Við hugsum of lítið Magnús Guðmundsson skrifar 1. maí 2015 12:30 Stefán Jónsson leikari snýr aftur á fjalirnar í Endatafli Becketts eftir tíu ára hlé. Visir/GVA Aðdáendur írska skáldsins Samuels Beckett hafa ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Leikritið Endatafl, eitt af helstu verkum skáldsins og leikbókmennta síðustu aldar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst formlega seinna í þessum mánuði. Stefán Jónsson leikari er á meðal þeirra sem stíga á fjalirnar í kvöld ásamt þeim Þorsteini Bachmann, Þór Tulinius og Hörpu Arnardóttir í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stefán hefur reyndar ekki leikið á sviði í ein tíu ár en hann segir að það hafi ekki verið nein meðvituð ákvörðun. „Nei, þetta æxlaðist bara svona. Leikstjórn og kennsla tóku yfir lífið og tíminn til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt í leikaranum af og til í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er ég í raun leikandi allan daginn í kennslu, enda leikara-leikstjóri eins og það er kallað.“ Stefán segir að það hafi vissulega komið einhver tilboð á þessum tíu árum en hann bara ekki stokkið. „En nú bara passaði þetta og Kristín leikstjóri var svo liðleg og henni var svo mikið í mun að fá mig til liðs við sig að þetta var kjörið tækifæri. Þetta er líka svo stórkostlegt verk og hlutverkið afmarkað. Það er líka svo yndislegt fólk þarna innanborðs, kærir vinir og uppáhaldsleikarar, þannig að þetta er fallegt og rétt. Svo er líka gott að koma og fá að vera án ábyrgðar og láta segja sér fyrir verkum. Það er frábært að vinna með Kristínu og svo hefur Sigurður Pálsson, eiginmaður hennar, líka verið að koma að þessu sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau hjón í mörg ár og þau eru einstaklega nærandi og góður félagsskapur.“ Verk Becketts þykja mörgum vera mikil áskorun, jafnt leikurum sem áhorfendum, en Stefán segist alltaf hafa heillast af verkum hans. „Beckett nær með svo einstökum hætti yfir fáránleika tilvistarinnar. Texti og kringumstæður eru á einhvern hátt svo raunverulegar og mannlegar í senn. Textinn er allur svo nákvæmur og meitlaður að maður finnur vel hvernig legið hefur verið yfir hverju einasta orði og nostrað við hvert smáatriði. Mennskan er yfirþyrmandi í verkum Becketts og allt sem hann var að takast á við á sínum tíma á ekki síður við í dag. Líkast til vegna þess að okkur mönnunum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Beckett gerir kröfur til áhorfenda. Það þarf að gefa sér tíma og hugsa og spegla sig í listinni. Heimurinn er eins og hann er af því að við hugsum of lítið og neytum of mikið – látum mata okkur hugsunarlaust. En Beckett krefst þess af þér að þú gerir meira, látir ekki undan þessu markaðsstýrða samfélagi og hugsir um mennskuna og það er hlutverk listarinnar.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aðdáendur írska skáldsins Samuels Beckett hafa ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Leikritið Endatafl, eitt af helstu verkum skáldsins og leikbókmennta síðustu aldar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst formlega seinna í þessum mánuði. Stefán Jónsson leikari er á meðal þeirra sem stíga á fjalirnar í kvöld ásamt þeim Þorsteini Bachmann, Þór Tulinius og Hörpu Arnardóttir í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stefán hefur reyndar ekki leikið á sviði í ein tíu ár en hann segir að það hafi ekki verið nein meðvituð ákvörðun. „Nei, þetta æxlaðist bara svona. Leikstjórn og kennsla tóku yfir lífið og tíminn til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt í leikaranum af og til í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er ég í raun leikandi allan daginn í kennslu, enda leikara-leikstjóri eins og það er kallað.“ Stefán segir að það hafi vissulega komið einhver tilboð á þessum tíu árum en hann bara ekki stokkið. „En nú bara passaði þetta og Kristín leikstjóri var svo liðleg og henni var svo mikið í mun að fá mig til liðs við sig að þetta var kjörið tækifæri. Þetta er líka svo stórkostlegt verk og hlutverkið afmarkað. Það er líka svo yndislegt fólk þarna innanborðs, kærir vinir og uppáhaldsleikarar, þannig að þetta er fallegt og rétt. Svo er líka gott að koma og fá að vera án ábyrgðar og láta segja sér fyrir verkum. Það er frábært að vinna með Kristínu og svo hefur Sigurður Pálsson, eiginmaður hennar, líka verið að koma að þessu sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau hjón í mörg ár og þau eru einstaklega nærandi og góður félagsskapur.“ Verk Becketts þykja mörgum vera mikil áskorun, jafnt leikurum sem áhorfendum, en Stefán segist alltaf hafa heillast af verkum hans. „Beckett nær með svo einstökum hætti yfir fáránleika tilvistarinnar. Texti og kringumstæður eru á einhvern hátt svo raunverulegar og mannlegar í senn. Textinn er allur svo nákvæmur og meitlaður að maður finnur vel hvernig legið hefur verið yfir hverju einasta orði og nostrað við hvert smáatriði. Mennskan er yfirþyrmandi í verkum Becketts og allt sem hann var að takast á við á sínum tíma á ekki síður við í dag. Líkast til vegna þess að okkur mönnunum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Beckett gerir kröfur til áhorfenda. Það þarf að gefa sér tíma og hugsa og spegla sig í listinni. Heimurinn er eins og hann er af því að við hugsum of lítið og neytum of mikið – látum mata okkur hugsunarlaust. En Beckett krefst þess af þér að þú gerir meira, látir ekki undan þessu markaðsstýrða samfélagi og hugsir um mennskuna og það er hlutverk listarinnar.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira