Ekki tími fyrir Stuðmenn sem stendur Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gísladóttir segir æskilegt að nota túnfífil sem er á réttu þroskastigi til að fá meira út úr honum. vísir/vilhelm Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu. Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu.
Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira