Litlir kassar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar eru skorpuþjóð, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um að hópur fólks sem fyrir tilviljun tilheyrir einni þjóð hafi eitthvert einkenni. Reyndar má velta því fyrir sér hvort hægt sé að tala um þjóðir yfirhöfuð, en það er allt önnur umræða. En, sumsé, Íslendingar eru skorpuþjóð sem lætur það nokkuð vel að ráðast á verkefnin í akkorði og rubba þeim af. Að setjast yfir málin af yfirvegun og skipuleggja fram í tímann, vega og meta þörf og nauðsyn, framboð og eftirspurn, það virðist ekki vera sterkasti þátturinn í fari innbyggjara þessarar eyju. Skuttogara í hvern fjörð, var einu sinni kosningaslagorð, sem reyndar var snúið út úr og slíkt tæki heimtað á hvert heimili. Það skilaði sér í algjörri offjárfestingu á skuttogurum. Minkabúin. Fiskeldið. Útleiga heimila fyrir ferðamenn. Hótelbyggingar. Við erum dálítið allt eða ekkert fólk, í ökkla eða eyra. Skorpuþjóð. Þessa hefur glögglega séð stað í nýbyggingum. Annaðhvort byggjum við eins og vindurinn, eða lítið sem ekkert er byggt. Þessu er lýst nokkuð vel í þróunaráætlun með svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en þar er talað um hve sveiflukenndur íbúðamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er. „Þar eru djúpar sveiflur á milli skorts á íbúðum og offramboðs. Þegar skortur er mikill myndast þrýstingur á alla aðila sem koma að húsnæðismarkaðnum og í kjölfarið hefst uppbyggingarskeið sem endar með offramboði. Í kjölfar offramboðs hægir mjög á byggingu nýrra íbúða.“ Það sjá það allir að hér er ekki lýst heilbrigðum markaði þar sem byggt er af forsjá, heldur er kappið boðorð dagsins. Byggja, byggja þar til markaðurinn er svo mettaður að ekkert selst lengur og þá er farið í pásu um nokkra hríð þar til skortur myndast og þá eru kranarnir reistir á ný. Til að bæta gráu ofan á svart eru ekki til almennileg gögn um fjölda þeirra íbúða sem eru í byggingu hverju sinni. Þörfin er þekkt; um síðustu áramót vantaði um 1.250 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og það þarf að byggja um 1.700 nýjar íbúðir á hverju ári til að halda í við mannfjölgun. Þegar kemur að framboðinu vandast málið hins vegar. Engin opinber gögn eru til um fjölda íbúða í byggingu. Samtök iðnaðarins hafa stundað það árum saman að aka um og telja íbúðir í byggingu. Þannig myndast þau gögn sem helst er stólað á í þessum efnum. Og eins og Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna, benti á í Fréttablaðinu á föstudag eru þetta gríðarlega mikilvægar upplýsingar sem skipta þjóðfélagið allt miklu máli. Það á við um húseigendur, leigjendur, verktaka, lánastofnanir og sveitarfélögin í þeirra skipulagsvinnu. Þá skiptir fjöldi íbúða í byggingu líka máli þegar kemur að öllum hagspám, nokkuð sem ber að taka alvarlega. Nú hillir undir að sveitarfélögin ætli að taka málið alvarlega, því samhliða svæðisskipulagsvinnunni verður komið á fót upplýsingabrunni er lýtur að skipulaginu. Það er hins vegar fráleitt að Fasteignaskrá eða álíka stofnun hafi ekki á reiðum höndum tölur um fjölda íbúða í byggingu hverju sinni. Íbúðir eru nefnilega ekki bara litlir kassar á lækjarbakka sem nóg er að telja reglulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar eru skorpuþjóð, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um að hópur fólks sem fyrir tilviljun tilheyrir einni þjóð hafi eitthvert einkenni. Reyndar má velta því fyrir sér hvort hægt sé að tala um þjóðir yfirhöfuð, en það er allt önnur umræða. En, sumsé, Íslendingar eru skorpuþjóð sem lætur það nokkuð vel að ráðast á verkefnin í akkorði og rubba þeim af. Að setjast yfir málin af yfirvegun og skipuleggja fram í tímann, vega og meta þörf og nauðsyn, framboð og eftirspurn, það virðist ekki vera sterkasti þátturinn í fari innbyggjara þessarar eyju. Skuttogara í hvern fjörð, var einu sinni kosningaslagorð, sem reyndar var snúið út úr og slíkt tæki heimtað á hvert heimili. Það skilaði sér í algjörri offjárfestingu á skuttogurum. Minkabúin. Fiskeldið. Útleiga heimila fyrir ferðamenn. Hótelbyggingar. Við erum dálítið allt eða ekkert fólk, í ökkla eða eyra. Skorpuþjóð. Þessa hefur glögglega séð stað í nýbyggingum. Annaðhvort byggjum við eins og vindurinn, eða lítið sem ekkert er byggt. Þessu er lýst nokkuð vel í þróunaráætlun með svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en þar er talað um hve sveiflukenndur íbúðamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er. „Þar eru djúpar sveiflur á milli skorts á íbúðum og offramboðs. Þegar skortur er mikill myndast þrýstingur á alla aðila sem koma að húsnæðismarkaðnum og í kjölfarið hefst uppbyggingarskeið sem endar með offramboði. Í kjölfar offramboðs hægir mjög á byggingu nýrra íbúða.“ Það sjá það allir að hér er ekki lýst heilbrigðum markaði þar sem byggt er af forsjá, heldur er kappið boðorð dagsins. Byggja, byggja þar til markaðurinn er svo mettaður að ekkert selst lengur og þá er farið í pásu um nokkra hríð þar til skortur myndast og þá eru kranarnir reistir á ný. Til að bæta gráu ofan á svart eru ekki til almennileg gögn um fjölda þeirra íbúða sem eru í byggingu hverju sinni. Þörfin er þekkt; um síðustu áramót vantaði um 1.250 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og það þarf að byggja um 1.700 nýjar íbúðir á hverju ári til að halda í við mannfjölgun. Þegar kemur að framboðinu vandast málið hins vegar. Engin opinber gögn eru til um fjölda íbúða í byggingu. Samtök iðnaðarins hafa stundað það árum saman að aka um og telja íbúðir í byggingu. Þannig myndast þau gögn sem helst er stólað á í þessum efnum. Og eins og Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna, benti á í Fréttablaðinu á föstudag eru þetta gríðarlega mikilvægar upplýsingar sem skipta þjóðfélagið allt miklu máli. Það á við um húseigendur, leigjendur, verktaka, lánastofnanir og sveitarfélögin í þeirra skipulagsvinnu. Þá skiptir fjöldi íbúða í byggingu líka máli þegar kemur að öllum hagspám, nokkuð sem ber að taka alvarlega. Nú hillir undir að sveitarfélögin ætli að taka málið alvarlega, því samhliða svæðisskipulagsvinnunni verður komið á fót upplýsingabrunni er lýtur að skipulaginu. Það er hins vegar fráleitt að Fasteignaskrá eða álíka stofnun hafi ekki á reiðum höndum tölur um fjölda íbúða í byggingu hverju sinni. Íbúðir eru nefnilega ekki bara litlir kassar á lækjarbakka sem nóg er að telja reglulega.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun