Hversdagslegt og athyglisvert í senn Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2015 12:30 Ljósmyndasýningin Verksummerki stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Hér er á ferðinni sýning sex ólíkra ljósmyndara með skemmtilegan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sitt eigið líf í verkum sínum. Ljósmyndararnir eru Agnieszka Sosnowska, Kristina Petrošiute, Bára Kristinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Skúta og Daniel Reuter en sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. „Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur, sem er ekki aðeins hinn ávallt nálægi áhorfandi og sögumaður heldur sjálft viðfangsefni verkanna,“ segir Brynja og bendir á að sýningin hafi sérlega sterka nálgun við samtímann. Myndirnar á sýningunni fanga verksummerki ljósmyndaranna í myndadagbókum, sjálfsmyndum og myndaröðum sem endurspegla nærumhverfi þeirra, reynslu og minningar. „Á okkar tímum er notkun ljósmynda gríðarlega mikil og persónubundinn.“ „Agnieszka er til að mynda að vinna með mjög leikrænar frásagnir og notar sína eigin persónu mikið í sínum myndum. En svo eru t.d. Skúta og Hallgerður stöðugt að mynda umhverfi sitt og vinna með það. Skúta setur t.d. sínar myndir fram þannig að gestir fá að róta í myndunum og skoða þær í krók og kima. Það gefur ákaflega sterka tilfinningu fyrir lífi manneskjunnar og gerir þetta mjög persónulegt. Þannig er oft verið að vinna með það sem er í senn hversdagslegt og athyglisvert í senn,“ segir Brynja að lokum. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ljósmyndasýningin Verksummerki stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sýningin er hluti af Listahátíðinni í Reykjavík. Hér er á ferðinni sýning sex ólíkra ljósmyndara með skemmtilegan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sitt eigið líf í verkum sínum. Ljósmyndararnir eru Agnieszka Sosnowska, Kristina Petrošiute, Bára Kristinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Skúta og Daniel Reuter en sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. „Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur, sem er ekki aðeins hinn ávallt nálægi áhorfandi og sögumaður heldur sjálft viðfangsefni verkanna,“ segir Brynja og bendir á að sýningin hafi sérlega sterka nálgun við samtímann. Myndirnar á sýningunni fanga verksummerki ljósmyndaranna í myndadagbókum, sjálfsmyndum og myndaröðum sem endurspegla nærumhverfi þeirra, reynslu og minningar. „Á okkar tímum er notkun ljósmynda gríðarlega mikil og persónubundinn.“ „Agnieszka er til að mynda að vinna með mjög leikrænar frásagnir og notar sína eigin persónu mikið í sínum myndum. En svo eru t.d. Skúta og Hallgerður stöðugt að mynda umhverfi sitt og vinna með það. Skúta setur t.d. sínar myndir fram þannig að gestir fá að róta í myndunum og skoða þær í krók og kima. Það gefur ákaflega sterka tilfinningu fyrir lífi manneskjunnar og gerir þetta mjög persónulegt. Þannig er oft verið að vinna með það sem er í senn hversdagslegt og athyglisvert í senn,“ segir Brynja að lokum.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning