fólk með takmarkaða dansreynslu kallar „miðaldra dans“, set stút á munninn, sletti í góm og sveifla höndum frjálslega, ásamt lostafullu mjaðmadilli. Dans minn er fegurri en nokkur tangó.Rómó Með Birgi í New York haustið 2013.Hefurðu komið í torfbæ? Já já, og klaustur og göng, ofan í sýruker og grafir frá söguöld. Ég gróf eftir fornleifum á sumrin þegar ég var í sagnfræðinni, þannig að ég hef skafið innan ótal torfbæi. Í Viðey gróf ég það sem er líklega sjálft Viðeyjarklaustur, undir stjórn Margrétar Hallgrímsdóttur, og baksaði jöfnum höndum við forna skinnskó, perlur, kamba og mannabein. Svo er auðvitað Glaumbær í Skagafirði í uppáhaldi. Hvert er leiðinlegasta húsverkið að þínu mati? Ég skammast mín fyrir það, en mér leiðast öll húsverk. Þetta bitnar talsvert á manninum mínum en minna á börnunum, því börn hafa svo mikla aðlögunarhæfni. Ég geri þetta, og við hjálpumst að, en það er af skyldurækni og fórnfýsi fremur en áhuga. Ryksugur eru háværar, skúringafötur blautar og hárugar, uppvaskið er alltaf leiðinlegra en máltíðin. Börnin eru hrein og nærð og það er í forgangi. Hvert vildir þú helst ferðast? Við fjölskyldan erum að leggja drög að hringferð í sumar og ég get ekki beðið eftir að renna úr hlaði. Ég hef ferðast víða en á þó ansi marga heimshluta eftir. Efst á óskalistanum núna eru Istanbúl og Japan. Helst vildi ég geta heimsótt Stokkhólm og New York á hverju ári.Í kosningabaráttu vorið 2013. Sigríður Ingibjörg með Jakob, Davíð og Hönnu Sigþrúði á ferðalagi í Kaupmannahöfn sumarið 2008. Með Birgi í New York haustið 2013. Sigríður Ingibjörg og Hanna Sigþrúður í Flatey sumarið 2014.Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Ó, það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi. En verði ég að velja einn þá vel ég Kirkjubæjarklaustur og svæðið í kring. Veit ekki af hverju, bara svo fullkomið. Þingvellir eru líka í uppáhaldi og það þarf ég örugglega ekki að útskýra fyrir neinum. Svo er náttúrulega enginn staður fegurri en góður leikskóli. Hefurðu lent í lífsháska eða annarri dramatískri reynslu? Ég hef í rauninni aldrei lent í meiri lífsháska en þeim sem fylgir lífinu: að eignast og eiga börn og ala þau upp, reyna að ráða við sjálfa mig, eignast fólk og missa. Það eru allir í lífsháska meira og minna. Hræddust varð ég á ævinni í IKEA í Uppsala, þegar byssumenn stormuðu með látum inn í rúmadeildina þar sem ég var að spá í uppfærslu á 10 sentimetra dýnubleðli. Ég fraus, og mátti þakka fyrir að hafa ekki einu sinni getað leitað skjóls undir tvíbreiðu rúmi á sanngjörnu verði, því þetta voru bara einhver strákapör.
Alþingi Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira