Umhleypingar að svikalogni loknu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Ekki er laust við að ákveðinn óhugur fylgi lestri á nýjustu spám um þróun stýrivaxta Seðlabankans. Greining Íslandsbanka gerir til dæmis í nýjustu spá sinni ráð fyrir því að stýrivextir bankans hækki um 2,5 prósentustig til loka næsta árs og verði þá komnir úr rúmum fimm prósentum nú í tæp átta prósent. Svo háir voru vextir síðast fyrir fimm árum, en þá á niðurleið. Bæði Íslandsbanki og Arion banki spá hálfs prósentustigs hækkun í fyrsta skrefi á miðvikudaginn næsta, sama dag og verkföll iðnaðarmanna hefjast. Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er vísað til þess að þeir kjarasamningar sem þegar hefur verið skrifað undir séu umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þar á bæ hafa verið send ítrekuð skilaboð um að vextir hækki við slíkar aðstæður. Þannig gæti vaxtahækkun bankans bæði orðið meiri og skarpari en þarna er gert ráð fyrir. Það ræðst væntanlega af niðurstöðu annarra samninga og svo því hvernig til tekst við boðaða afléttingu gjaldeyrishafta. Þá varaði greiningardeild Arion banka nýverið við því að breytingar á húsnæðisbótum og stuðningur vegna kaupa á fyrstu íbúð í nýkynntum lagafrumvörpum um húsnæðismál gætu ýtt undir hækkun húsnæðisverðs og þar með verðbólgu. Í greiningu Íslandsbanka er svo jafnframt tekið fram að spá bankans um stýrivexti byggi á því að þær tilslakanir sem gerðar verði á gjaldeyrishöftum á spátímabilinu verði framkvæmdar þannig að þær raski ekki stöðugleikanum á gjaldeyrismarkaði og kalli ekki á hækkun stýrivaxta til að tryggja þann stöðugleika.(Strategía sem ekki gafst vel fyrir hrun.) Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær vakti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, athygli á því að rót óstöðugleika á vinnumarkaði mætti finna í kjaraskerðingu frá hruni. „Er ekki tími til kominn að renni upp fyrir hæstvirtum fjármálaráðherra að það er ekki þjóðarsátt um gjaldmiðil sem kallar kjaraskerðingu, vaxtahækkanir og hörmungar yfir íslenska þjóð?“ spurði hann. Norræna módelið á vinnumarkaði dugar nefnilega skammt nema stöðugleiki haldist á öðrum vígstöðvum. Hér fóru stýrivextir hæst í 18 prósent, voru 15,5 prósent frá apríl til miðs október 2008. Þá lækkuðu vextir í 12 prósent í tæpan hálfan mánuð áður en þeir voru skrúfaðir upp um sex prósentustig og héldust þannig fram á vor 2009. Í skoðanakönnun rétt fyrir hækkunina í 18 prósent, sem Fréttablaðið birti á forsíðu, voru 68,8 prósent því fylgjandi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og 72,5 prósent vildu taka upp evru í stað krónu. Þegar fólk áttar sig á því að sá stöðugleiki sem ríkisstjórnin hefur gumað af er svikalogn í skjóli gjaldeyrishafta og verðbólga og hækkandi vextir taka að bíta á ný gæti reynt á hvort aðildarumsókn Íslands er jafn dauð og forráðamenn ríkisstjórnarinnar hafa viljað vera láta. Afleiðingar óstöðugs smágjaldmiðils sem kallar á hærri vexti sér til stuðnings en annars staðar þekkjast á byggðu bóli rifjast óþægilega hratt upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Ekki er laust við að ákveðinn óhugur fylgi lestri á nýjustu spám um þróun stýrivaxta Seðlabankans. Greining Íslandsbanka gerir til dæmis í nýjustu spá sinni ráð fyrir því að stýrivextir bankans hækki um 2,5 prósentustig til loka næsta árs og verði þá komnir úr rúmum fimm prósentum nú í tæp átta prósent. Svo háir voru vextir síðast fyrir fimm árum, en þá á niðurleið. Bæði Íslandsbanki og Arion banki spá hálfs prósentustigs hækkun í fyrsta skrefi á miðvikudaginn næsta, sama dag og verkföll iðnaðarmanna hefjast. Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er vísað til þess að þeir kjarasamningar sem þegar hefur verið skrifað undir séu umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þar á bæ hafa verið send ítrekuð skilaboð um að vextir hækki við slíkar aðstæður. Þannig gæti vaxtahækkun bankans bæði orðið meiri og skarpari en þarna er gert ráð fyrir. Það ræðst væntanlega af niðurstöðu annarra samninga og svo því hvernig til tekst við boðaða afléttingu gjaldeyrishafta. Þá varaði greiningardeild Arion banka nýverið við því að breytingar á húsnæðisbótum og stuðningur vegna kaupa á fyrstu íbúð í nýkynntum lagafrumvörpum um húsnæðismál gætu ýtt undir hækkun húsnæðisverðs og þar með verðbólgu. Í greiningu Íslandsbanka er svo jafnframt tekið fram að spá bankans um stýrivexti byggi á því að þær tilslakanir sem gerðar verði á gjaldeyrishöftum á spátímabilinu verði framkvæmdar þannig að þær raski ekki stöðugleikanum á gjaldeyrismarkaði og kalli ekki á hækkun stýrivaxta til að tryggja þann stöðugleika.(Strategía sem ekki gafst vel fyrir hrun.) Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær vakti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, athygli á því að rót óstöðugleika á vinnumarkaði mætti finna í kjaraskerðingu frá hruni. „Er ekki tími til kominn að renni upp fyrir hæstvirtum fjármálaráðherra að það er ekki þjóðarsátt um gjaldmiðil sem kallar kjaraskerðingu, vaxtahækkanir og hörmungar yfir íslenska þjóð?“ spurði hann. Norræna módelið á vinnumarkaði dugar nefnilega skammt nema stöðugleiki haldist á öðrum vígstöðvum. Hér fóru stýrivextir hæst í 18 prósent, voru 15,5 prósent frá apríl til miðs október 2008. Þá lækkuðu vextir í 12 prósent í tæpan hálfan mánuð áður en þeir voru skrúfaðir upp um sex prósentustig og héldust þannig fram á vor 2009. Í skoðanakönnun rétt fyrir hækkunina í 18 prósent, sem Fréttablaðið birti á forsíðu, voru 68,8 prósent því fylgjandi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og 72,5 prósent vildu taka upp evru í stað krónu. Þegar fólk áttar sig á því að sá stöðugleiki sem ríkisstjórnin hefur gumað af er svikalogn í skjóli gjaldeyrishafta og verðbólga og hækkandi vextir taka að bíta á ný gæti reynt á hvort aðildarumsókn Íslands er jafn dauð og forráðamenn ríkisstjórnarinnar hafa viljað vera láta. Afleiðingar óstöðugs smágjaldmiðils sem kallar á hærri vexti sér til stuðnings en annars staðar þekkjast á byggðu bóli rifjast óþægilega hratt upp.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun