Móðgunartaxti embættismanna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. júní 2015 05:00 Íslensk meiðyrðalöggjöf er of ströng. Hún miðast um of við að standa vörð um sæmd en of lítið við réttinn til tjáningarfrelsis. Hún er of mikið sniðin eftir þeirri hugmynd að sæmd varðveiti menn með þögn um verk sín og persónu. Hún er of bundin við hagsmuni þeirra sem vilja sækja æru sína til dómstóla með fébótum en tekur ekki nægilegt tillit til þess að fólk þarf að hafa leyfi til að hafa orð á því sem það telur sig vita og telur sig geta staðið við án þess að þurfa að greiða það dýru verði.Þagnarótti Fyrir vikið geta dómstólar orðið skálkaskjól og leið til að vekja þagnarótta, hræða blaðamenn og aðra frá því að fjalla um hluti sem þeir telja sig þurfa að fjalla um; hræða fólk frá því að segja hug sinn. Þeir hvetja til þess að við berum fram sakir í lágum hljóðum en ekki upphátt; íslenskir dómstólar standa vörð um þá séríslensku bókmenntagrein, kjaftasöguna. Sæmd sækja menn ekki til dómstóla. Orðstír sinn fá menn af verkum sínum og framgöngu. Orðspor fæst ekki keypt, eins og vesalings fyrrum útrásarvíkingarnir hafa aldeilis mátt reyna. Séu menn bornir röngum og ósanngjörnum sökum er alltaf best að svara þeim á sama vettvangi, heiðarlega og af yfirvegun. Það er mikið vafamál að dómstólar séu yfirleitt rétti vettvangurinn til að kveða upp úr um það hvort tiltekin ummæli séu „dauð og ómerk“; því að dómstólar geta ekki hlutast til um það hvernig við hugsum eða hvert álit okkar sé á öðru fólki. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú þrisvar dæmt Erlu Hlynsdóttur blaðamanni í vil í málum þar sem býsna harðir dómar féllu hér á landi yfir henni og störfum hennar: í tveimur fyrri tilvikunum hafði hún verið dæmd fyrir ummæli viðmælenda sinna – í fyrra sinnið um starfsemi nektardansstaðar sem nokkru síðar var lokað af yfirvöldum vegna ólöglegrar starfsemi og í öðru tilvikinu fyrir ummæli sem tengdust svonefndu Byrgismáli. Þriðji aðilinn til að sækja mannorðsfé í greipar Erlu var sakborningur í kókaínsmyglmáli sem undi því ekki að vera kenndur við þann glæp í fyrirsögn. Óskandi væri að þessar þrálátu leiðréttingar að utan á íslenskum dómum yrðu til þess að íslenskir lögspekingar færu að hugsa sinn gang um þessi mál eða löggjafinn gripi til sinna ráða og setti okkur frjálslegri meiðyrðalöggjöf sem miðaðist svolítið meira við tjáningarfrelsi. Fram hefur komið að Erla naut ekki atbeina innanríkisráðuneytisins í sínum málarekstri og var því borið við að ekki væru til neinir peningar, sem fróðlegt er að heyra í ljósi þeirra fjárhæða sem ausið var í almannatengla vegna lekamálsins – með frægum árangri.Bændur fljúgast á Og víkur þá sögunni vestur á Snæfellsnes, nánar til tekið í Eyja- og Miklaholtshrepp. Þar hafa bændur ræktað með sér deilur af því tagi sem við þekkjum allar götur frá Íslendingasögunum og fram á okkar daga í þessu landi sem er svo þakið gaddavír að menn kynnu að halda að hér geisi eilíf styrjöld. Deilurnar virðast í Íslendingasagnastíl, hverfast um höfðingjann, goðann í héraðinu, umsvif hans og meintan yfirgang – annaðhvort hans gagnvart öðrum eða annarra gagnvart honum. Ekki er auðvelt að henda reiður á þessum deilum. Eiginlega ekki annað fyrir okkur hin að gera en að segja: Æ, krakkar mínir, og minna á geðorð númer eitt: „Hugsaðu jákvætt, það er léttara“. En á dögunum féll sem sé dómur – einn af þessum þungu íslensku meiðyrðadómum, og er óhætt að segja að allt sé þar með nokkrum ólíkindum. Kona ein í sveitinni, Anna Sesselja Sigurðardóttir að nafni, telur að að oddvitinn í hreppnum hafi dregið taum höfðingjans, Ólafs Ólafssonar, sem kenndur er við Samskip, í deilum milli bæjanna. Hún skrifar á Facebook að oddvitinn smjaðri fyrir Ólafi, enda hafi Ólafur gefið honum traktor, setur svo fram spurningu um mútur. Oddvitinn bregst ókvæða við, harðneitar því að hafa fengið gefins traktor en talar um að menn fái eitt og annað lánað milli bæja eins og gengur. Lætur á sér skilja að hann sé með traktor í láni. Er svo kyrrt um hríð. Svo gerist hið óvænta: sjálfur ríkissaksóknari, sem er nú ekki uppnæmur yfir smámunum, kærir konuna fyrir ummælin og á dögunum féll sem sé dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem hún er dæmd í sekt fyrir að segja að traktor hafi verið gefinn – en hann var sem sé bara í láni – og það sem meira er: hún er dæmd til að greiða lögmanni sínum 1,2 milljónir króna í málsvarnarlaun. Það er ansi mikil upphæð fyrir sumt fólk. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að kæra manneskju fyrir þær ávirðingar á Facebook í garð oddvita, að hann hafi fengið gefins traktor sem aðeins sé í láni, vitnar um að enn starfa menn í íslenski stjórnsýslu eftir hinni fráleitu 242. grein almennra hegningarlaga sem hljóðar á þessa leið: „Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta ákæru eftir kröfu hans.“ Að vísu er búið að taka burt það allra fáránlegasta í greininni um „aðdróttun þótt sönn sé“; þökk sé Þorgeiri Þorgeirssyni. En áfram hafa íslenskir embættismenn sinn sérstaka móðgunartaxta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslensk meiðyrðalöggjöf er of ströng. Hún miðast um of við að standa vörð um sæmd en of lítið við réttinn til tjáningarfrelsis. Hún er of mikið sniðin eftir þeirri hugmynd að sæmd varðveiti menn með þögn um verk sín og persónu. Hún er of bundin við hagsmuni þeirra sem vilja sækja æru sína til dómstóla með fébótum en tekur ekki nægilegt tillit til þess að fólk þarf að hafa leyfi til að hafa orð á því sem það telur sig vita og telur sig geta staðið við án þess að þurfa að greiða það dýru verði.Þagnarótti Fyrir vikið geta dómstólar orðið skálkaskjól og leið til að vekja þagnarótta, hræða blaðamenn og aðra frá því að fjalla um hluti sem þeir telja sig þurfa að fjalla um; hræða fólk frá því að segja hug sinn. Þeir hvetja til þess að við berum fram sakir í lágum hljóðum en ekki upphátt; íslenskir dómstólar standa vörð um þá séríslensku bókmenntagrein, kjaftasöguna. Sæmd sækja menn ekki til dómstóla. Orðstír sinn fá menn af verkum sínum og framgöngu. Orðspor fæst ekki keypt, eins og vesalings fyrrum útrásarvíkingarnir hafa aldeilis mátt reyna. Séu menn bornir röngum og ósanngjörnum sökum er alltaf best að svara þeim á sama vettvangi, heiðarlega og af yfirvegun. Það er mikið vafamál að dómstólar séu yfirleitt rétti vettvangurinn til að kveða upp úr um það hvort tiltekin ummæli séu „dauð og ómerk“; því að dómstólar geta ekki hlutast til um það hvernig við hugsum eða hvert álit okkar sé á öðru fólki. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú þrisvar dæmt Erlu Hlynsdóttur blaðamanni í vil í málum þar sem býsna harðir dómar féllu hér á landi yfir henni og störfum hennar: í tveimur fyrri tilvikunum hafði hún verið dæmd fyrir ummæli viðmælenda sinna – í fyrra sinnið um starfsemi nektardansstaðar sem nokkru síðar var lokað af yfirvöldum vegna ólöglegrar starfsemi og í öðru tilvikinu fyrir ummæli sem tengdust svonefndu Byrgismáli. Þriðji aðilinn til að sækja mannorðsfé í greipar Erlu var sakborningur í kókaínsmyglmáli sem undi því ekki að vera kenndur við þann glæp í fyrirsögn. Óskandi væri að þessar þrálátu leiðréttingar að utan á íslenskum dómum yrðu til þess að íslenskir lögspekingar færu að hugsa sinn gang um þessi mál eða löggjafinn gripi til sinna ráða og setti okkur frjálslegri meiðyrðalöggjöf sem miðaðist svolítið meira við tjáningarfrelsi. Fram hefur komið að Erla naut ekki atbeina innanríkisráðuneytisins í sínum málarekstri og var því borið við að ekki væru til neinir peningar, sem fróðlegt er að heyra í ljósi þeirra fjárhæða sem ausið var í almannatengla vegna lekamálsins – með frægum árangri.Bændur fljúgast á Og víkur þá sögunni vestur á Snæfellsnes, nánar til tekið í Eyja- og Miklaholtshrepp. Þar hafa bændur ræktað með sér deilur af því tagi sem við þekkjum allar götur frá Íslendingasögunum og fram á okkar daga í þessu landi sem er svo þakið gaddavír að menn kynnu að halda að hér geisi eilíf styrjöld. Deilurnar virðast í Íslendingasagnastíl, hverfast um höfðingjann, goðann í héraðinu, umsvif hans og meintan yfirgang – annaðhvort hans gagnvart öðrum eða annarra gagnvart honum. Ekki er auðvelt að henda reiður á þessum deilum. Eiginlega ekki annað fyrir okkur hin að gera en að segja: Æ, krakkar mínir, og minna á geðorð númer eitt: „Hugsaðu jákvætt, það er léttara“. En á dögunum féll sem sé dómur – einn af þessum þungu íslensku meiðyrðadómum, og er óhætt að segja að allt sé þar með nokkrum ólíkindum. Kona ein í sveitinni, Anna Sesselja Sigurðardóttir að nafni, telur að að oddvitinn í hreppnum hafi dregið taum höfðingjans, Ólafs Ólafssonar, sem kenndur er við Samskip, í deilum milli bæjanna. Hún skrifar á Facebook að oddvitinn smjaðri fyrir Ólafi, enda hafi Ólafur gefið honum traktor, setur svo fram spurningu um mútur. Oddvitinn bregst ókvæða við, harðneitar því að hafa fengið gefins traktor en talar um að menn fái eitt og annað lánað milli bæja eins og gengur. Lætur á sér skilja að hann sé með traktor í láni. Er svo kyrrt um hríð. Svo gerist hið óvænta: sjálfur ríkissaksóknari, sem er nú ekki uppnæmur yfir smámunum, kærir konuna fyrir ummælin og á dögunum féll sem sé dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem hún er dæmd í sekt fyrir að segja að traktor hafi verið gefinn – en hann var sem sé bara í láni – og það sem meira er: hún er dæmd til að greiða lögmanni sínum 1,2 milljónir króna í málsvarnarlaun. Það er ansi mikil upphæð fyrir sumt fólk. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að kæra manneskju fyrir þær ávirðingar á Facebook í garð oddvita, að hann hafi fengið gefins traktor sem aðeins sé í láni, vitnar um að enn starfa menn í íslenski stjórnsýslu eftir hinni fráleitu 242. grein almennra hegningarlaga sem hljóðar á þessa leið: „Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta ákæru eftir kröfu hans.“ Að vísu er búið að taka burt það allra fáránlegasta í greininni um „aðdróttun þótt sönn sé“; þökk sé Þorgeiri Þorgeirssyni. En áfram hafa íslenskir embættismenn sinn sérstaka móðgunartaxta.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun