Ætla sér stundum aðeins um of Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 11:30 Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson í Kriðpleir eru á leiðinni út í heim en myndina tók Birgir Ísleifur Gunnarsson. Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira