Kynna ungan listamann til sögunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2015 12:00 Logi Pedro Stefánsson setndur á bak við hinn unga og efnilega Aron Hannes. Mynd/KjartanHreinsson „Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum. Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum.
Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27
"Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00
"Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45