Frumsýndi í gær og fermist á morgun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. maí 2015 10:15 ?Ég byrjaði að æfa 1. júní 2014 og var að allt sumarið í fyrra svo ég er búinn að æfa í næstum ár,? segir Baldvin. Vísir Ernir Baldvin Alan var einn af þremur valinn í hlutverk Billy Elliot í Borgarleikhúsinu en varð fyrir því óláni að togna í lærvöðva skömmu fyrir frumsýningu og sýndi í fyrsta skipti í gær. Hann segist vera orðinn stálsleginn. ?Ég er orðinn mjög fínn, þetta er allt búið að batna.? Varstu að æfa á sviðinu þegar þú tognaðir? Nei, ég var bara að hita upp fyrir fimleika og fann verk í lærinu. Ég talaði við þjálfarann og hann sagði að þetta gæti verið tognun, sem það reyndist vera. Við höldum að þetta hafi verið eitthvað sem var búið að byggjast upp. Það hefur verið dálítið álag á þér. Hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir Billy Elliot? Ég byrjaði 1. júní 2014 og var að allt sumarið í fyrra svo ég hef verið að æfa í næstum ár. Varstu ekki svekktur þegar þú varðst var við meiðslin? Jú, dálítið. Sérstaklega að mega ekki dansa. Ertu í dansskóla? Ég var í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar í Kópavogi og æfði samkvæmisdans áður en ég byrjaði í þessu verkefni. Býrðu í Kópvogi? Nei, nei. Ég á heima í Hveragerði og var bara keyrður á dansæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Svo það voru ekkert mikil viðbrigði að þurfa að keyra í bæinn þegar ég byrjaði í Billy. Hvenær gastu svo tekið upp þráðinn aftur í leikhúsinu? Bara rétt fyrir páska. Við vorum alltaf þrír að æfa saman fyrir titilhlutverkið og hinir tveir hafa sinnt því á sýningum fram að þessu. En mín frumsýning var í gær. Svo er ég að fermast á morgun í Hveragerðiskirkju. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Baldvin Alan var einn af þremur valinn í hlutverk Billy Elliot í Borgarleikhúsinu en varð fyrir því óláni að togna í lærvöðva skömmu fyrir frumsýningu og sýndi í fyrsta skipti í gær. Hann segist vera orðinn stálsleginn. ?Ég er orðinn mjög fínn, þetta er allt búið að batna.? Varstu að æfa á sviðinu þegar þú tognaðir? Nei, ég var bara að hita upp fyrir fimleika og fann verk í lærinu. Ég talaði við þjálfarann og hann sagði að þetta gæti verið tognun, sem það reyndist vera. Við höldum að þetta hafi verið eitthvað sem var búið að byggjast upp. Það hefur verið dálítið álag á þér. Hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir Billy Elliot? Ég byrjaði 1. júní 2014 og var að allt sumarið í fyrra svo ég hef verið að æfa í næstum ár. Varstu ekki svekktur þegar þú varðst var við meiðslin? Jú, dálítið. Sérstaklega að mega ekki dansa. Ertu í dansskóla? Ég var í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar í Kópavogi og æfði samkvæmisdans áður en ég byrjaði í þessu verkefni. Býrðu í Kópvogi? Nei, nei. Ég á heima í Hveragerði og var bara keyrður á dansæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Svo það voru ekkert mikil viðbrigði að þurfa að keyra í bæinn þegar ég byrjaði í Billy. Hvenær gastu svo tekið upp þráðinn aftur í leikhúsinu? Bara rétt fyrir páska. Við vorum alltaf þrír að æfa saman fyrir titilhlutverkið og hinir tveir hafa sinnt því á sýningum fram að þessu. En mín frumsýning var í gær. Svo er ég að fermast á morgun í Hveragerðiskirkju.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira