Fjórum íslenskum útgáfum fagnað í tónlistarveislu í Iðnó Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 21:03 Fimm íslenskir listamenn flytja ný verk sín á tónleikum í Iðnó á fimmtudag. Samsett Á fimmtudag verður blásið til tónlistarveislu í Iðnó til að fagna fjórum nýjum íslenskum útgáfum. Á tónleikunum koma fram Pan Thorarensen og flytur nýtt verk sitt Ljóstillífun, hljómsveitin Hekla sem flytur nýja breiðskífu sína Turnar, Jóhannes Pálmason sem flytur plötu sína Í formi Úlfs. Síðast en ekki seint eru það Unfiled sem er samstarf Atla Bollasonar og Guðmundar Úlfarssonar. Ljóstillífun er nýjasta verkefni tónlistarmannsins og hljóðlistamannsins Pan Thorarensen. Hann segir verkið fjölþætta tónlistar- og hljóðrýmisútgáfa sem spanni mörk raftónlistar, náttúruhljóðs, hugleiðslulistar og tilraunakenndrar hljóðsköpunar. Pan segir nýtt verk sitt, Ljóstillífun, byggja á tengingu við náttúruna en í verkefni notar hann upptökur úr náttúrunni sjálfri. Aðsend „Verkefnið byggir á djúpri tengingu við náttúru Íslands og þá sérstaklega flóru landsins, kyrrðina og þann dulúðuga kraft sem býr í íslensku landslagi. Titill verksins, Ljóstillífun, vísar til hins ósýnilega og lífsgefandi ferlis sem á sér stað í náttúrunni, áknmynd um sköpun, umbreytingu og lífskraft.“ Við gerð verksins nýtti Pan náttúruleg hljóð sem hann safnaði með sérhæfðum hljóðnemum út um allt land. Þessar hljóðupptökur, vindur í lyngmó, dropi á laufblaði, dynur í hrauninu, eru grunneiningar í verkinu. „Þær eru ekki eingöngu notaðar sem bakgrunnshljóð heldur eru þær fléttaðar inn í sjálfa tónlistina og umbreyttar með rafrænni hljóðhönnun, hljóðgervlum, modularkerfum og handgerðum rafhljóðfærum,“ segir Pan. Hekla gefur út sína þriðju breiðskífu. Aðsend Turnar er þriðja breiðskífa. Á plötunni bætir hún við sellói, rödd og kirkjuorgeli sem framkalla einstaka töfra, Platan var að hluta til tekin upp í, og nefnd eftir, miðalda kastalaturni í dreifbýli Frakklands og áhrifin leyna sér ekki. Fyrsta platan af þremur Í formi úlfs er fyrsta platan af þremur sem er byggð á bókinni „A Little Girl Dreams of Taking the Veil“ eftir Max Ernst. Í lýsingu um plötuna segir að notast hafi verið við myndefni og setningar úr bókinni og þær túlkaðar í tónlist. Jóhannes Pálmason gefur nú út plötuna Í formi úlfs. Aðsend „Tónlistin fékk að flæða frítt fram og fengu hljóðfæraleikarar opið rými til spuna. Til að ná fram ýmsum blæbrigðum í túlkun minni á textunum, sem ég lagði til grundvallar, þá leitaði ég uppi umhverfishljóð, svo sem rennandi vatn í náttúrunni, íshelli sem brotnar undan fæti og andrúmsloftið að næturlagi. Einnig vildi ég ná fram drungalegum og ævintýrilegum heimi, sem ber mikið á í myndlist Max Ernsts, meðal annars með því að blanda saman martraðarlegri tónlist og hvíslandi barnsröddum,“ segir Jóhannes um verkið í tilkynningu. Eins og kom fram að ofan er Í formi úlfs fyrsta verkið af þremur. Hin verkin verða Stund uglunnar og það þriðja Krákustígur. Fyrsta breiðskífan Unfiled er samstarfsverkefni þeirra Atla Bollasonar og Guðmundar Úlfarssonar. Þeir hófu samstarf árið 2019 með röð tilraunakenndra sjónleika í Mengi og senda nú frá sér sína fyrstu breiðskífu sína, samnefnda sveitinni, sem er að mestu leyti samin í Łódź í Póllandi. Guðmundur Úlfarsson og Atli Bollason gefa saman út sína fyrstu breiðskífu sem Unfiled. Aðsend Í tilkynningu segir að tónlistin og myndheimurinn sæki innblástur í sögu borgarinnar, sem breyttist á fáum áratugum frá smáþorpi í næststærstu borg Póllands. „Frá falli Sovétríkjanna hefur íbúafjöldinn hins vegar dregist verulega saman og í dag er Łódź eins konar austur-evrópsk Detroit, full af yfirgefnum iðngörðum og íbúðarkjörnum sem fengu að grotna niður í áratugi. Draugar borgarinnar ganga aftur í depurð tónlistarinnar, yfirgengilegum hávaða og glymjandi málmkenndum töktum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á Tix.is. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Ljóstillífun er nýjasta verkefni tónlistarmannsins og hljóðlistamannsins Pan Thorarensen. Hann segir verkið fjölþætta tónlistar- og hljóðrýmisútgáfa sem spanni mörk raftónlistar, náttúruhljóðs, hugleiðslulistar og tilraunakenndrar hljóðsköpunar. Pan segir nýtt verk sitt, Ljóstillífun, byggja á tengingu við náttúruna en í verkefni notar hann upptökur úr náttúrunni sjálfri. Aðsend „Verkefnið byggir á djúpri tengingu við náttúru Íslands og þá sérstaklega flóru landsins, kyrrðina og þann dulúðuga kraft sem býr í íslensku landslagi. Titill verksins, Ljóstillífun, vísar til hins ósýnilega og lífsgefandi ferlis sem á sér stað í náttúrunni, áknmynd um sköpun, umbreytingu og lífskraft.“ Við gerð verksins nýtti Pan náttúruleg hljóð sem hann safnaði með sérhæfðum hljóðnemum út um allt land. Þessar hljóðupptökur, vindur í lyngmó, dropi á laufblaði, dynur í hrauninu, eru grunneiningar í verkinu. „Þær eru ekki eingöngu notaðar sem bakgrunnshljóð heldur eru þær fléttaðar inn í sjálfa tónlistina og umbreyttar með rafrænni hljóðhönnun, hljóðgervlum, modularkerfum og handgerðum rafhljóðfærum,“ segir Pan. Hekla gefur út sína þriðju breiðskífu. Aðsend Turnar er þriðja breiðskífa. Á plötunni bætir hún við sellói, rödd og kirkjuorgeli sem framkalla einstaka töfra, Platan var að hluta til tekin upp í, og nefnd eftir, miðalda kastalaturni í dreifbýli Frakklands og áhrifin leyna sér ekki. Fyrsta platan af þremur Í formi úlfs er fyrsta platan af þremur sem er byggð á bókinni „A Little Girl Dreams of Taking the Veil“ eftir Max Ernst. Í lýsingu um plötuna segir að notast hafi verið við myndefni og setningar úr bókinni og þær túlkaðar í tónlist. Jóhannes Pálmason gefur nú út plötuna Í formi úlfs. Aðsend „Tónlistin fékk að flæða frítt fram og fengu hljóðfæraleikarar opið rými til spuna. Til að ná fram ýmsum blæbrigðum í túlkun minni á textunum, sem ég lagði til grundvallar, þá leitaði ég uppi umhverfishljóð, svo sem rennandi vatn í náttúrunni, íshelli sem brotnar undan fæti og andrúmsloftið að næturlagi. Einnig vildi ég ná fram drungalegum og ævintýrilegum heimi, sem ber mikið á í myndlist Max Ernsts, meðal annars með því að blanda saman martraðarlegri tónlist og hvíslandi barnsröddum,“ segir Jóhannes um verkið í tilkynningu. Eins og kom fram að ofan er Í formi úlfs fyrsta verkið af þremur. Hin verkin verða Stund uglunnar og það þriðja Krákustígur. Fyrsta breiðskífan Unfiled er samstarfsverkefni þeirra Atla Bollasonar og Guðmundar Úlfarssonar. Þeir hófu samstarf árið 2019 með röð tilraunakenndra sjónleika í Mengi og senda nú frá sér sína fyrstu breiðskífu sína, samnefnda sveitinni, sem er að mestu leyti samin í Łódź í Póllandi. Guðmundur Úlfarsson og Atli Bollason gefa saman út sína fyrstu breiðskífu sem Unfiled. Aðsend Í tilkynningu segir að tónlistin og myndheimurinn sæki innblástur í sögu borgarinnar, sem breyttist á fáum áratugum frá smáþorpi í næststærstu borg Póllands. „Frá falli Sovétríkjanna hefur íbúafjöldinn hins vegar dregist verulega saman og í dag er Łódź eins konar austur-evrópsk Detroit, full af yfirgefnum iðngörðum og íbúðarkjörnum sem fengu að grotna niður í áratugi. Draugar borgarinnar ganga aftur í depurð tónlistarinnar, yfirgengilegum hávaða og glymjandi málmkenndum töktum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á Tix.is.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira