Baráttan um borgina Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Lagið Aldrei fór ég suður trónaði vikum saman á toppum vinsældalista fyrir hartnær 20 árum enda yrkisefnið Íslendingum hugleikið þrátt fyrir að því fari fjarri að fólksflutningar af landsbyggðinni séu séríslenskt fyrirbæri. Meirihluti mannkyns vill búa í borgum og fyrir vikið eru þær mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Bubbi Morthens var búinn að átta sig á þessari þróun árið 1987: „Á fiskinum lifir þorpið, þorskurinn er fólkinu allt. Það þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt. Við færibandið standa menn en þeir finna þar enga ró, flestir þeir ungu komnir suður þar sem af draumunum er nóg.“ Þessa mynd má hæglega heimfæra yfir á samfélag dagsins í dag en ólíkt fyrri tímum þá lifir þjóðin ekki eingöngu á fiski og unga fólkið flýr ekki bæjarfélög heldur landið sjálft. Flest fólk vill lífsgæði sem einungis fjölmennar og þéttbyggðar borgir geta boðið upp á og líkt og Bubbi söng þá er þolinmæði fólks takmörkuð: „Ég hugsa oft um börnin mín, bráðum kemur að því að þau bíða ekki lengur, þau fara, hér er ekkert sem heldur í. Enn koma tómir bátarnir og bræðslan stendur auð. Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð.“ Gjöfulustu mið nútímans eru hins vegar ekki úti á hafi – full af fiski og sjávarföngum, heldur inni í borgum – full af mannlífi, menningu og fjölbreytileika. Þessu þurfa ákveðnir þingmenn að átta sig á og einkum og sér í lagi þeir sem standa fyrir fordæmalausum frumvörpum sem eru beinlínis lögð fram til að berjast gegn eðlilegri og lífsnauðsynlegri þróun Reykjavíkurborgar. Frumvarpið um flugvöllinn er stríðsyfirlýsing í baráttunni um að á Íslandi verði til samkeppnishæf borg og sú barátta er eina baráttan sem skiptir framtíð þjóðarinnar raunverulegu máli. Meistari Morthens hitti sannarlega naglann á höfuðið þegar hann benti okkur á að baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Lagið Aldrei fór ég suður trónaði vikum saman á toppum vinsældalista fyrir hartnær 20 árum enda yrkisefnið Íslendingum hugleikið þrátt fyrir að því fari fjarri að fólksflutningar af landsbyggðinni séu séríslenskt fyrirbæri. Meirihluti mannkyns vill búa í borgum og fyrir vikið eru þær mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Bubbi Morthens var búinn að átta sig á þessari þróun árið 1987: „Á fiskinum lifir þorpið, þorskurinn er fólkinu allt. Það þrælar alla vikuna, vaðandi slor og salt. Við færibandið standa menn en þeir finna þar enga ró, flestir þeir ungu komnir suður þar sem af draumunum er nóg.“ Þessa mynd má hæglega heimfæra yfir á samfélag dagsins í dag en ólíkt fyrri tímum þá lifir þjóðin ekki eingöngu á fiski og unga fólkið flýr ekki bæjarfélög heldur landið sjálft. Flest fólk vill lífsgæði sem einungis fjölmennar og þéttbyggðar borgir geta boðið upp á og líkt og Bubbi söng þá er þolinmæði fólks takmörkuð: „Ég hugsa oft um börnin mín, bráðum kemur að því að þau bíða ekki lengur, þau fara, hér er ekkert sem heldur í. Enn koma tómir bátarnir og bræðslan stendur auð. Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð.“ Gjöfulustu mið nútímans eru hins vegar ekki úti á hafi – full af fiski og sjávarföngum, heldur inni í borgum – full af mannlífi, menningu og fjölbreytileika. Þessu þurfa ákveðnir þingmenn að átta sig á og einkum og sér í lagi þeir sem standa fyrir fordæmalausum frumvörpum sem eru beinlínis lögð fram til að berjast gegn eðlilegri og lífsnauðsynlegri þróun Reykjavíkurborgar. Frumvarpið um flugvöllinn er stríðsyfirlýsing í baráttunni um að á Íslandi verði til samkeppnishæf borg og sú barátta er eina baráttan sem skiptir framtíð þjóðarinnar raunverulegu máli. Meistari Morthens hitti sannarlega naglann á höfuðið þegar hann benti okkur á að baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð.