Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nanna Árnadóttir skrifar 15. maí 2015 16:00 Vísir/Getty Loksins, loksins hefur sólin látið sjá sig og veðurguðirnir ákveðið að leyfa okkur að njóta hennar, án þess að vera í kuldagallanum, síðustu daga. Ég hef tekið eftir því undanfarna daga að fólkið í kringum mig er almennt bjartara og glaðara en það hefur verið í vetur. Það brosir meira og er jákvæðara en oft áður. Það er ótrúlegt hvað sólin hefur mikil áhrif á líðan okkar og því um að gera að nýta hana til hins ýtrasta á meðan tækifæri gefst. Þar sem ég vinn á líkamsræktarstöð hef ég einnig tekið eftir því að smám saman fækkar á stöðinni eftir því sem veðrið batnar. Hvers vegna? Jú fólk fer frekar út og hreyfir sig! Við fáum bara örfáa mánuði á ári þar sem veðrið er þokkalega gott. Fæst okkar njóta þeirra forréttinda að vinna úti yfir sumartímann og því viljinn til að eyða þeim frítíma sem maður hefur á daginn úti mjög mikill. Ég ákvað því að taka saman nokkra kosti þess að hreyfa sig utandyra yfir sumartímann.1 Það að geta hreyft sig undir berum himni og andað inn fersku lofti á meðan er ómetanlegt. Líkaminn fyllist af einhverri ólýsanlegri orku og viljinn til að gera enn meira og betur tekur yfir.2 Þú færð að upplifa umhverfið og náttúruna og njóta hennar í botn á meðan líkaminn vinnur fyrir bættri heilsu. Prófaðu að fara eitthvert sem þú hefur aldrei farið áður og stunda líkamsræktina þar. Það er virkilega gaman að hlaupa hring í ókunnugum bæ og skoða sig um. 3 Þú færð alveg frían skammt af D-vítamíni og smá lit á kroppinn í leiðinni. Mundu bara eftir sólarvörninni! 4 Öll fjölskyldan getur tekið þátt. Það er ekkert aldurstakmark á æfingar utandyra. Taktu fjölskylduna með í fjallgöngu, farið í gönguferð í fjöruna eða finnið ykkur stað til þess að fara í ærslafulla leiki saman. Það er frábært að njóta samveru við ástvini á meðan maður hreyfir sig. 5 Þú getur æft hvar sem er og hvenær sem er. Engar áhyggjur af því að líkamsræktarstöðin sé lokuð eða að það sé of mikið af fólki. Þú ræður algjörlega ferðinni. Ég get ekki lýst því hversu ánægð ég er yfir að geta loksins farið út að hlaupa og stundað æfingar utandyra og get ekki mælt nógu mikið með því fyrir alla. Því legg ég til að allir finni sér hreyfingu við hæfi sem hægt er að stunda undir berum himni. Ef þú vilt félagsskap við æfingarnar er ekkert mál að finna hlaupahóp eða æfingahóp sem æfir úti yfir sumartímann. Finndu bara það sem þér hentar og komdu þér út, því áður en þú veist af verður Vetur konungur kominn aftur í öllu sínu veldi. Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Loksins, loksins hefur sólin látið sjá sig og veðurguðirnir ákveðið að leyfa okkur að njóta hennar, án þess að vera í kuldagallanum, síðustu daga. Ég hef tekið eftir því undanfarna daga að fólkið í kringum mig er almennt bjartara og glaðara en það hefur verið í vetur. Það brosir meira og er jákvæðara en oft áður. Það er ótrúlegt hvað sólin hefur mikil áhrif á líðan okkar og því um að gera að nýta hana til hins ýtrasta á meðan tækifæri gefst. Þar sem ég vinn á líkamsræktarstöð hef ég einnig tekið eftir því að smám saman fækkar á stöðinni eftir því sem veðrið batnar. Hvers vegna? Jú fólk fer frekar út og hreyfir sig! Við fáum bara örfáa mánuði á ári þar sem veðrið er þokkalega gott. Fæst okkar njóta þeirra forréttinda að vinna úti yfir sumartímann og því viljinn til að eyða þeim frítíma sem maður hefur á daginn úti mjög mikill. Ég ákvað því að taka saman nokkra kosti þess að hreyfa sig utandyra yfir sumartímann.1 Það að geta hreyft sig undir berum himni og andað inn fersku lofti á meðan er ómetanlegt. Líkaminn fyllist af einhverri ólýsanlegri orku og viljinn til að gera enn meira og betur tekur yfir.2 Þú færð að upplifa umhverfið og náttúruna og njóta hennar í botn á meðan líkaminn vinnur fyrir bættri heilsu. Prófaðu að fara eitthvert sem þú hefur aldrei farið áður og stunda líkamsræktina þar. Það er virkilega gaman að hlaupa hring í ókunnugum bæ og skoða sig um. 3 Þú færð alveg frían skammt af D-vítamíni og smá lit á kroppinn í leiðinni. Mundu bara eftir sólarvörninni! 4 Öll fjölskyldan getur tekið þátt. Það er ekkert aldurstakmark á æfingar utandyra. Taktu fjölskylduna með í fjallgöngu, farið í gönguferð í fjöruna eða finnið ykkur stað til þess að fara í ærslafulla leiki saman. Það er frábært að njóta samveru við ástvini á meðan maður hreyfir sig. 5 Þú getur æft hvar sem er og hvenær sem er. Engar áhyggjur af því að líkamsræktarstöðin sé lokuð eða að það sé of mikið af fólki. Þú ræður algjörlega ferðinni. Ég get ekki lýst því hversu ánægð ég er yfir að geta loksins farið út að hlaupa og stundað æfingar utandyra og get ekki mælt nógu mikið með því fyrir alla. Því legg ég til að allir finni sér hreyfingu við hæfi sem hægt er að stunda undir berum himni. Ef þú vilt félagsskap við æfingarnar er ekkert mál að finna hlaupahóp eða æfingahóp sem æfir úti yfir sumartímann. Finndu bara það sem þér hentar og komdu þér út, því áður en þú veist af verður Vetur konungur kominn aftur í öllu sínu veldi.
Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira