Óvenju hress smellur kominn út frá Moses Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. maí 2015 08:00 „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að vera neitt of hressir en nýja lagið er samt mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitarinnar en lagið ber nafnið Snefill. Moses Hightower hefur að undanförnu unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að reyna að klára allar upptökur í ágúst eða september,“ svarar Magnús spurður út í nýju plötuna. Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum okkur samt að reyna að spila svolítið í lok sumars. Það er gaman að geta komið út lagi á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og hlær. Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannarlega að bregða aðeins út af vananum í nýja efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst. Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið á helstu tónlistarveitum internetsins. Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að vera neitt of hressir en nýja lagið er samt mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitarinnar en lagið ber nafnið Snefill. Moses Hightower hefur að undanförnu unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að reyna að klára allar upptökur í ágúst eða september,“ svarar Magnús spurður út í nýju plötuna. Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum okkur samt að reyna að spila svolítið í lok sumars. Það er gaman að geta komið út lagi á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og hlær. Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannarlega að bregða aðeins út af vananum í nýja efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst. Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið á helstu tónlistarveitum internetsins.
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira