Einbúarnir tóku mér ákaflega vel Magnús Guðmundsson skrifar 6. júní 2015 10:30 Ástríða Valdimars fyrir brimbrettasportinu leiddi til þess að hann byrjaði að taka ljósmyndir. Visir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Valdimars Thorlacius ljósmyndara undir yfirskriftinni I Ein/Einn. Samhliða sýningu Valdimars kemur út bók með ljósmyndunum hjá Crymogeu. Valdimar er aðeins 25 ára gamall og það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur ljósmyndari sýni og sendi frá sér bók samhliða því en hann byrjaði að mynda um 2009 og þá til þess að mynda áhugamál sitt. „Þetta byrjaði með því að ég fékk mér myndavél til þess að mynda sörfið.“ Valdimar hefur lengi stundað brimbrettasportið af mikilli ástríðu. „Málið er að Ísland er frábær staður til þess að sörfa, ég hef farið víða um heim til þess að stunda þetta og strendurnar hér við land gefa þessum bestu stöðum ekkert eftir. Ljósmyndunin byrjaði svona úr frá þessu en svo áður en ég vissi var ég kominn í Ljósmyndaskólann og kláraði námið 2014.“Mynd/Valdimar ThorlaciusAð loknu náminu á síðasta ári fór Valdimar með útskriftarverkefnið sitt á „portfolio revue“ hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem sérfræðingar víða að vega og meta verk viðkomandi. Hann var annar tveggja ljósmyndara sem hlutu styrk til þess að þróa sitt efni áfram og í framhaldinu höfðu Þjóðminjasafnið og Crymogea samband við hann. „Verkefnið sem ég er að sýna hefur í raun verið lengi í vinnslu. Það byrjaði í skólanum og hélt áfram að þróast þar.“ Með ljósmyndum Valdimars eru sagðar sögur úr heimi einbúa til bæja og sveita víða um land. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttunum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Mynd/Valdimar Thorlacius„Það var í raun ekkert eitt sem kveikti áhugann á þessu verkefni. Ég hef mikinn áhuga á heimildarljósmyndun og þetta er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera. Ég fór um allt land til þess að mynda einfara og víðast hvar var mér nú afskaplega vel tekið. Það hjálpaði eflaust með verkefnið allt að það lá alltaf mjög skýrt fyrir hvað ég ætlaði að gera. En svo sér maður betur eftir að sýningin er opnuð og bókin kemur út hvort þetta verkefni fer eitthvað lengra. Ég er langt kominn með að mynda í næstu seríu en þar er ég áfram að vinna með heimildarnálgun svo það verður nóg að gera á næstunni.“ Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Valdimars Thorlacius ljósmyndara undir yfirskriftinni I Ein/Einn. Samhliða sýningu Valdimars kemur út bók með ljósmyndunum hjá Crymogeu. Valdimar er aðeins 25 ára gamall og það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur ljósmyndari sýni og sendi frá sér bók samhliða því en hann byrjaði að mynda um 2009 og þá til þess að mynda áhugamál sitt. „Þetta byrjaði með því að ég fékk mér myndavél til þess að mynda sörfið.“ Valdimar hefur lengi stundað brimbrettasportið af mikilli ástríðu. „Málið er að Ísland er frábær staður til þess að sörfa, ég hef farið víða um heim til þess að stunda þetta og strendurnar hér við land gefa þessum bestu stöðum ekkert eftir. Ljósmyndunin byrjaði svona úr frá þessu en svo áður en ég vissi var ég kominn í Ljósmyndaskólann og kláraði námið 2014.“Mynd/Valdimar ThorlaciusAð loknu náminu á síðasta ári fór Valdimar með útskriftarverkefnið sitt á „portfolio revue“ hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem sérfræðingar víða að vega og meta verk viðkomandi. Hann var annar tveggja ljósmyndara sem hlutu styrk til þess að þróa sitt efni áfram og í framhaldinu höfðu Þjóðminjasafnið og Crymogea samband við hann. „Verkefnið sem ég er að sýna hefur í raun verið lengi í vinnslu. Það byrjaði í skólanum og hélt áfram að þróast þar.“ Með ljósmyndum Valdimars eru sagðar sögur úr heimi einbúa til bæja og sveita víða um land. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttunum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Mynd/Valdimar Thorlacius„Það var í raun ekkert eitt sem kveikti áhugann á þessu verkefni. Ég hef mikinn áhuga á heimildarljósmyndun og þetta er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera. Ég fór um allt land til þess að mynda einfara og víðast hvar var mér nú afskaplega vel tekið. Það hjálpaði eflaust með verkefnið allt að það lá alltaf mjög skýrt fyrir hvað ég ætlaði að gera. En svo sér maður betur eftir að sýningin er opnuð og bókin kemur út hvort þetta verkefni fer eitthvað lengra. Ég er langt kominn með að mynda í næstu seríu en þar er ég áfram að vinna með heimildarnálgun svo það verður nóg að gera á næstunni.“
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp