Þótt eitthvað sé meitlað í stein er það ekki meitlað í stein Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:00 Breskir fjölmiðlar standa frammi fyrir ráðgátu sem ætlar að reynast þeim erfitt að leysa. En þeir gefast ekki upp. Nú þegar vika er liðin frá þingkosningum í Bretlandi hafa færustu rannsóknarblaðamenn landsins gengið í málið. Ekkert er til sparað. Laun eru í boði þeim til handa sem veitt getur upplýsingar um gátuna. Breska pressan stendur vaktina. Þjóðin skal fá skýringu á hinu dularfulla hvarfi þyngsta loforðs kosningabaráttunnar.Hver þykist hann vera? Móses?Einhvers staðar situr nú pólitískur ráðgjafi heima hjá sér með höfuð í höndum sér og þá vitneskju í hjarta að eitt fáránlegasta pólitíska uppátæki mannkynssögunnar fæddist í kollinum á honum. Fyrir viku urðu draumar Ed nokkurs Miliband um að verða forsætisráðherra Bretlands að engu. Verkamannaflokkurinn beið ósigur í þingkosningunum þrátt fyrir að skoðanakannanir hefðu bent til annars. Það var ekkert í fari Miliband sem gaf til kynna að hann teldi sig vera að tapa þegar hann mætti á blaðamannafund í smábænum Hastings á suðurströnd Englands skömmu fyrir kosningar. Þvert á móti. Hann var bara frekar brattur í bestu jakkafötunum sínum – jakkinn ekki of síður, herðapúðarnir ekki upp að eyrum – er hann mætti á fundarstað, víðfeðmt bílastæði, þar sem myndavélarnar biðu hans. En himinninn var jafngrár og malbikið og þótt Miliband sæi þau ekki voru óveðursský á lofti. Brosandi stillti Miliband sér upp fyrir framan tveggja og hálfs metra háa, áletraða steintöflu úr kalksteini eins og ekkert væri eðlilegra. „Þessi sex loforð eru meitluð í stein,“ sagði Miliband þar sem hann stóð undir mörg hundruð kílóa þungri töflunni sem hefði kramið hann eins og skósóli maur ef aðstoðarmaður hans hefði ekki skorðað hana almennilega. Loforðin á steininum voru sex af mörgum tugum stefnumála sem Verkamannaflokkurinn talaði fyrir í kosningabaráttunni. „Þau eru meitluð í stein svo að þau verði ekki svikin eftir kosningarnar.“ Steintaflan var útspil Verkamannaflokksins við vantrausti fólks á stjórnmálamönnum. Hugmyndin var sú að ekki væri hægt að brjóta loforð sem voru bókstaflega meitluð í stein. Jafnframt átti steinninn að minna á öll þau loforð sem fráfarandi ríkisstjórn íhaldsmanna og frjálslyndra demókrata hafði svikið, því þau höfðu hvorki verið meitluð í stein í bókstaflegri né óeiginlegri merkingu. En táknrænir gjörningar sem kalksteinninn eru vandmeðfarnir. Sé merkingin ekki niðurnjörvuð er öllum frjálst að lesa það sem þeim sýnist í uppátækið. Steinninn kramdi Miliband ekki bókstaflega. En hann gerði það óeiginlega. Ekki leið á löngu uns öðrum túlkunum á steintöflunni rigndi yfir Miliband eins og eldi og brennisteini. „Þetta er legsteinn Miliband.“ „Þyngsta sjálfsmorðsbréf sögunnar.“ „Hver þykist hann vera með þessa steintöflu? Móses?“Lög til að halda loforðiðVerkamannaflokkurinn var ekki eini flokkurinn í kosningunum sem virtist ganga út frá því að stjórnmálamönnum væri ekki treystandi. David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, lofaði því að hækka ekki tekjuskatt á kjörtímabilinu kæmist hann til valda. Jafnframt lofaði hann því að setja lög sem bönnuðu honum að hækka tekjuskatt á kjörtímabilinu – eins og honum væri svo eðlislægt að svíkja loforð að hann gæti ekki hamið sig nema það væri hreinlega ólöglegt. Og útgáfa frjálslyndra demókrata af steintöflu Miliband voru sex rauðar línur sem flokkurinn sagðist lofa að stíga ekki yfir; sex loforð í loforðahafi kosningabaráttunnar sem flokkurinn lofaði að svíkja ekki. Öll voru uppátækin innantómar brellur. Þegar þingkona í Verkamannaflokknum mætti í útvarpsviðtal lét hún þau orð falla um loforðin á steintöflunni „að það héldi því enginn fram að þótt búið væri að meitla þau í stein ætluðu þau ekki að brjóta þau“. Þótt eitthvað sé meitlað í stein er það ekki meitlað í stein.Kassi af kampavíni í boðiKosningunum er lokið. Íhaldsflokkurinn bar sigur úr býtum og hefur fimm ár til að svíkja loforð sín. Fjölmiðlar beina nú sjónum að því sem skiptir raunverulega máli. Hvað varð um steintöfluna hans Miliband? Dagblaðið The Telegraph hringdi í fimmtíu helstu steinsmiði Bretlands til að reyna að leysa gátuna. Daily Mail hyggst gefa þeim heilan kassa af kampavíni sem veitt getur upplýsingar um hvar steinninn er niðurkominn. Mér varð hugsað til allra loforðanna í kosningabaráttunni í Bretlandi þegar ég las fréttir af stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB í vikunni. Hver raunveruleg staða málsins er treysti ég mér ekki til að fullyrða en ég gef þeim sem hendir reiður á því heilan kassa af kampavíni. Evrópusambandsmálið sýnir að íslenskir stjórnmálamenn eru engir eftirbátar breskra kollega sinna þegar kemur að því að svíkja loforð. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þremur dögum fyrir kosningar sagði Bjarni Benediktsson að staðið yrði við það loforð. Nýverið bárust hins vegar fréttir af því að loforðið hefði horfið með dularfullum hætti úr stefnuskrá flokksins á netinu. Það er ekki kassi af kampavíni í boði fyrir þann sem hefur upp á Evrópusambandsloforði Sjálfstæðisflokksins. Því við vitum öll hvar það er. Það er á sama stað og steintafla Miliband: Á haugunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Breskir fjölmiðlar standa frammi fyrir ráðgátu sem ætlar að reynast þeim erfitt að leysa. En þeir gefast ekki upp. Nú þegar vika er liðin frá þingkosningum í Bretlandi hafa færustu rannsóknarblaðamenn landsins gengið í málið. Ekkert er til sparað. Laun eru í boði þeim til handa sem veitt getur upplýsingar um gátuna. Breska pressan stendur vaktina. Þjóðin skal fá skýringu á hinu dularfulla hvarfi þyngsta loforðs kosningabaráttunnar.Hver þykist hann vera? Móses?Einhvers staðar situr nú pólitískur ráðgjafi heima hjá sér með höfuð í höndum sér og þá vitneskju í hjarta að eitt fáránlegasta pólitíska uppátæki mannkynssögunnar fæddist í kollinum á honum. Fyrir viku urðu draumar Ed nokkurs Miliband um að verða forsætisráðherra Bretlands að engu. Verkamannaflokkurinn beið ósigur í þingkosningunum þrátt fyrir að skoðanakannanir hefðu bent til annars. Það var ekkert í fari Miliband sem gaf til kynna að hann teldi sig vera að tapa þegar hann mætti á blaðamannafund í smábænum Hastings á suðurströnd Englands skömmu fyrir kosningar. Þvert á móti. Hann var bara frekar brattur í bestu jakkafötunum sínum – jakkinn ekki of síður, herðapúðarnir ekki upp að eyrum – er hann mætti á fundarstað, víðfeðmt bílastæði, þar sem myndavélarnar biðu hans. En himinninn var jafngrár og malbikið og þótt Miliband sæi þau ekki voru óveðursský á lofti. Brosandi stillti Miliband sér upp fyrir framan tveggja og hálfs metra háa, áletraða steintöflu úr kalksteini eins og ekkert væri eðlilegra. „Þessi sex loforð eru meitluð í stein,“ sagði Miliband þar sem hann stóð undir mörg hundruð kílóa þungri töflunni sem hefði kramið hann eins og skósóli maur ef aðstoðarmaður hans hefði ekki skorðað hana almennilega. Loforðin á steininum voru sex af mörgum tugum stefnumála sem Verkamannaflokkurinn talaði fyrir í kosningabaráttunni. „Þau eru meitluð í stein svo að þau verði ekki svikin eftir kosningarnar.“ Steintaflan var útspil Verkamannaflokksins við vantrausti fólks á stjórnmálamönnum. Hugmyndin var sú að ekki væri hægt að brjóta loforð sem voru bókstaflega meitluð í stein. Jafnframt átti steinninn að minna á öll þau loforð sem fráfarandi ríkisstjórn íhaldsmanna og frjálslyndra demókrata hafði svikið, því þau höfðu hvorki verið meitluð í stein í bókstaflegri né óeiginlegri merkingu. En táknrænir gjörningar sem kalksteinninn eru vandmeðfarnir. Sé merkingin ekki niðurnjörvuð er öllum frjálst að lesa það sem þeim sýnist í uppátækið. Steinninn kramdi Miliband ekki bókstaflega. En hann gerði það óeiginlega. Ekki leið á löngu uns öðrum túlkunum á steintöflunni rigndi yfir Miliband eins og eldi og brennisteini. „Þetta er legsteinn Miliband.“ „Þyngsta sjálfsmorðsbréf sögunnar.“ „Hver þykist hann vera með þessa steintöflu? Móses?“Lög til að halda loforðiðVerkamannaflokkurinn var ekki eini flokkurinn í kosningunum sem virtist ganga út frá því að stjórnmálamönnum væri ekki treystandi. David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, lofaði því að hækka ekki tekjuskatt á kjörtímabilinu kæmist hann til valda. Jafnframt lofaði hann því að setja lög sem bönnuðu honum að hækka tekjuskatt á kjörtímabilinu – eins og honum væri svo eðlislægt að svíkja loforð að hann gæti ekki hamið sig nema það væri hreinlega ólöglegt. Og útgáfa frjálslyndra demókrata af steintöflu Miliband voru sex rauðar línur sem flokkurinn sagðist lofa að stíga ekki yfir; sex loforð í loforðahafi kosningabaráttunnar sem flokkurinn lofaði að svíkja ekki. Öll voru uppátækin innantómar brellur. Þegar þingkona í Verkamannaflokknum mætti í útvarpsviðtal lét hún þau orð falla um loforðin á steintöflunni „að það héldi því enginn fram að þótt búið væri að meitla þau í stein ætluðu þau ekki að brjóta þau“. Þótt eitthvað sé meitlað í stein er það ekki meitlað í stein.Kassi af kampavíni í boðiKosningunum er lokið. Íhaldsflokkurinn bar sigur úr býtum og hefur fimm ár til að svíkja loforð sín. Fjölmiðlar beina nú sjónum að því sem skiptir raunverulega máli. Hvað varð um steintöfluna hans Miliband? Dagblaðið The Telegraph hringdi í fimmtíu helstu steinsmiði Bretlands til að reyna að leysa gátuna. Daily Mail hyggst gefa þeim heilan kassa af kampavíni sem veitt getur upplýsingar um hvar steinninn er niðurkominn. Mér varð hugsað til allra loforðanna í kosningabaráttunni í Bretlandi þegar ég las fréttir af stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB í vikunni. Hver raunveruleg staða málsins er treysti ég mér ekki til að fullyrða en ég gef þeim sem hendir reiður á því heilan kassa af kampavíni. Evrópusambandsmálið sýnir að íslenskir stjórnmálamenn eru engir eftirbátar breskra kollega sinna þegar kemur að því að svíkja loforð. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þremur dögum fyrir kosningar sagði Bjarni Benediktsson að staðið yrði við það loforð. Nýverið bárust hins vegar fréttir af því að loforðið hefði horfið með dularfullum hætti úr stefnuskrá flokksins á netinu. Það er ekki kassi af kampavíni í boði fyrir þann sem hefur upp á Evrópusambandsloforði Sjálfstæðisflokksins. Því við vitum öll hvar það er. Það er á sama stað og steintafla Miliband: Á haugunum.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun