Virðingarleysið birtist í launaumslaginu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2015 08:00 Það er rétt hjá Kára Stefánssyni að háskólamenntun ein og sér á ekki að vera grundvöllur launahækkana heldur hverju umrædd störf skila samfélaginu. En ef framlag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár? Þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði ég fréttaskýringu árið 2008 í miðopnu blaðsins um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Eftir að hafa kynnt mér málið ítarlega vildi ég nota sömu fyrirsögn og á þessum pistli, „Virðingarleysið birtist í launaumslaginu“, en þáverandi ritstjóri taldi hana of gildishlaðna. Niðurstaðan var bitlaus fyrirsögn, hálfgerður stuðull. „Menntun skal metin til launa,“ er slagorð BHM í kjarabaráttunni. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnudag hafa vakið athygli en þar sagði hann m.a: „Ef við tökum baráttu Bandalags háskólamanna og þessa kröfu manna um að þeir fái hærri laun af því þeir hafa fengið einhverja menntun. Ekki hærri laun vegna þess að þeir leggja meira af mörkum til samfélagsins. Ég held að það sé miklu eðlilegra að við reynum að búa okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja af mörkum til samfélagsins.“ Það er rétt hjá Kára að það er kolröng hugmyndafræði að einblína bara á menntunina sem slíka þegar launakröfur eru settar fram. Eðlilegra er að horfa á framlag viðkomandi eða eftir atvikum þau verðmæti sem viðkomandi skapar. Vandamálið er bara að framlag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár. Hvernig á til dæmis að meta framlag heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara til fjár? Er það yfirleitt hægt? Það er hægt að meta framlagið til samfélagsins (svo notað sé orðalag Kára) á grundvelli þess hversu mikilvæg umrædd störf eru í samfélaginu. Í þessu sambandi er hægt að færa ákveðin rök fyrir því að samfélag sem greiðir heilbrigðisstarfsmönnum lág laun telji mannslíf lítils virði. Hjúkrunarfræðingar voru með smánarlega lág laun árið 2008. Þess vegna var rétt að tala um „virðingarleysi“ í fyrirsögn fréttaskýringarinnar þótt ritstjórinn minn hafi verið ósammála. Hjúkrunarfræðingar eru alþjóðlegt vinnuafl. Það skýrir til dæmis mikinn fjölda íslenskra hjúkrunarfræðinga í Noregi. Hvers vegna eiga hjúkrunarfræðingar að þurfa að sæta því að flytja til útlanda til að fá eðlilegt endurgjald fyrir framlag sitt en læknar ekki? Ríkinu er vandi á höndum vegna nýgerðra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Annars vegar eru samningarnir út af fyrir sig verðbólguhvetjandi. Ofan á þá koma síðan skattalækkanir, sem kynntar voru í síðustu viku, eins og olía á verðbólgubál. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að nýgerðir kjarasamningar væru þensluhvetjandi, stór hluti kaupmáttar þeirra myndi brenna inni í verðbólgu og taldi líklegt að Seðlabankinn hækkaði vexti í kjölfar þeirra. Hvernig ætlar þá ríkið að fara að því að hækka laun aðildarfélaga BHM án þess að keyra upp verðbólguna? Hvernig á að hækka laun starfsstétta eins og hjúkrunarfræðinga, hverra framlag verður ekki metið til fjár, þannig að í launaumslagi þeirra birtist einhver virðing fyrir störfum þeirra en gæta að stöðugleika á sama tíma? Það er milljón dollara spurningin.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Það er rétt hjá Kára Stefánssyni að háskólamenntun ein og sér á ekki að vera grundvöllur launahækkana heldur hverju umrædd störf skila samfélaginu. En ef framlag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár? Þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði ég fréttaskýringu árið 2008 í miðopnu blaðsins um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Eftir að hafa kynnt mér málið ítarlega vildi ég nota sömu fyrirsögn og á þessum pistli, „Virðingarleysið birtist í launaumslaginu“, en þáverandi ritstjóri taldi hana of gildishlaðna. Niðurstaðan var bitlaus fyrirsögn, hálfgerður stuðull. „Menntun skal metin til launa,“ er slagorð BHM í kjarabaráttunni. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnudag hafa vakið athygli en þar sagði hann m.a: „Ef við tökum baráttu Bandalags háskólamanna og þessa kröfu manna um að þeir fái hærri laun af því þeir hafa fengið einhverja menntun. Ekki hærri laun vegna þess að þeir leggja meira af mörkum til samfélagsins. Ég held að það sé miklu eðlilegra að við reynum að búa okkur til aðferð til þess að meta það hversu mikið menn leggja af mörkum til samfélagsins.“ Það er rétt hjá Kára að það er kolröng hugmyndafræði að einblína bara á menntunina sem slíka þegar launakröfur eru settar fram. Eðlilegra er að horfa á framlag viðkomandi eða eftir atvikum þau verðmæti sem viðkomandi skapar. Vandamálið er bara að framlag ákveðinna háskólamenntaðra stétta verður ekki metið til fjár. Hvernig á til dæmis að meta framlag heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara til fjár? Er það yfirleitt hægt? Það er hægt að meta framlagið til samfélagsins (svo notað sé orðalag Kára) á grundvelli þess hversu mikilvæg umrædd störf eru í samfélaginu. Í þessu sambandi er hægt að færa ákveðin rök fyrir því að samfélag sem greiðir heilbrigðisstarfsmönnum lág laun telji mannslíf lítils virði. Hjúkrunarfræðingar voru með smánarlega lág laun árið 2008. Þess vegna var rétt að tala um „virðingarleysi“ í fyrirsögn fréttaskýringarinnar þótt ritstjórinn minn hafi verið ósammála. Hjúkrunarfræðingar eru alþjóðlegt vinnuafl. Það skýrir til dæmis mikinn fjölda íslenskra hjúkrunarfræðinga í Noregi. Hvers vegna eiga hjúkrunarfræðingar að þurfa að sæta því að flytja til útlanda til að fá eðlilegt endurgjald fyrir framlag sitt en læknar ekki? Ríkinu er vandi á höndum vegna nýgerðra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Annars vegar eru samningarnir út af fyrir sig verðbólguhvetjandi. Ofan á þá koma síðan skattalækkanir, sem kynntar voru í síðustu viku, eins og olía á verðbólgubál. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að nýgerðir kjarasamningar væru þensluhvetjandi, stór hluti kaupmáttar þeirra myndi brenna inni í verðbólgu og taldi líklegt að Seðlabankinn hækkaði vexti í kjölfar þeirra. Hvernig ætlar þá ríkið að fara að því að hækka laun aðildarfélaga BHM án þess að keyra upp verðbólguna? Hvernig á að hækka laun starfsstétta eins og hjúkrunarfræðinga, hverra framlag verður ekki metið til fjár, þannig að í launaumslagi þeirra birtist einhver virðing fyrir störfum þeirra en gæta að stöðugleika á sama tíma? Það er milljón dollara spurningin.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun