Fagnar afmælinu með Sólinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. júní 2015 10:00 Halldór Gylfason ætlar að halda tónleika í júní með sínum eigin lögum. Vísir/valli Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“ Tónlist Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“
Tónlist Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira