Engum til sóma Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Enn er úrbóta þörf í skipulagi og stjórnun safnamála hér á landi. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslunni „Íslensk muna- og minjasöfn: Meðferð og nýting á ríkisfé“ sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í gær. Líklega eru þeir til sem telja að taka mætti enn dýpra í árinni og segja sem svo að ástand safnamála og utanumhald væri í farvegi sem ekki væri sæmandi sjálfstæðri þjóð. Þannig hefur eitt höfuðsafna landsins, Náttúruminjasafn Íslands, verið geymt í kössum um árabil þar sem engin aðstaða er til sýninga og fjármunir af svo skornum skammti að vart dugar til reksturs einnar skrifstofu. Á fjárlögum þessa árs eru tæpar 25 milljónir eyrnamerktar Náttúruminjasafni en rúmur hálfur milljarður Þjóðminjasafni. Í skýrslu sinni nú fer Ríkisendurskoðun yfir að í ferli sé vinna við tvær ábendingar sem eftir stóðu af níu sem gerðar voru í skýrslu stofnunarinnar árið 2009. Enn á nefnilega eftir að móta hér heildstæða stefnu um málefni safna og marka langtímaáætlun um fjárveitingar til safnamála. Ríkisendurskoðun upplýsir þær ánægjulegu fréttir að í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins til stofnunarinnar á þessu ári hafi komið fram að á árinu væri von á fyrstu tillögum safnaráðs um heildstæða stefnu í málaflokknum, en ráðið hafi frá ársbyrjun 2013 sinnt stefnumótun safnamála. „Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ætla annað en að vinna safnaráðs beri ávöxt þótt óvíst sé að áformaður tímarammi standist,“ segir í skýrslunni. Þá er líka vonarglæta tengd mörkun langtímaáætlunar um fjárveitingar til safnamála, því þar segir ráðuneytið að lausnin sé fólgin í væntanlegum lögum um opinber fjármál. Þau geri ráð fyrir að málefni safna verði sérstakur málaflokkur og langtímastefna því óaðskiljanlegur hluti af fjárlagagerð hvers árs. Enn á þó eftir að vinda ofan þeirri vitleysu sem ákveðin var við stjórnarskiptin 2013, að færa hluta safnamála (Þjóðminjasafnið þar á meðal) frá mennta- og menningarmálaráðuneyti yfir til forsætisráðuneytisins. Vandséð er að sú ráðstöfun sé annað en gerræðisleg ákvörðun til þess eins fallin að forsætisráðherra geti betur skipt sér af málum á eigin áhugasviði og styrkt verkefni þar sem henta þyki. Ríkisendurskoðun bendir hins vegar á að breytingin dragi úr forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins yfir málaflokknum. „Og ganga þar með gegn ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2009,“ segir Ríkisendurskoðun. Augljóst er hvernig óskýrt yfirvald og boðleiðir geta gert ógagn í þessum málaflokki. Á hreinu þarf að vera hver gerir hvað og furðulegt ef góðar hugmyndir sem fæðast undir hatti eins ráðuneytis sé hægt að drepa í öðru. Fyrsta skref í að lagfæra þetta rugl var tekið í byrjun síðasta árs þegar Árnastofnun var færð aftur undan hatti forsætisráðuneytisins. Taka má undir með Ríkisendurskoðun í hvatningu til ríkisins um að taka tilhögunina til endurskoðunar. Miðað við stöðu mála mætti raunar fremur ætla að uppstokkunar væri þörf. Kannski færi betur á því að ein stofnun safnamála, undir hatti mennta- og menningarmálaráðuneytis, haldi utan um alla safnastarfsemi ríkisins og útdeili fjármunum. Óbreytt ástand er í það minnsta engum til sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Enn er úrbóta þörf í skipulagi og stjórnun safnamála hér á landi. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslunni „Íslensk muna- og minjasöfn: Meðferð og nýting á ríkisfé“ sem Ríkisendurskoðun skilaði Alþingi í gær. Líklega eru þeir til sem telja að taka mætti enn dýpra í árinni og segja sem svo að ástand safnamála og utanumhald væri í farvegi sem ekki væri sæmandi sjálfstæðri þjóð. Þannig hefur eitt höfuðsafna landsins, Náttúruminjasafn Íslands, verið geymt í kössum um árabil þar sem engin aðstaða er til sýninga og fjármunir af svo skornum skammti að vart dugar til reksturs einnar skrifstofu. Á fjárlögum þessa árs eru tæpar 25 milljónir eyrnamerktar Náttúruminjasafni en rúmur hálfur milljarður Þjóðminjasafni. Í skýrslu sinni nú fer Ríkisendurskoðun yfir að í ferli sé vinna við tvær ábendingar sem eftir stóðu af níu sem gerðar voru í skýrslu stofnunarinnar árið 2009. Enn á nefnilega eftir að móta hér heildstæða stefnu um málefni safna og marka langtímaáætlun um fjárveitingar til safnamála. Ríkisendurskoðun upplýsir þær ánægjulegu fréttir að í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins til stofnunarinnar á þessu ári hafi komið fram að á árinu væri von á fyrstu tillögum safnaráðs um heildstæða stefnu í málaflokknum, en ráðið hafi frá ársbyrjun 2013 sinnt stefnumótun safnamála. „Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ætla annað en að vinna safnaráðs beri ávöxt þótt óvíst sé að áformaður tímarammi standist,“ segir í skýrslunni. Þá er líka vonarglæta tengd mörkun langtímaáætlunar um fjárveitingar til safnamála, því þar segir ráðuneytið að lausnin sé fólgin í væntanlegum lögum um opinber fjármál. Þau geri ráð fyrir að málefni safna verði sérstakur málaflokkur og langtímastefna því óaðskiljanlegur hluti af fjárlagagerð hvers árs. Enn á þó eftir að vinda ofan þeirri vitleysu sem ákveðin var við stjórnarskiptin 2013, að færa hluta safnamála (Þjóðminjasafnið þar á meðal) frá mennta- og menningarmálaráðuneyti yfir til forsætisráðuneytisins. Vandséð er að sú ráðstöfun sé annað en gerræðisleg ákvörðun til þess eins fallin að forsætisráðherra geti betur skipt sér af málum á eigin áhugasviði og styrkt verkefni þar sem henta þyki. Ríkisendurskoðun bendir hins vegar á að breytingin dragi úr forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins yfir málaflokknum. „Og ganga þar með gegn ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2009,“ segir Ríkisendurskoðun. Augljóst er hvernig óskýrt yfirvald og boðleiðir geta gert ógagn í þessum málaflokki. Á hreinu þarf að vera hver gerir hvað og furðulegt ef góðar hugmyndir sem fæðast undir hatti eins ráðuneytis sé hægt að drepa í öðru. Fyrsta skref í að lagfæra þetta rugl var tekið í byrjun síðasta árs þegar Árnastofnun var færð aftur undan hatti forsætisráðuneytisins. Taka má undir með Ríkisendurskoðun í hvatningu til ríkisins um að taka tilhögunina til endurskoðunar. Miðað við stöðu mála mætti raunar fremur ætla að uppstokkunar væri þörf. Kannski færi betur á því að ein stofnun safnamála, undir hatti mennta- og menningarmálaráðuneytis, haldi utan um alla safnastarfsemi ríkisins og útdeili fjármunum. Óbreytt ástand er í það minnsta engum til sóma.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun