Samfarirnar eru sársaukafullar sigga dögg skrifar 27. maí 2015 11:00 Vísir/Getty Spurning: Sæl, ég hef lengi verið að spá í einu og nú er ég í sambandi og það er virkilega farið að trufla mig. Ég kynntist strák og við erum nokkrum sinnum búin að reyna samfarir en það gengur aldrei, hann kemur honum ekki inn eða hann kemst bara smá inn og þegar hann hefur komið honum inn þá er það svo sárt að hann þarf að hætta og taka hann út. Ég hef aldrei getað notað túrtappa og mér finnst þetta mjög leiðinlegt, og bara vandræðalegt og óþægilegt, en ég veit ekki hvert ég á að snúa mér, vonandi getur þú aðstoðað mig.Svar: Ótrúlegt en satt þá ert þú alls ekki sú ein í heiminum sem upplifir sársauka við samfarir og vandamál tengd innsetningu lims í leggöng. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessum erfiðleikum, bæði af sálrænum toga og líkamlegum og er ekki ósennilegt að hvort tveggja spili inn í. Áður en ég fer og reyni að sjúkdómsgreina þig í pistli þá langar mig að benda þér á að heimsækja kvensjúkdómalækni sem getur metið þig og skoðað. Viðkomandi gæti í framhaldinu vísað þér á sjúkraþjálfara sem myndi kenna þér að slaka á og aðstoða við að reyna innsetningu. Einnig væri gott að tala við kynfræðing eða sálfræðing um tilfinningarnar og hugsanirnar sem tengjast kynlífi og líkamanum. Allt kynlíf tengist heilanum og er máttur hugans mjög mikilvægur. Þú getur ímyndað þér að hugurinn sé umferðarljós og ef heilinn stillir á rautt þá stoppar allt í líkamanum. Um leið og hugur flögrar að streitutengdum hugsunum, eða jafnvel bara einhverju allt öðru en þér þykir kynferðislega æsandi þá getur öll gredda stöðvast. Í því samhengi langar mig að spyrja þig hvort þú hafir stundað sjálfsfróun og hvort þú hafir sjálf getað sett fingur inn í leggöng. Margar konur glíma við sektarkennd og skömm í tengslum við sjálfsfróun. Það er erfitt að ætla að læra inn á líkamann og unað ef maður getur ekki, eða vill ekki, snerta sig sjálfa. Því skiptir máli hvernig þú upplifir kynlíf og þig sem kynveru og hvernig þér líður í kynlífi með annarri manneskju. Traust til bólfélaga getur skipt sköpum ef samfarir eiga að vera ánægjulegar. Á meðan þú gengur í gegnum þetta ferli að komast að því hvað sé að og hvað sé hægt að gera, er gott að muna að kynlíf er meira en bara samfarir. Biddu strákinn um að sýna þér þolinmæði og stuðning og ef þú treystir þér til þá er hægt að kela, knúsa, sleikja, nudda og strjúka, og það á mjög fullnægjandi hátt, allt án þess að innsetning í leggöng sé reynd. Þá er gott að muna að snípurinn er efst á píkunni og er innsetning hvorki handa né lims nauðsynleg fyrir fullnægingu. Heilsa Tengdar fréttir Sársauki við samfarir Vaginismus getur haft virkileg óþægindi og jafnvel sársauka í för með sér við kynferðislega snertingu, sérstaklega í samförum píku og typpis 6. maí 2015 11:00 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00 Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00 Lega legsins getur skipt máli Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig legið liggur en ef þú glímir við sársauka við samfarir eða mikla tíðarverki þá gæti verið að þú sért með leg sem er afturhallandi. 5. febrúar 2015 11:00 Ekki þjást í hljóði Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. 1. mars 2015 13:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Spurning: Sæl, ég hef lengi verið að spá í einu og nú er ég í sambandi og það er virkilega farið að trufla mig. Ég kynntist strák og við erum nokkrum sinnum búin að reyna samfarir en það gengur aldrei, hann kemur honum ekki inn eða hann kemst bara smá inn og þegar hann hefur komið honum inn þá er það svo sárt að hann þarf að hætta og taka hann út. Ég hef aldrei getað notað túrtappa og mér finnst þetta mjög leiðinlegt, og bara vandræðalegt og óþægilegt, en ég veit ekki hvert ég á að snúa mér, vonandi getur þú aðstoðað mig.Svar: Ótrúlegt en satt þá ert þú alls ekki sú ein í heiminum sem upplifir sársauka við samfarir og vandamál tengd innsetningu lims í leggöng. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessum erfiðleikum, bæði af sálrænum toga og líkamlegum og er ekki ósennilegt að hvort tveggja spili inn í. Áður en ég fer og reyni að sjúkdómsgreina þig í pistli þá langar mig að benda þér á að heimsækja kvensjúkdómalækni sem getur metið þig og skoðað. Viðkomandi gæti í framhaldinu vísað þér á sjúkraþjálfara sem myndi kenna þér að slaka á og aðstoða við að reyna innsetningu. Einnig væri gott að tala við kynfræðing eða sálfræðing um tilfinningarnar og hugsanirnar sem tengjast kynlífi og líkamanum. Allt kynlíf tengist heilanum og er máttur hugans mjög mikilvægur. Þú getur ímyndað þér að hugurinn sé umferðarljós og ef heilinn stillir á rautt þá stoppar allt í líkamanum. Um leið og hugur flögrar að streitutengdum hugsunum, eða jafnvel bara einhverju allt öðru en þér þykir kynferðislega æsandi þá getur öll gredda stöðvast. Í því samhengi langar mig að spyrja þig hvort þú hafir stundað sjálfsfróun og hvort þú hafir sjálf getað sett fingur inn í leggöng. Margar konur glíma við sektarkennd og skömm í tengslum við sjálfsfróun. Það er erfitt að ætla að læra inn á líkamann og unað ef maður getur ekki, eða vill ekki, snerta sig sjálfa. Því skiptir máli hvernig þú upplifir kynlíf og þig sem kynveru og hvernig þér líður í kynlífi með annarri manneskju. Traust til bólfélaga getur skipt sköpum ef samfarir eiga að vera ánægjulegar. Á meðan þú gengur í gegnum þetta ferli að komast að því hvað sé að og hvað sé hægt að gera, er gott að muna að kynlíf er meira en bara samfarir. Biddu strákinn um að sýna þér þolinmæði og stuðning og ef þú treystir þér til þá er hægt að kela, knúsa, sleikja, nudda og strjúka, og það á mjög fullnægjandi hátt, allt án þess að innsetning í leggöng sé reynd. Þá er gott að muna að snípurinn er efst á píkunni og er innsetning hvorki handa né lims nauðsynleg fyrir fullnægingu.
Heilsa Tengdar fréttir Sársauki við samfarir Vaginismus getur haft virkileg óþægindi og jafnvel sársauka í för með sér við kynferðislega snertingu, sérstaklega í samförum píku og typpis 6. maí 2015 11:00 Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00 Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00 Lega legsins getur skipt máli Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig legið liggur en ef þú glímir við sársauka við samfarir eða mikla tíðarverki þá gæti verið að þú sért með leg sem er afturhallandi. 5. febrúar 2015 11:00 Ekki þjást í hljóði Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. 1. mars 2015 13:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sársauki við samfarir Vaginismus getur haft virkileg óþægindi og jafnvel sársauka í för með sér við kynferðislega snertingu, sérstaklega í samförum píku og typpis 6. maí 2015 11:00
Hvenær er rétti tíminn fyrir kynlíf? Hér er tveimur algengum spurningum unglinga um kynlíf svarað 20. febrúar 2015 11:00
Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? Hefur þú ekki alltaf velt því fyrir þér hvað raunverulega felist í því að láta kanna hvort þú sért með kynsjúkdóm? 9. febrúar 2015 11:00
Lega legsins getur skipt máli Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig legið liggur en ef þú glímir við sársauka við samfarir eða mikla tíðarverki þá gæti verið að þú sért með leg sem er afturhallandi. 5. febrúar 2015 11:00
Ekki þjást í hljóði Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. 1. mars 2015 13:00