Írar kjósa um hjónabönd samkynhneigðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Stríðandi fylkingar heyja harða kosningabaráttu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nordicphotos/AFP Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert. Írland Trúmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert.
Írland Trúmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira