Með gítarinn í Asíu Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 12:30 Ögmundur Þór Jóhannesson stendur fyrir Midnight Sun Guitar Festival ásamt félaga sínum, Svani Vilbergssyni. Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag hefst gítarhátíðin Midnight Sun Guitar Festival sem er nú haldin í þriðja sinn hér í Reykjavík og stendur yfir helgina. Að baki hátíðinni standa félagarnir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson. Ögmundur Þór er klassískur gítarleikari sem hefur á undanförnum árum einkum starfað utan Íslands og það reyndar furðu víða um veröldina. „Ég bý nú eiginlega í ferðatösku um þessar mundir. Ég er búinn að vera mikið á Indlandi og víða um SA-Asíu og núna síðast í Kína. Er reyndar mest þar sem stendur en þar er mikill áhugi og eftirspurn eftir klassískum gítarleikurum. Svo er ég ásamt vinum mínum að vinna að stofnun fyrirtækisins Global Guitar Industries sem kemur til með að vera með höfuðstöðvar í Indónesíu. Við verðum með útflutning á gítarleikurum og í að efla tengsl svo eitthvað sé nefnt. Annars á gítarhátíðin hér heima eiginlega hug minn allan um þessar mundir. Hátíðin er mjög alþjóðleg og erlendir gestir að þessu sinni eru vinur minn Tal Hurwitz frá Ísrael og svo Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.“ Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið. Hátíðin fer öll fram í Sölvhóli LHÍ og hefst í kvöld kl. 20 en miðar verða seldir við dyrnar og er miðaverð 2.500 kr. Hátíðin hefst með tónleikum Ögmundar Þórs og Tal Hurwitz en þar ætla þeir að láta þann draum rætast að spila saman dúett. Á laugardagskvöldið kl. 20 mun svo Duo Amythis efna til sinna tónleika en hátíðinni lýkur svo með galakvöldi á sunnudagskvöldið einnig kl. 20. Á galakvöldinu geta nemendur af námskeiðinu komið fram auk listamanna hátíðarinnar. Ögmundur Þór byrjaði að læra á gítar ellefu ára gamall og hann segir að klassíska leiðin hafi legið fyrir nánast frá upphafi. „Ég var svo sem eins og aðrir ungir gítarleikarar spenntur fyrir rafmagninu. Bubbi Morthens var mikil hetja og Metallica aðalhljómsveitin. En svo var ég eitt sinn staddur hjá frænda mínum sem skellti John Williams á fóninn og það var alveg rosalegt. Ég gjörsamlega heillaðist þar og þá og eftir það varð ekki aftur snúið.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira