Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Guðrún Ansnes skrifar 12. júní 2015 12:00 Allir eru velkomnir í Norræna húsið klukkan 17.00 í dag Vísir/GVA Í dag eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og sömuleiðis í Danmörku. Af því tilefni ætla konur og karlar að fagna saman með sérlegum fundi í Norræna húsinu í dag. „Þarna verður farið yfir söguna, og fagbundin umfjöllun í bland við umræður verður í hávegum höfð,“ segir Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri, en hún gegnir hlutverki fundarstjóra. Munu Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, danskur rithöfundur, og Gerður Kristný Guðjónsdóttir flytja erindi, sem svo verður fylgt eftir með umræðum. „Það verður gaman að heyra muninn á dönsku samfélagi og íslensku, en Skov er til dæmis þekkt í Danmörku fyrir að vera beitt í ádeilu sinni á samfélagið og er mikill þjóðfélagsrýnir,“ útskýrir Charlotte, sem sjálf er dönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár. „Að loknum erindum verða umræður í um þrjátíu mínútur, þar sem ég opna fyrir umræðuna og ætla að spyrja meðal annars út í þá staðreynd að stúlkur séu oftar en ekki með háar einkunnir í skóla, iðulega dúxar, og hvernig það skilar sér til dæmis í hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, hvernig komið er fram við kvenlíkamann og fleira sem brýnt er í femínískri umræðu í dag,“ segir Charlotte. Segir Charlotte mikið hægt að segja til um samfélag þar sem konur geta grínast og skotið á sjálfar sig og karlana. Það sé góðs viti. „Þó svo að launin skipti miklu máli þá verðum við líka að horfa á kjarnann, húmorinn, líkamann og menntunina,“ segir hún að lokum. Er fundurinn samstarfsverkefni upplýsingaskrifstofunnar Norðurlönd í fókus, danska sendiráðsins á Íslandi og Reykjavíkurborgar. Menning Tengdar fréttir Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í dag eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og sömuleiðis í Danmörku. Af því tilefni ætla konur og karlar að fagna saman með sérlegum fundi í Norræna húsinu í dag. „Þarna verður farið yfir söguna, og fagbundin umfjöllun í bland við umræður verður í hávegum höfð,“ segir Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri, en hún gegnir hlutverki fundarstjóra. Munu Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, danskur rithöfundur, og Gerður Kristný Guðjónsdóttir flytja erindi, sem svo verður fylgt eftir með umræðum. „Það verður gaman að heyra muninn á dönsku samfélagi og íslensku, en Skov er til dæmis þekkt í Danmörku fyrir að vera beitt í ádeilu sinni á samfélagið og er mikill þjóðfélagsrýnir,“ útskýrir Charlotte, sem sjálf er dönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár. „Að loknum erindum verða umræður í um þrjátíu mínútur, þar sem ég opna fyrir umræðuna og ætla að spyrja meðal annars út í þá staðreynd að stúlkur séu oftar en ekki með háar einkunnir í skóla, iðulega dúxar, og hvernig það skilar sér til dæmis í hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, hvernig komið er fram við kvenlíkamann og fleira sem brýnt er í femínískri umræðu í dag,“ segir Charlotte. Segir Charlotte mikið hægt að segja til um samfélag þar sem konur geta grínast og skotið á sjálfar sig og karlana. Það sé góðs viti. „Þó svo að launin skipti miklu máli þá verðum við líka að horfa á kjarnann, húmorinn, líkamann og menntunina,“ segir hún að lokum. Er fundurinn samstarfsverkefni upplýsingaskrifstofunnar Norðurlönd í fókus, danska sendiráðsins á Íslandi og Reykjavíkurborgar.
Menning Tengdar fréttir Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23