Rétturinn til lífs Magnús Guðmundsson skrifar 11. maí 2015 07:00 Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna eftirfarandi orð: „Réttur til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda. Vegna þess hve mikilvægur rétturinn til lífs er, er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að víkja frá honum, jafnvel þó neyðarástand ríki og líf þjóðar sé í hættu. Rétturinn til lífs er því ofar öðrum réttindum og þann rétt skal virða í hvívetna.“ Vonandi geta allir Íslendingar verið sammála þessum orðum. Þau eru einföld, skýr og afdráttarlaus. Þau eru kjarni þess sem gerir okkur að siðmenntuðu samfélagi þeirra sem bera hver annars hag fyrir brjósti frá degi til dags. Af þeim er enginn afsláttur og frá þeim verða engar undanþágur veittar. Engu að síður stöndum við nú frammi fyrir því að lífi fólks og heilsu virðist teflt í tvísýnu vegna kjaradeilu. Fjölda krabbameinssjúkra einstaklinga er gert að bíða og vona á meðan tekist er á um það sem virðist vera sanngjarnar kröfur um leiðréttingu launa og kjara þeirra sem sinna í senn mikilvægu og erfiðu starfi innan Landspítala Háskólasjúkrahúss. Það er óásættanlegt með öllu. Því réttur hverrar manneskju til lífs er meiri en jafnvel réttur ríkisstjórna til þess að óttast óðaverðbólgu eða jafnvel efnahagshrun ef því er að skipta. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að það er erfitt að greinast með krabbamein hvers eðlis sem það er. Því fylgir mikið andlegt og líkamlegt álag fyrir hvern þann sem verður fyrir þeim fjára og álagið á nánustu ástvini getur á tíðum verið litlu minna. Þá er ómetanlegt að við Landspítala Háskólasjúkrahús starfa hæfir einstaklingar sem gera allt sitt til þess að vinna bug á sjúkdómnum og berjast þannig fyrir heilögum rétti okkar allra til lífs. Nú þegar þetta ferli er rofið og lífi og heilsu sjúklinga þar með mögulega teflt í tvísýnu getur enginn staðið aðgerðarlaus og varpað frá sér ábyrgð. Verum þess minnug að í almennum hegningarlögum Íslands er lögð refsing við því að koma manneskju sem er í lífsháska ekki til hjálpar. Það er vegna þess eins og að framan greinir að við metum réttinn til lífsins sem grundvöll allra mannréttinda. Ríkisstjórn Íslands getur því ekki stundinni lengur staðið aðgerðarlaus og fylgst með framvindu mála. Það er ekki deginum lengur hægt að vísa í ótta við erfiðleika í efnahagsmálum og spila sig stikkfrí í þessum samningum. Ríkisstjórninni ber skýlaus siðferðisleg skylda til að taka sæti við samningaborðið strax í dag og ljúka samningum með þeim hætti að viðlíka staða komi ekki upp aftur. Allt annað verður að víkja. En treysti ríkisstjórnin sér ekki til þess að klára þetta verkefni og að klára það strax þá verður hún sjálf að víkja og hleypa að hverjum þeim sem metur mannslífið meira en verðbólgumarkmið, makrílkvóta og viðskiptajöfnuð eða hver svo sem afsökun dagsins er til þess að standa aðgerðarlaus hjá þegar mannslíf er í veði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna eftirfarandi orð: „Réttur til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda. Vegna þess hve mikilvægur rétturinn til lífs er, er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að víkja frá honum, jafnvel þó neyðarástand ríki og líf þjóðar sé í hættu. Rétturinn til lífs er því ofar öðrum réttindum og þann rétt skal virða í hvívetna.“ Vonandi geta allir Íslendingar verið sammála þessum orðum. Þau eru einföld, skýr og afdráttarlaus. Þau eru kjarni þess sem gerir okkur að siðmenntuðu samfélagi þeirra sem bera hver annars hag fyrir brjósti frá degi til dags. Af þeim er enginn afsláttur og frá þeim verða engar undanþágur veittar. Engu að síður stöndum við nú frammi fyrir því að lífi fólks og heilsu virðist teflt í tvísýnu vegna kjaradeilu. Fjölda krabbameinssjúkra einstaklinga er gert að bíða og vona á meðan tekist er á um það sem virðist vera sanngjarnar kröfur um leiðréttingu launa og kjara þeirra sem sinna í senn mikilvægu og erfiðu starfi innan Landspítala Háskólasjúkrahúss. Það er óásættanlegt með öllu. Því réttur hverrar manneskju til lífs er meiri en jafnvel réttur ríkisstjórna til þess að óttast óðaverðbólgu eða jafnvel efnahagshrun ef því er að skipta. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að það er erfitt að greinast með krabbamein hvers eðlis sem það er. Því fylgir mikið andlegt og líkamlegt álag fyrir hvern þann sem verður fyrir þeim fjára og álagið á nánustu ástvini getur á tíðum verið litlu minna. Þá er ómetanlegt að við Landspítala Háskólasjúkrahús starfa hæfir einstaklingar sem gera allt sitt til þess að vinna bug á sjúkdómnum og berjast þannig fyrir heilögum rétti okkar allra til lífs. Nú þegar þetta ferli er rofið og lífi og heilsu sjúklinga þar með mögulega teflt í tvísýnu getur enginn staðið aðgerðarlaus og varpað frá sér ábyrgð. Verum þess minnug að í almennum hegningarlögum Íslands er lögð refsing við því að koma manneskju sem er í lífsháska ekki til hjálpar. Það er vegna þess eins og að framan greinir að við metum réttinn til lífsins sem grundvöll allra mannréttinda. Ríkisstjórn Íslands getur því ekki stundinni lengur staðið aðgerðarlaus og fylgst með framvindu mála. Það er ekki deginum lengur hægt að vísa í ótta við erfiðleika í efnahagsmálum og spila sig stikkfrí í þessum samningum. Ríkisstjórninni ber skýlaus siðferðisleg skylda til að taka sæti við samningaborðið strax í dag og ljúka samningum með þeim hætti að viðlíka staða komi ekki upp aftur. Allt annað verður að víkja. En treysti ríkisstjórnin sér ekki til þess að klára þetta verkefni og að klára það strax þá verður hún sjálf að víkja og hleypa að hverjum þeim sem metur mannslífið meira en verðbólgumarkmið, makrílkvóta og viðskiptajöfnuð eða hver svo sem afsökun dagsins er til þess að standa aðgerðarlaus hjá þegar mannslíf er í veði.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun