Kaleo á ferð og flugi um Bandaríkin Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. maí 2015 09:15 Hér er Kaleo að leika ljúfa tóna á trjádrumbi í Nýju Mexíkó í aprílmánuði. Félagarnir voru að keyra í gegnum Bandaríkin og sáu þennan fallega trjádrumb og vildu ólmir taka lagið á honum. Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira