Heilsa

Tíu skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl

Rikka skrifar
Það skiptir máli fyrir heiminn eins og hann er í dag og eins og hann verður í framtíðinni að snúa við blaðinu í umhverfisvitund.nordicphotos/Getty
Það skiptir máli fyrir heiminn eins og hann er í dag og eins og hann verður í framtíðinni að snúa við blaðinu í umhverfisvitund.nordicphotos/Getty Vísir/Getty
Um daginn sá ég frétt á netinu um konu sem hafði ekki hent frá sér rusli í bráðum tvö ár, fyrir venjulegan leikmann eins og mig þá er það kannski of mikið af því góða og jafnvel allt að því óhugsandi gjörningur. Þessi frétt sat aftur á móti í mér og var ekki hjá því komist að fara í smá sjálfsskoðun í kjölfarið og skoða niður í kjölinn ruslahefðir heimilisins.

Jú, að einhverju leyti stendur fjölskyldan sig vel en við gætum gert svo miklu betur með smávægilegum breytingum, þó að það væri ekki nema bara örlítil hugarfarsbreyting. Flest heimili eru nú farin að sortera endurvinnanlegan pappír frá venjulegu heimilissorpi og setja til hliðar plast- og glerflöskur sem svo er skilað til endurvinnslu.

En hvað getum við gert meira til þess að verða umhverfisvænni á einfaldan hátt?

Við skulum kíkja á nokkur góð ráð.

Gler í stað plasts

Notum glerflöskur í stað plastflaskna undir vatnið okkar í ræktinni og í vinnunni. Það er bæði betra fyrir okkur og umhverfið.

Endurnýtanlegir pokar

Ekki kaupa plastpoka nema í undantekningartilfellum. Notum endurnýtanlega poka undir matvörur og önnur innkaup.



Hvílum þurrkarann


Eins og það er þægilegt að henda öllu í þurrkarann þá notar hann óþarflega mikið af rafmagni og styttir endingu fatnaðar. Hengjum þvottinn upp.



Vísir/Getty
Rennandi vatn

Það er algjör óþarfi að láta vatnið renna við uppvaskið eða tannburstunina. Skrúfum fyrir þegar við erum ekki að nota vatnið. 

Hjólum, hlaupum


Hvílum bílinn eins mikið og við mögulega komumst af með. Hjólum, hlaupum eða göngum í staðinn eða sameinumst um bílferðir.



Kaffibollinn


Á flestum vinnustöðum er kaffi í boði hússins og við hverja kaffivél er hrúgan öll af pappírsmálum. Notum okkar eigin bolla í vinnunni.

Vísir/Getty
Gefðu fötin þín

Gefðu fötin í fatasöfnun eða til vina ef þú ert hætt að nota þau. Barnaföt geta komið öðrum að góðum notum enda oftast lítið notuð.



Borgaðu reikningana


Fáðu reikningsyfirlit og reikninga í tölvupósti eða heimabankann. 



Beint frá býli


Reyndu af fremsta megni að kaupa frá nærliggjandi framleiðendum. Bæði er varan ferskari og þú stuðlar að atvinnu í samfélaginu. 



Nýttu matinn


Búðu til lista áður en þú kaupir í matinn svo þú farir ekki að kaupa einhvern óþarfa og endir á því að henda helmingnum. Verum meðvituð í matarinnkaupum.


Tengdar fréttir

Hugsjónir og sterk réttlætiskennd í farteskinu

Andri Snær Magnason er einn fremsti og fjölhæfasti rithöfundur sinnar kynslóðar. Hann skrifar allt frá ævintýralegum barnabókum upp í pólitísk ádeilurit og berst fyrir vitundarvakningu þjóðarinnar um verndun hálendisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×