Jákvæð ímynd Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2015 12:00 Markaðurinn hefur undanfarnar vikur birt áhugaverð viðtöl við tvo athafnamenn sem vinna við útflutning. Annars vegar var viðtal við Jón Georg Aðalsteinsson, sem flytur sjávarafurðir, skyr og lamb til Evrópu, hins vegar Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Ígló&Indí, sem er fyrirtæki í barnafatahönnun. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim, en einkum í Evrópu. Þau Jón Georg og Tinna benda bæði á að það sé ekki gallalaust að flytja út vörur frá Íslandi. Jón Georg nefndi sem dæmi að Íslendingar hefðu ekki náð að temja sér langtímahugsun og að skipuleggja fram í tímann. En hann tók líka fram að það væri dýrara að senda vörur frá Íslandi á erlenda markaði, einfaldlega vegna legu landsins í miðju Atlantshafi. Tinna nefndi sem dæmi að það væri dýrt að viðhalda viðskiptasamböndum frá Íslandi og það væri dýrt að reka vöruhús á Íslandi og senda út vörur. Bæði nefndu þau þó að vörumerkið Ísland væri mikils virði. „Spurningin er bara hvað við höfum til að keppa á gæðum, hver er okkar sérstaða? Við höfum eitt sem enginn annar getur tekið frá okkur. Það er orðið „Iceland“,“ sagði Jón Georg og bætti því við að nafn landsins vekti jákvæð hughrif. Tinna sagði að ein mikilvægasta eign og sérstaða íslenskra útflytjenda væri vörumerkið Ísland. „Ígló&Indí hefur ávallt áttað sig á því hversu mikilvægt Ísland er fyrir hönnunina og þróun vörulínunnar en einungis nýlega hversu mikið aðdráttarafl Ísland hefur í markaðssetningu og við höfum verið að nýta okkur það núna,“ sagði hún. Þau eru ekki ein til um að skynja þetta. Bretinn Malcolm Walker, sem stýrir matvörukeðjunni Iceland Frozen Foods, velur að rækta tengslin við Ísland í viðskiptum sínum. Og við finnum þetta öll þessi misserin, þegar mikilvægasta atvinnugreinin okkar er ferðaþjónusta. Hagvöxtur okkar síðustu ár byggist að stórum hluta á því að útlendingar líta í sífellt meira mæli á Ísland sem spennandi og aðlaðandi áfangastað. Íslenskir listamenn upplifa þetta líka. Fyrir fáeinum áratugum þekktu útlendingar ekki annað nafn en Halldór Kiljan Laxness, svo kom Björk mörgum árum seinna. Nú eru nánast óteljandi söngvarar, leikarar og aðrir listamenn sem útlendingar þekkja. Þeir vekja áhuga á Íslandi, en „vörumerkið“ Ísland getur líka vakið athygli á þeim. En það er ekki sjálfsagt að Ísland veki jákvæð hughrif og við verðum vafalaust að leggja rækt við ímynd lands og þjóðar. Með það í huga verðum við að huga að því hvernig við byggjum upp atvinnulífið okkar. Vitandi það hversu harðri gagnrýni hvalveiðar sæta á erlendri grundu verðum við til dæmis að velta því fyrir okkur hvort það sé skynsamlegt að halda þeim áfram, sérstaklega þegar markaðir fyrir kjötið virðast afskaplega takmarkaðir. Viljum við menga náttúruna með uppbyggingu atvinnugreina sem byggja á ívilnunum frá hinu opinbera? Þetta eru spurningar sem við verðum að hafa í huga þegar við byggjum upp íslenskt atvinnulíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Markaðurinn hefur undanfarnar vikur birt áhugaverð viðtöl við tvo athafnamenn sem vinna við útflutning. Annars vegar var viðtal við Jón Georg Aðalsteinsson, sem flytur sjávarafurðir, skyr og lamb til Evrópu, hins vegar Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Ígló&Indí, sem er fyrirtæki í barnafatahönnun. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim, en einkum í Evrópu. Þau Jón Georg og Tinna benda bæði á að það sé ekki gallalaust að flytja út vörur frá Íslandi. Jón Georg nefndi sem dæmi að Íslendingar hefðu ekki náð að temja sér langtímahugsun og að skipuleggja fram í tímann. En hann tók líka fram að það væri dýrara að senda vörur frá Íslandi á erlenda markaði, einfaldlega vegna legu landsins í miðju Atlantshafi. Tinna nefndi sem dæmi að það væri dýrt að viðhalda viðskiptasamböndum frá Íslandi og það væri dýrt að reka vöruhús á Íslandi og senda út vörur. Bæði nefndu þau þó að vörumerkið Ísland væri mikils virði. „Spurningin er bara hvað við höfum til að keppa á gæðum, hver er okkar sérstaða? Við höfum eitt sem enginn annar getur tekið frá okkur. Það er orðið „Iceland“,“ sagði Jón Georg og bætti því við að nafn landsins vekti jákvæð hughrif. Tinna sagði að ein mikilvægasta eign og sérstaða íslenskra útflytjenda væri vörumerkið Ísland. „Ígló&Indí hefur ávallt áttað sig á því hversu mikilvægt Ísland er fyrir hönnunina og þróun vörulínunnar en einungis nýlega hversu mikið aðdráttarafl Ísland hefur í markaðssetningu og við höfum verið að nýta okkur það núna,“ sagði hún. Þau eru ekki ein til um að skynja þetta. Bretinn Malcolm Walker, sem stýrir matvörukeðjunni Iceland Frozen Foods, velur að rækta tengslin við Ísland í viðskiptum sínum. Og við finnum þetta öll þessi misserin, þegar mikilvægasta atvinnugreinin okkar er ferðaþjónusta. Hagvöxtur okkar síðustu ár byggist að stórum hluta á því að útlendingar líta í sífellt meira mæli á Ísland sem spennandi og aðlaðandi áfangastað. Íslenskir listamenn upplifa þetta líka. Fyrir fáeinum áratugum þekktu útlendingar ekki annað nafn en Halldór Kiljan Laxness, svo kom Björk mörgum árum seinna. Nú eru nánast óteljandi söngvarar, leikarar og aðrir listamenn sem útlendingar þekkja. Þeir vekja áhuga á Íslandi, en „vörumerkið“ Ísland getur líka vakið athygli á þeim. En það er ekki sjálfsagt að Ísland veki jákvæð hughrif og við verðum vafalaust að leggja rækt við ímynd lands og þjóðar. Með það í huga verðum við að huga að því hvernig við byggjum upp atvinnulífið okkar. Vitandi það hversu harðri gagnrýni hvalveiðar sæta á erlendri grundu verðum við til dæmis að velta því fyrir okkur hvort það sé skynsamlegt að halda þeim áfram, sérstaklega þegar markaðir fyrir kjötið virðast afskaplega takmarkaðir. Viljum við menga náttúruna með uppbyggingu atvinnugreina sem byggja á ívilnunum frá hinu opinbera? Þetta eru spurningar sem við verðum að hafa í huga þegar við byggjum upp íslenskt atvinnulíf.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun