Listin er ónæmiskerfi samfélagsins Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2015 11:00 Arnbjör María Danielsen Arnbjörg María Danielsen er ung kona sem er að hasla sér völl í evrópskum menningarheimi en er minna þekkt hér heima fyrir. Arnbjörg María býr í Berlín og starfar sem framleiðandi, listrænn stjórnandi og leikstjóri í veröld alþjóðlegrar óperu, tónlistar- og menningarviðburða sem nær þó vart utan um allt sem hún fæst við frá degi til dags. Arnbjörg María tekur engu sem gefnu heldur er í sífellu leitandi í framleiðslu sinni sem og listsköpun, sem er búið að vera viðburðaríkt ferðalag.Gruflarinn „Tónlist og leikhús hafa ávallt skipað stóran sess í lífi mínu en ég stefndi frekar að því að læra listfræði, fornleifafræði, stjórnmálafræði eða eitthvað slíkt. Var komin til Ítalíu til þess að læra listasögu og alþjóðleg stjórnmál og að vinna sem fararstjóri þegar áhugi minn á óperu leiddi mig í minn fyrsta söngtíma, hjá Kristjáni Jóhannssyni. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og ég átti dýrmæt ár með Alinu Dubik og fleira stórkostlegu fólki í Tónlistarskólanum í Reykjavík, sem undirbjó mig fyrir mastersnám í óperu og tónlistarleikhúsi við Mozarteum-háskólann í Salzburg. Þó að mér gengi vel að syngja, einkenndist tíminn í Mozarteum af miklum sjálfsefa. Ég eyddi miklum tíma á bókasafninu í samanburði við aðra söngvara og sótti meira og meira í samtímatónlist og framúrstefnulegri sviðsframsetningar og listform. Þegar kom að því að hrökkva eða stökkva sem söngvari varð ég að horfast í augu við það að ég saknaði þess of mikið að hugsa og grufla. Hafði meiri áhuga á hugmyndavinnunni og öllu því sem að baki liggur, frekar en að standa sjálf í sviðsljósinu. Fannst aðrir eiga miklu meira erindi á fjalirnar en ég.“Aðstandendur Far North í einni af Grænlandsferðunum.Ný hugsun Arnbjörg María söðlaði um og fór í annað mastersnám í háskólanum í Zürich og flutti sig þannig yfir á svið listrænnar stjórnunar, dramatúrgíu og framleiðslu. Námið í Zürich var sérsniðið að rekstrarþörfum opinberra liststofnana með megináherslu á leikhús og óperuhús. Það var samtvinnað af húmanísku fögunum, heimspekideildinni og hagfræðideildinni í samstarfi við stóru óperuhúsin, leikhúsin, hátíðir og söfn í Evrópu. Flestir sem komust að voru talsvert eldri og reyndari, sem hjálpaði Arnbjörgu að mynda gríðarsterkt tengslanet innan menningarheimsins. „Þarna fékk ég tækifæri til þess að vinna með færum fagaðilum á jafningjagrunni því stjórnendur námsins og nemendur voru margir hverjir í ábyrgðarstöðum eða að stýra stórum húsum og listviðburðum. Það voru miklir hugsjónamenn sem stóðu á bak við þetta því námið var í sjálfu sér sprottið upp úr ákveðinni krísu sem snýr að réttlætingu á fjármögnun og stöðu opinberra leikhúsa í Evrópu í dag. En þarna lærði maður að fara nýjar leiðir og hvernig á að vinna af heilindum með hagsmuni listarinnar og samfélagsins í öndvegi.Far North Í dag vinnur Arnbjörg María mest í Þýskalandi og víða á Norðurlöndunum. „Þetta eru fjölbreytt verkefni. Ég vann til að mynda sem listrænn stjórnandi að 1864 sem var samstarf á milli Danmerkur og Þýskalands til að minnast loka Slésvíkurstríðsins, og nú í vetur sem listrænn stjórnandi 150 ára afmælis danska tónskáldsins Carls Nielsen. Ég verð næstu árin að vinna að svipuðum músíkdramatískum verkefnum og óperum í Þýskalandi og víðar. Mér þykir spennandi að vinna með sinfóníuhljómsveitum á sviðsrænan hátt og gera tilraunir með rýmið. Þetta er flókið form og krefst mikillar útsjónarsemi og nákvæmni í framkvæmd. Annars er það verk sem ég brenn hvað mest fyrir alþjóðlegt tengslanet og framleiðsluvettvangur fyrir tónlistarleikhús í öllum sínum fjölbreytileika sem við Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og fleira ungt fólk frá Norðurlöndunum settum á laggirnar undir nafninu Far North. Þar er verið að skiptast á hugmyndum og sækja innblástur hvert til annars. Fyrsta stóra samstarfsverkefni Far North er ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur, UR_Some Kind of Opera, í leikstjórn Þorleifs. Hún verður frumsýnd í Theater Trier í Þýskalandi í september. Þaðan fer hún í norsku Þjóðaróperuna, til Basel í Sviss og víðar. „Við erum svo að leggja drög að flutningi á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Þannig að það er í mörg horn að líta.“Arnbjörg María DanielsenSköpun og traust Sem listrænn stjórnandi og leikstjóri leggur Arnbjörg María áherslu á að hún treysti áhorfendum til þess að meðtaka. „Þannig vil ég meðtaka og því ber mér að sjálfsögðu að treysta öðrum til þess sama. Áhorfendur er miklu klárari en við höldum. Þeir geta fyllt í eyðurnar, bætt við og tekið þátt í hinni listrænu upplifun með sínum innri sköpunarkrafti. Víðs vegar innan óperuheimsins er meinlaus nálgun vandamál og þá einkum þegar kemur að verkefnavali. Verkefnavalið þjappast í kringum tíu til fimmtán verk, t.d. á Íslandi eru svo fá verk sem fara í uppfærslu að þau koma nær aðeins af topp 10 alþjóðlega vinsældalistanum. Þá er hætt við að árhorfendur kynnist aðeins brotabroti af hinu fjölbreytta tónmáli sem finnst innan óperunnar og fagurfræðin getur orðið einsleit. Hús í þessari stöðu hætta oft að vera hluti af lifandi hefð og verða einhvers konar skemmtanaleikhús sem vantar alla vídd. Þannig hafa t.d. mörg lykilverka óperubókmenntanna aldrei verið flutt á Íslandi og það er ekki gott mál, því þá vantar stóra samhengið. Það verður spennandi að fylgjast með framþróuninni á Íslandi næstu misserin.Samfélagslegar skyldur Málið er að leikhús, tónlistarhús og óperur sem eiga tilvist sína undir opinberri fjármögnun þurfa að eiga virkt samtal við samfélagið um tilverurétt sinn og mikilvægi. Þetta samtal á sér stað á opinberum vettvangi og allt þarf að vera opinbert og til umræðu. Það er eina leiðin til þess að réttlæta fyrir almenningi það sem við erum að gera. Það fólk sem er í forsvari í listheiminum getur ekki ætlast til þess að fólk bara sætti sig við það í blindni að listir séu órjúfanlegur og lífsnauðsynlegur hluti af lýðræðislegu samfélagi á 21. öldinni. Ef umræðan um mikilvægi listarinnar í samfélaginu fer fram í lokuðum hópum og fyrir luktum dyrum þar sem allir eru meira eða minna sammála missum við af dýrmætu tækifæri og hætt er við að þetta mikilvæga samtal fari fyrir ofan garð og neðan. Þetta þýðir ekki að listin sjálf, innihaldið sjálft, eigi að lúta einhverjum lýðræðislegum lögmálum. En umgjörðin um hana og stofnanirnar svo sannarlega. Það er til að mynda sorglegt að fylgjast með því hvernig kerfisbundið er vegið að tónlistarlífi í landinu með þeim vanhugsuðu gjörningum er snúa að fasteignagjöldum á Hörpu um þessar mundir. Þetta þarf að ræða af miklu meiri nákvæmni á opinberum vettvangi.“ Stjórnun listheimsins Íslenska óperan hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu en aðspurð um þróun mála segir Arnbjörg María að þar virðist hafa verið meðvitað eða ómeðvitað kastað til hendinni og ekki viðhafðir starfshættir sem tíðkast í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Það er ótækt að fólk sem er í forsvari fyrir stofnun sem rekin er að stórum hluta fyrir almannafé nýti sér vísvitandi glufu í lagaramma um sjálfseignarstofnanir til að firra sig ábyrgð og undanskilja ferla og verklag frá stjórnsýslulögum. Þetta er tæknilega séð ekki ólöglegt. En þetta er meðvituð ákvörðun sem stjórn óperunnar er í sjálfsvald sett (miðað við núverandi fyrirkomulag) og þegar kemur að hagsmunum listarinnar og samfélagsins er hún einfaldlega röng.“ Arnbjörg María minnir á að það getur verið hollt að muna úr hvaða grunni óperan er sprottin. „Óperan á rætur sínar að rekja til rannsóknar á hinu forna gríska leikhúsi, frummynd hins evrópska leikhúss, sem hefur ávallt í eðli sínu verið pólitískt í þeim skilningi að það þrífst ekki án þess að setja fram áleitnar spurningar um hina mannlegu tilvist og stöðu mannsins í samfélaginu á hverjum tíma. Það er þessi órjúfanlega samfélagslega vídd sem óperan þrífst á. Þess vegna er ábyrgðin lykilatriði. Þegar stjórnun listheimsins, innviðirnir sjálfir – ekki listin sjálf, er farin að spegla það sem er ekki í lagi í samfélaginu þá er það mjög alvarlegt mál. Listheimurinn verður að vera vitinn í myrkrinu og taka hlutverk sitt alvarlega. Strúktúrarnir verða að vera í lagi og gefa fyrirheit um betra samfélag, vegna þess að þeir endurspegla stöðu hins lýðræðislega samfélags. Aðeins þannig getur listin þrifist á eigin forsendum og skilað sínu hlutverki sem ómissandi ónæmiskerfi samfélagsins.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arnbjörg María Danielsen er ung kona sem er að hasla sér völl í evrópskum menningarheimi en er minna þekkt hér heima fyrir. Arnbjörg María býr í Berlín og starfar sem framleiðandi, listrænn stjórnandi og leikstjóri í veröld alþjóðlegrar óperu, tónlistar- og menningarviðburða sem nær þó vart utan um allt sem hún fæst við frá degi til dags. Arnbjörg María tekur engu sem gefnu heldur er í sífellu leitandi í framleiðslu sinni sem og listsköpun, sem er búið að vera viðburðaríkt ferðalag.Gruflarinn „Tónlist og leikhús hafa ávallt skipað stóran sess í lífi mínu en ég stefndi frekar að því að læra listfræði, fornleifafræði, stjórnmálafræði eða eitthvað slíkt. Var komin til Ítalíu til þess að læra listasögu og alþjóðleg stjórnmál og að vinna sem fararstjóri þegar áhugi minn á óperu leiddi mig í minn fyrsta söngtíma, hjá Kristjáni Jóhannssyni. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og ég átti dýrmæt ár með Alinu Dubik og fleira stórkostlegu fólki í Tónlistarskólanum í Reykjavík, sem undirbjó mig fyrir mastersnám í óperu og tónlistarleikhúsi við Mozarteum-háskólann í Salzburg. Þó að mér gengi vel að syngja, einkenndist tíminn í Mozarteum af miklum sjálfsefa. Ég eyddi miklum tíma á bókasafninu í samanburði við aðra söngvara og sótti meira og meira í samtímatónlist og framúrstefnulegri sviðsframsetningar og listform. Þegar kom að því að hrökkva eða stökkva sem söngvari varð ég að horfast í augu við það að ég saknaði þess of mikið að hugsa og grufla. Hafði meiri áhuga á hugmyndavinnunni og öllu því sem að baki liggur, frekar en að standa sjálf í sviðsljósinu. Fannst aðrir eiga miklu meira erindi á fjalirnar en ég.“Aðstandendur Far North í einni af Grænlandsferðunum.Ný hugsun Arnbjörg María söðlaði um og fór í annað mastersnám í háskólanum í Zürich og flutti sig þannig yfir á svið listrænnar stjórnunar, dramatúrgíu og framleiðslu. Námið í Zürich var sérsniðið að rekstrarþörfum opinberra liststofnana með megináherslu á leikhús og óperuhús. Það var samtvinnað af húmanísku fögunum, heimspekideildinni og hagfræðideildinni í samstarfi við stóru óperuhúsin, leikhúsin, hátíðir og söfn í Evrópu. Flestir sem komust að voru talsvert eldri og reyndari, sem hjálpaði Arnbjörgu að mynda gríðarsterkt tengslanet innan menningarheimsins. „Þarna fékk ég tækifæri til þess að vinna með færum fagaðilum á jafningjagrunni því stjórnendur námsins og nemendur voru margir hverjir í ábyrgðarstöðum eða að stýra stórum húsum og listviðburðum. Það voru miklir hugsjónamenn sem stóðu á bak við þetta því námið var í sjálfu sér sprottið upp úr ákveðinni krísu sem snýr að réttlætingu á fjármögnun og stöðu opinberra leikhúsa í Evrópu í dag. En þarna lærði maður að fara nýjar leiðir og hvernig á að vinna af heilindum með hagsmuni listarinnar og samfélagsins í öndvegi.Far North Í dag vinnur Arnbjörg María mest í Þýskalandi og víða á Norðurlöndunum. „Þetta eru fjölbreytt verkefni. Ég vann til að mynda sem listrænn stjórnandi að 1864 sem var samstarf á milli Danmerkur og Þýskalands til að minnast loka Slésvíkurstríðsins, og nú í vetur sem listrænn stjórnandi 150 ára afmælis danska tónskáldsins Carls Nielsen. Ég verð næstu árin að vinna að svipuðum músíkdramatískum verkefnum og óperum í Þýskalandi og víðar. Mér þykir spennandi að vinna með sinfóníuhljómsveitum á sviðsrænan hátt og gera tilraunir með rýmið. Þetta er flókið form og krefst mikillar útsjónarsemi og nákvæmni í framkvæmd. Annars er það verk sem ég brenn hvað mest fyrir alþjóðlegt tengslanet og framleiðsluvettvangur fyrir tónlistarleikhús í öllum sínum fjölbreytileika sem við Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og fleira ungt fólk frá Norðurlöndunum settum á laggirnar undir nafninu Far North. Þar er verið að skiptast á hugmyndum og sækja innblástur hvert til annars. Fyrsta stóra samstarfsverkefni Far North er ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur, UR_Some Kind of Opera, í leikstjórn Þorleifs. Hún verður frumsýnd í Theater Trier í Þýskalandi í september. Þaðan fer hún í norsku Þjóðaróperuna, til Basel í Sviss og víðar. „Við erum svo að leggja drög að flutningi á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Þannig að það er í mörg horn að líta.“Arnbjörg María DanielsenSköpun og traust Sem listrænn stjórnandi og leikstjóri leggur Arnbjörg María áherslu á að hún treysti áhorfendum til þess að meðtaka. „Þannig vil ég meðtaka og því ber mér að sjálfsögðu að treysta öðrum til þess sama. Áhorfendur er miklu klárari en við höldum. Þeir geta fyllt í eyðurnar, bætt við og tekið þátt í hinni listrænu upplifun með sínum innri sköpunarkrafti. Víðs vegar innan óperuheimsins er meinlaus nálgun vandamál og þá einkum þegar kemur að verkefnavali. Verkefnavalið þjappast í kringum tíu til fimmtán verk, t.d. á Íslandi eru svo fá verk sem fara í uppfærslu að þau koma nær aðeins af topp 10 alþjóðlega vinsældalistanum. Þá er hætt við að árhorfendur kynnist aðeins brotabroti af hinu fjölbreytta tónmáli sem finnst innan óperunnar og fagurfræðin getur orðið einsleit. Hús í þessari stöðu hætta oft að vera hluti af lifandi hefð og verða einhvers konar skemmtanaleikhús sem vantar alla vídd. Þannig hafa t.d. mörg lykilverka óperubókmenntanna aldrei verið flutt á Íslandi og það er ekki gott mál, því þá vantar stóra samhengið. Það verður spennandi að fylgjast með framþróuninni á Íslandi næstu misserin.Samfélagslegar skyldur Málið er að leikhús, tónlistarhús og óperur sem eiga tilvist sína undir opinberri fjármögnun þurfa að eiga virkt samtal við samfélagið um tilverurétt sinn og mikilvægi. Þetta samtal á sér stað á opinberum vettvangi og allt þarf að vera opinbert og til umræðu. Það er eina leiðin til þess að réttlæta fyrir almenningi það sem við erum að gera. Það fólk sem er í forsvari í listheiminum getur ekki ætlast til þess að fólk bara sætti sig við það í blindni að listir séu órjúfanlegur og lífsnauðsynlegur hluti af lýðræðislegu samfélagi á 21. öldinni. Ef umræðan um mikilvægi listarinnar í samfélaginu fer fram í lokuðum hópum og fyrir luktum dyrum þar sem allir eru meira eða minna sammála missum við af dýrmætu tækifæri og hætt er við að þetta mikilvæga samtal fari fyrir ofan garð og neðan. Þetta þýðir ekki að listin sjálf, innihaldið sjálft, eigi að lúta einhverjum lýðræðislegum lögmálum. En umgjörðin um hana og stofnanirnar svo sannarlega. Það er til að mynda sorglegt að fylgjast með því hvernig kerfisbundið er vegið að tónlistarlífi í landinu með þeim vanhugsuðu gjörningum er snúa að fasteignagjöldum á Hörpu um þessar mundir. Þetta þarf að ræða af miklu meiri nákvæmni á opinberum vettvangi.“ Stjórnun listheimsins Íslenska óperan hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu en aðspurð um þróun mála segir Arnbjörg María að þar virðist hafa verið meðvitað eða ómeðvitað kastað til hendinni og ekki viðhafðir starfshættir sem tíðkast í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Það er ótækt að fólk sem er í forsvari fyrir stofnun sem rekin er að stórum hluta fyrir almannafé nýti sér vísvitandi glufu í lagaramma um sjálfseignarstofnanir til að firra sig ábyrgð og undanskilja ferla og verklag frá stjórnsýslulögum. Þetta er tæknilega séð ekki ólöglegt. En þetta er meðvituð ákvörðun sem stjórn óperunnar er í sjálfsvald sett (miðað við núverandi fyrirkomulag) og þegar kemur að hagsmunum listarinnar og samfélagsins er hún einfaldlega röng.“ Arnbjörg María minnir á að það getur verið hollt að muna úr hvaða grunni óperan er sprottin. „Óperan á rætur sínar að rekja til rannsóknar á hinu forna gríska leikhúsi, frummynd hins evrópska leikhúss, sem hefur ávallt í eðli sínu verið pólitískt í þeim skilningi að það þrífst ekki án þess að setja fram áleitnar spurningar um hina mannlegu tilvist og stöðu mannsins í samfélaginu á hverjum tíma. Það er þessi órjúfanlega samfélagslega vídd sem óperan þrífst á. Þess vegna er ábyrgðin lykilatriði. Þegar stjórnun listheimsins, innviðirnir sjálfir – ekki listin sjálf, er farin að spegla það sem er ekki í lagi í samfélaginu þá er það mjög alvarlegt mál. Listheimurinn verður að vera vitinn í myrkrinu og taka hlutverk sitt alvarlega. Strúktúrarnir verða að vera í lagi og gefa fyrirheit um betra samfélag, vegna þess að þeir endurspegla stöðu hins lýðræðislega samfélags. Aðeins þannig getur listin þrifist á eigin forsendum og skilað sínu hlutverki sem ómissandi ónæmiskerfi samfélagsins.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira