Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Guðrún Ansnes skrifar 4. maí 2015 08:00 Meðlimir hljómsveitarinnar sitja nú við skrif á efni fyrir nýja plötu. Vísir/Ronja Mogensen „Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira